Breiðablik - 01.11.1908, Side 5

Breiðablik - 01.11.1908, Side 5
BREIÐABLIK ir því komin, sem fram fer í sálu einstaklingsins. Hann verður sjálfur að biðja guð; enginn ann- ar getur gjört það fyrir hann. I sálu sjálfs hans þarf traustið og trúin að myndast og þroskast við áhrifguðs anda. Andi hans verð- ur að sjá og þreifa á og reyna. Hann verður líka að hugsa um efni trúar sinnar og gjöra sér eins glögga og fullkomna hugmynd um þann guð, sem hann trúir á, og honum er unt. En umbúðir trúarinnar eru háð- ar sama lögmáli og öll mannleg þekkingaratriði. Stöðugt verð- um vér að greina kjarnann frá skelinni. Kjarninn í einhverri bók er sál hennar, — sannleikurinn, sem hún hefir að geyma. Sann- leikurinn fær meðmæli í sálum mannanna á öllum öldum. En hann birtist ávalt í búningi meira og minna hrörlegum. Öllum skilst, að það getur alls ekkert sáluhjálparatriði verið,hvort Móse hefir ritað þær bækur,er við hann eru kendar, eða Jesaja ritað alla þá spádómsbók, sem Ser hans nafn, eða Davíð sálmana, eða Daníel spádómsbók sína, eða Sal- ómon prédikarann. Sannindin, sem bækur þessar hafa meðferðis, eru aðal-atriðið, — þau andlegu sannindi, sem leiða sálu vora í samband við guð og efla traustið til hans í hjörtum vorum. Að guð skapaði heiminn og mennina og að Gyðinga þjóðin hafði frá elztu tímum meðvitund um handleiðslu hans og kærleika —það er sálin og sannindin í öllu því mikla og merkilega ritverki. En hver hefir fært það í letur og á hvaða tíma það hefir verið gjört, hvort heldur einni öld fyrr eða «5 síðar —það kemur sáluhjálp minni alls ekkert við. Það er þekkingaratriði, sem heyrir til stórri fræðigrein í þekk- ingarkerfi mannkynsins, —þeirri fræðigrein, sem bókmentasaga heitir. I þeirri fræðigrein — bók- mentasögu hinna helgu rita bibl- íunnar — verð eg og allur þorri mannanna að fylgja nákvæmlega sömu reglu og í öðrum fræði- greinum. Eg tek góða og gilda rannsóknar-niðurstöðu sannfróð- ustu manna samtíðar minnar. Það má vel vera, að sú niður- staða breytist og færist að ein- hverju leyti úr stað á komandi tímum. Eg tel það víst, að svo verði. Það verður skylda þeirra manna, sem þá lifa,að skoða þá hluti í þekkingar- Ijósi sitinar aldar, eins og vér gjörum nú. Aldrei er unt betur að gjöra,en að tileinka sér allan fróðleik um heiminn ogþá hluti, sem í honum hafa gjörst, í því ljósi, seni síðasta rannsókn mannsandans breiðir yf- ir hann. Vitaskuld get eg neitað að taka hana nokkuð til greina, haldið mér dauðahaldi við niðurstöðu fyrri alda og- álitið nýja þekking að eins vantrú og villu. En þá hætti eg að skilja heiminn og tnennina; þeir hætta að skilja mig og snúa við mér baki. Og þeir snúa baki við fagnaðarer- indi kristindómsins, af því umbúðirnar eru úreltar og árangurinn af rannsóknar- starfi mannsandans virtur vettugi Z*\ TRU OG SIDMENNING. Æ ;TTI eigi helzt allar umræð- ur um trúmál aú falla niður? Oft valda þær ágreiningi og spilla samkomulagi. Svo torvelt veitir mönnum að ræða þau efni með rólegum geðsmunum.

x

Breiðablik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.