Breiðablik - 01.08.1908, Síða 5
BREIÐABLIK
37
hans á trúvarnarferðum; án þeirra finst
honum víst sér veröa lítiö ágfengt. Þeir
skipa sér í fylkingm kringf um hann,þessir
herrar, hvert skifti, er hann leggur af
stað.
Afturgöngu-samsetningur þessi er ekk-
ert annað en persónulegar illdeilur og
ókvæðisorö, lökustu tegundar. Ekki eitt
orð um málið, sem hér var til umræðu,—
kenningarfrelsið. Það má bíða seinni
tíma. En alt laust og fast dregið inn til
að svala geði sínu. Þó hafði eg ekkert
annað gjört en að benda á ókvæðisorðin,
sem hann mörvaði kirkjuþingsræðu sína
með,—hafa þau upp eftir honum, það var
alt og sumt. En það þurfti ekki meir;
svona varð honum bilt við.
Breiðablik urðu síðbúin og urðu einn
mánuð á eftir tímanum. Nú eru þau bú-
in að ná sér aftur. Síra Jón hefic orðið
helzt til fljótur að fagna yfir dauða þeirra.
Hvað vonbrigðin hafa órðið honum sár,
hefir hann nú sjálfur komið upp.Ekki segir
hann það berum orðum, að vaktir hafi
verið upp einhverit ættingjar Gláms og
Þórólfs úr neðri bygðum, Breiðablikum
til stuðnings, en óneitanlega er það gefið
í skyn. Mikið er talað um hor og hor-
dauða í því sambandi. Það er ekki furða,
í öðru eins spiki og Sameiningin hefir
róið lengst æfinnar, — sem hrokkin væri
upp af fyrir löngu, nema fyrir margfaldar
særingar á hverju kirkjuþingi.
Flest af því, sem höf. minnist á, er
þatmig vaxið, að betra hefði honum sjálf-
um verið að láta liggja í þagnargildi. Að
fyrra bragði myndi eg ekki hafa við því
hróflað.
Til dæmis þetta um kennaraembættið.
Hann reynir þar að skjóta sökinni vfir á
aðra og sjálfum sér undan. Það er lítil-
mannlegt. Allir vita, að þar er engum
um að kenna, nema sjálfum honum. Það
er gjört að eins fyrirhann til að þóknast
honum og láta undan fortölum hans.
Menn sáu fyrir, að þangað til myndi hann
óður og uppvægur á hverju kirkjuþingi
og vildu koma friði til leiðar með því að
fjarlægja þetta þrætuepli. Og frá því
sjónarmiði varð eg enda sjálfur sárfeginn.
En ábyrgðinni fyrir það skal hann
aldrei geta af sér hrundið. Hann var
búinn fyrir nokkurum árum að taka fram
í ársskyrslu sinni, að þetta ætti að gjöra.
Og hver óð eins og tryltur maður inn á
skólanefndarfund í fyrra, eftir að hafa
hlýtt á kirkjuþingsfyrirlestur minn, og
heimtaði, að eg yrði rekinn? Enda var
þá tiiraun gjör, en mishepnaðist. Nú
hefir hann síðan haft ár fyrir sér og notað
það svo til að æsa hugina, að nú var
kennaraembættið lagt niður.
Enginn þeirra, sem í nefndinni voru,
hefði hafið þann leik; til þess eru þeir
allir of góðir drengir. Engum þeirra
kemur til hugar, að svo mikill sálarháski
felist í skoðunum mínum, að þess vegna
þyrfti að hætta. Síra Jóni ekki heldur;
hann notar það að eins sem vopn. Eng-
um manni í íslenzkri kristni, er skoðanir
mínar þekkir, getur látið sér það til hug-
ar koma, ef hann er með öllum mjalla.
Eða kemur nokkurum til hugar, að
þetta hefði verið gjört móti vilja síra Jóns?
Kemur það til nokkurra mála, að þessir
nefndarmenn eða nokkurir aðrir hefði
þá beitt sér á móti því?
Nei, síra Jón er hamslans og allir vita
hann verður hamslaus, þangað til búið
er að þóknast honum í þessu. Til að
stilla hann til friðar er þetta gjört. Þó
ekki á þann hátt, sem hann vildi. Hann
ætlaðist til, að það yrði til sem mestrar
smánar. En er tilgreina átti sakargiftir,
varð mönnum ráðfátt. Það var ekki nóg
að nefna skoðanir; það varð að sýna í
stuttum og ákveðnum kærugreinum í
hverju þær skaðlegu skoðanir væri fólgn-
ar. Sú hefir aðferðin ávalt verið í trú-
villingaofsóknum í sögunni og það er
miklu drengilegra; þá vita menn hvað
þeir eru að gjöra. Hér voru menn ekki
við því búnir. Og yfir þann þröskuld
komust menn ekki. Það hefði aldrei orð-