Breiðablik - 01.08.1908, Page 8
40
BREIÐABLIK
hana miskunarlaust í koll hverjum manni,
sem eigi er nákvæmlega sömu skoöunar
og hann. Þaö er ófögur sjón og gjörist
ófegurri með hverjum degi.
Ef enginn sannleikur væri í þessu, dytti
þaö niöur sem marklaust hjal, hvaö sem
eg og aðrir kunna að segja. En það er
svart á hvítu frammi fyrir öllum heimi.
Síra Jón er sjálfur meö kirkjulegri frammi-
stöðu sinni,að færa fram öldungis óhrekj-
andi rök fyrir því, að hann er langmesti
trúarofsa-maðurinn, sem nú er uppi í ís-
lenzkri kristni. Hver einasta smádeilu-
grein,sem eftir hann sézt, ber þess óræk-
an vott. Enginn íslendingur, sem nú er
uppi, temur sér annan eins munnsöfnuð.
Það er því ekki um skör fram, að við sé
varað. Trúarofsamennirnir eru hættu-
legir. Þeir koma öllu í bál og brand,
hvar sem þeir fara. Eg álít það heilaga
skyldu mína að vara við þessu. Það er
eigi nóg að hafa jábræður kring um sig,
sem hrósa öllu upp í eyrun. Sá er vinur
beztur, er til vamms segir. Það er kær-
leikur í því eins víst og kærleikur var í
ádeilum frelsarans til Faríseanna, þó þeim
hafi fundist það kaldar kveðjur—kærleik-
ur, svo framarlega sannleikurinn sé þar.
Engum kemur til hugar að vera vond-
ur út af skoðunum síra Jóns, mér allra-
sízt. Hann hefir eins mikinn rétt til
sinna skoðana og eg til minna. Hann
má fyrir mér trúa því, að hvert einasta
orð í biblíunni sé innblásið og óskeikult,
— og spjöldin líka ■—■ ef hann vill. En
hann hefir engan rétt til að úthrópa mig
eða nokkurn annan mann, er játar trú
sína á frelsara heimsins, sem heiðingja
og Júdas. Skoðanirnar eru honum vel-
komnar, ef hann vill gjöra grein fyrir
þeim með stiltum og sæmilegum orðum.
En ofsinn og fyrirdæmingarnar og argvít-
ugar nafngiftir eru óhafandi. Enginn
kirkjulegur leiðtogi, sem eg þekki í kristn-
inni, hvorki hér í Vesturheimi, á Eng-
landi, Norðurlöndum,né Þýzkalandi gæti
ritað aðrar eins deilugreinar, sem um leið
eiga að vera trúvörn, eins og þær, sem
eftir síra Jón liggja. Viti einhver annar
af einhverjum slíkum, getur hann sagttil.
Nú eru liðin að eins átta ár síðan Guð-
spjallamál komu út. En hve þau spari-
föt hafa slitnað á þeim tíma! Það hefir
verið farið svo óvarlega með þau. Það
eru komnar á þau stórar glommur og
skín í miklu ógöfugri búning innan undir
— hversdagsgarmana. Síra Jón stóð þá
í eins konar helgibirtu í huga þjóðar vorr-
ar um fram aðra menn, er sú bók kom út.
En sá helgiglampi hefir dvínað. Hann
hefir slökt hann sjálfur. Fyrir það kenni
eg í brjósti um hann og margir fleiri.
Það hefir verið þroski niður á við, eins
og hann sagði um annan Jón. Eg er hon-
um ekki reiður,kemur það ekki til hugar.
Eg hefi verið að biðja hann,að leggja nið-
ur þessa trúvörn, sem honum finst svo
yndisleg, af því hún gjörir sparifötin hans
— Guðspjallamál — alveg ónýt. Og það
er svo sárt að sjá góða flík verða að engu.
En eg býst við hann haldi henni áfram.
Hann er orðinn of gamall til að læra.
Hann um það. En hún er að fara með
nafnið hans.
Síra Jón segist liafa neitað að taka for-
setakosning eftir heils árs umhugsunar-
tíma. Það getur vel verið, að hann hafi
verið að hugsa í þá átt. Komandi við-
burðir varpa stundum skugga sínum inn
í hugskot manns löngu áður en fram
koma. Bágt eiga víst þeir, sem á kirkju-
þingi voru, með að trúa því, að hann hafi
verið kominn að sérlega ákveðinni niður-
stöðu í þeim efnum, áður hann kom á
kirkjuþing. Fyrít er stungið upp á hon-
um til forseta. Svo verður þó nokkurt
uppihald; menn eru að átta sig. Þá var
góður tími til að neita kosningu. En
rétt þegar að því var komið, að kosning
færi fram, stendur einn þingmanna upp
og stingur upp á síra Birni. Fyrst þegar
búið var að stinga upp á síra Birni, af-
sakar síra Jón sig frá kosningu, Svo
fara ýmsir að standa upp og halda því