Breiðablik - 01.08.1908, Síða 11
BREIÐABLIK
43
skoðana sinna og voru því eigi irnliniaö-
ar fyrr en í Jabne 90 áruni eftir Krists
burð. Að bókin hefir verið eignuð
Salómó er ekkert nteira að marka en að
Sæmundar-Edda hefir lengi verið eigrnið
Sæmundi fróða, þó nú sé flestum kunn-
ugt, að það sé með öllu að ástæðulausu.
Oll er ritgjörð þessi hin vandaðasta
eins og alt, sem eftir þenna vandvirka
höf. sézt, sem nú er sjálfsagt fróðastur í
hebreskum fræðum allraþeirralslendinga,
sem nú eru uppi. Hún er ágætt innlegg
í deiluna, sem nú á sér stað, út af trúnni
á óskeikula bíblíu og ætti að vera af öll-
um lesin.
Einars Hjörleifssonar, frúar hans og dóttur,
Akureyri, 21. júli 1908.
,,Ruddak sem jarlar,“ kappinn kvað,
Glúmur þá hjörvi í hönd
heimti sín Þverárlönd.
En hvorki dugðu vopn né vél:
auðnan varð ill við Glúm,
Einari gaf hans rúm.
Af því að Einar meira mat
ráðsnild en reiddan nað,
réttvísi en ójafnað.
Enn eru lög um Eyjafjörð :
Einar skal eiga rúm
eftir hvern Víga-Glúm. —
Velkominn, Einar, vina til !
eig þú við Eyjafjörð
óðar þíns beztu jörð !
Heimild þú átt til óðals þess :
skáldmærings gögnin gild,
göígustu sagnasnild.
Ef Þverá enn ei liggur laus,
tak Shakespeare, Húgó, Hume
og hrek hinn forna Glúm.
Hann er að vísu viðsjáll karl,
lævís með laga prett,
leikinn við hnefans rétt;
Og kann að ,,yrkja“ — eins og þú.
en hvorki ljóssins lönd,
lífgrös né hugarströnd.
Þú kant að ,,yrkja“ þessi lönd;
stærri þú ræktar reit
en rekka nokkur veit.
Einar og húsfrú Hjörleifsson,
syngur nú vinaval :
Velkomin hér í sal !
Sé þessi veröld völt og fleyg,
með samhug, ást og yl
eilífð vér búum til !
Setjumst svo hátt á sjónarhól;
þá sýnist svell og strönd
sólroðin Gósenlönd.
Lifl ! þú sálna-sameining,
,,ryð“ til vors réttar arfs
í ríki mannkyns starfs ! —
Hér þarf að ,,ryðja” hundrað ból
út reka ofsa og prett,
inn setja vit og rétt.
Heill sé þér, vin, til hjálpar oss!
Heill sé þér, horska drós!
Heill sé þér, meyjarrós!
(M. J. Norðurl.)
SAMBANDSLÖGIN.
Eg met þig ei, fóstra, sem man eða þræl,
þó málinu, lyktaði svona.
A þenna hátt, ef til vill, þú verður sæl,
en þú verður húsmenskukona—
hjá madömu Sörensen.
G. F. (Ísafold.)