Breiðablik - 01.08.1908, Qupperneq 2

Breiðablik - 01.08.1908, Qupperneq 2
BREIÐABLIK :A bókstaf hennar í einu ogf öllu ? Eða á egf að trúa því einu, sem trúarvitund mín fær tileinkað sér ? Á eg- að hugsa um líf mitt að eins í sambandi við þessajörð? Eða á eg að setja það í samband við aðra, eilífa tilveru ? Um þetta snúast hugsanir göfug- ustu mannsandanna, sem uppi eru og uppi hafa verið á öllum tímum hvarvetna í heimi. Hugsandi menn eru stöðugt að gjöra sér einhverja grein fyrir sjálfum sér og lífinu. Það er og verður sjálf- sagt umhugsunarefni eins lengi og þeir eru til. Engum er það til kinnroða, heldur sæmdar. Um andleg mál vill tímarit þetta leitast við að hjálpa mönnum að hugsa, án nokkurs tillits til, hvort þeir til heyra nokkurri kirkju eða ekki. Hugsanir allra manna eru íþess- um efnum knýttar saman einum þræði. Þeir eru samferðamenn að sameiginlegum náttstað. Sé önnur tilvera ætluð einum, er hún öllum ætluð. Lúti alt lífið einum lávarði, hljóta allir eitt sinn að komast að raun um það. Þenna sameiginlega þráð vildi eg láta lesendur tímaritsins finna, af hvaða andlegu bergi, sem þeir eru brotnir. Hver hugsan ætti að vera eins og útrétt bróðurhönd. Og eðilegt verður ávalt að gefa þeim efnum mestan gaum, sem mestum ágreiningi valda. TIL KRISTS, EN EIGI FRÁ VAD eftir annað er því haldið fram, að hin nýja hugsanahreyfing í kristn- inni, sem nú er oft táknuð með nafninu nýja guðfræð- in, sé hreyfing brott frá hjarta- punkti kristindómsins. Hún sé miðflóttaafl í trúarlegum efnum. Ef þetta væri satt, væri heim- urinn að afkristnast, eða kristnin aftur að hníga í heiðni. Ef rétt- trúnaður seytjándu aldar á að vera mælikvarðinn, á hann býsna fáa áhangendur í kristnum löndum nú á dögum. En til þess eru engin merki, að heimurinn sé að snúast til heiðni. Aldrei hafa kristileo- áhuo-amál o o verið rædd meir en nú. Andlegur áhugi aldrei verið með meiri blóma en einmitt um þessar mundir. En rétt-trúnaðarokinu eru menn meir og meir að varpa af sér. Menn hugsa frjálst og tala frjálst, blátt áfram og öruggir, hver eftir þeirri sannfæringu, sem hann ber í brjósti. Það er fullkominn misskilning- ur, að aðalstefna hugsánanna í guðfræðilegum efnum sé burt frá Kristi. Það er engan veginn ver- ið að snúa baki við frelsara heims- ins sem þungamiðju trúarinnar. Skilningur manna á persónu hans, kenning og æfistarfi hefir aldrei verið gleggri en einmitt nú. Kristur er aðal-umhugsunar- efni og markmið nýju guðfræð- H

x

Breiðablik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.