Breiðablik - 01.11.1908, Side 7
BREIÐABLIK
87
menningfarmótiS virðist því að standa í
nánu sambandi viö guðstrú og guðs-
hugmynd. Maðurinn er nú eitt sinn svo
úr garði ger, að trúarhugmyndirnar rista
dýpst í sálarlífi hans.
Frakkneskur rithöfundur, Gustav
Le Bon, hefir nýlega sagt: Þær bylt-
ingar mannkynssögunnar, sem mest er
um vert, og hrinda nýjum menningaröld-
um af stað, koma fvrst fram í hugmynd-
um, skilningi og trúarskoðunum mann-
anna. Minnisstæðustu atburðir mann-
kynssögunnar eru áhrif ósýnilegra bylt-
inga í hugarfylgsnum mannanna.
Guðshugmyndin kristilega hefir orðið
undirrót kristinnar siðmenningar og fram-
fara. Við það er kannastaf lang-flestum
hugsandi mönnum, hverjar trúarskoðanir
sem þeir annars aðhyllast. Sé einhverju
öðru haldið fram, virðist það fá heldur
lítið bergmál og ekki vera mikill gaumur
gefinn.
En svo framarlega að trúarbrögðin sé í
raun og veru sannur grundvöllur allrar
siðmenningar, ætti menn eigi að láta þau
litlu varða og liggja í þagnargildi. Ekk-
ert umtalsefni ætti því að vera hngljúfara.
Þegar þjóð vor, sem nú befirfengið nýjan
og sterkan áhuga í menningarbaráttu
sinni, lætur sér skiljast þetta, verður
bergmálið meira í huga hennar, þegar
verið er að leitast við að ræða trúmál og
setja þau í samband við hugsanastraum-
ana, sem nú eru sterkastir með þjóð-
unum.
Sérhver áhugamaður í siðmenningar-
baráltu þjóðar vorrar ætti um leið að
vera áhugamaður í öllum trúræknismál-
um. Hinar tjörugu og heitu trúmála-
umræður heimsins ætti að fá hátt og
hvelt bergmál í sálu hans. Hann ætti að
skoða þær sem eitt sterkasta siðmenning-
araflið í lífi þjóðarinnar, — nýjan botn-
vörpung, er fært gæti óumræðilega auð-
legð að landi.
_S'WLAr_S'W&''-i
NÝJA GUDFRÆDIN.
ftjNNAÐ skrímslið, sem nú er
L uppi í kristninni, og ógnar
j með að leggja kristnar bygðir
í eyði, nefnist nýja guðfræð-
7 in. Engin orð, sem til eru á
s vorri tungu, eru of sterk til
að lýsa því afskaplega illhveli.
Þeir, sem henni fylgja (sbr. Sam. okt.
1908), hljóta að vera lang-mestir aula-
bárðar allra þeirra, sem uppi eru í heim-
inum, eða uppi hafa verið, Þeir hafa
hvorki ráð né rænu, vita ekkert hvert
þeir eru að fara, eru , ,stefnulausir“, ana
út í bláinn, trítla á eftir einum í dag
og öðrum á morgun. En það er nú minst.
Þeir hljóta að vera varmenni líka.
Með falskenningum sínum draga þeir
fólk á tálar og leiða út í „hreinan og
beinan heiðindóm“. Nýja guðfr. ,,geng-
ur í lið með óvinum kristninnar“. Hún
,,spillir kennimönnunum“, „erófyrirleitin
og gjörir menn óvandaða með framkomu
sinni“. Hún „spillir prédikaninni“,
glamrar um framfarir og vísindi, ,,vill
ekki styggja neitt af börnum sínum“
með því að tala um synd, ,,villir al-
menningi sjónir“, ,,beinir hugum rnanna
að bókstafnum en frá andanum (!!)“>
vinnur að því af öllum mætti að gróður-
setja efann í sálum manna og halda hon-
um þar við“, — ,,dregur athyglina frá
Kristi“ — „drepur áhugann11 hjá unguni
prestum, tæmir prestaskólana, er,,óvin-
ur hinna ólánssömu“, ,,óvinur kristni-
boðsins meðal heiðingja“, er ,,í eðli sínu
hrein og bein vantrú“. ,,Hún byrja
viðskifti sín með fleðulátum og fagur-
gala“ og „endar með því að fl á mann
lifandi. ,,Hún er andlegur ræningi, sem
rænir mann öllu og þar með lífinu sjálfu“.
Er eigi lýsingin fögur?
Þetta er nú ljósið fagra, er ,,allir, sem
standa uppi vor megin, eða réttara sagt
sannleikans megin (!) í baráttunni, ætti
að kosta kapps um að varpa yfir ágrein-
ingsmálið, náungum sínum til andlegrar