Breiðablik - 01.11.1908, Síða 8

Breiðablik - 01.11.1908, Síða 8
88 BREIÐABLIK aðstoðar og leiðbeining'ar, sem í þeim efnum vaða í villu og svíma“ (Sam. 225—6). Herra minn trúr ! Og þó er hér átt við sannkristna menn, meginþorrann af yngri kynslóð þeirra, sem nú fylgja erindi krístindómsins bæði í ræðu og riti, — menn, sem í kristilegri lífsbreytni standa þeim oftast langt um framar, er slíka dóma feila, — menn, sem verja öllu lífi sínu og hæfileikum til að draga hugi fráhverfra en mentaðra manna aftur að fagnaðarerindi Krists. Sé þessi lýsing sönn, er lítil von urn kristnina í heiminum. Þýzkaland er alt á valdi nýju guðfræðinnar. Seytjándu aldar rétt-trúnaðar guðfræðin má heita þar alveg útdauð. Norðurlönd sömu- leiðis. Allir háskólarnir þar fylgja nýrri stefnunni. í Noregi, þar sem rétt-trún- aðarstefnan gamla var svo undur-rótgró- in,er nú ekki einn einasti guðfræðikenn- ari við háskóla þjóðarinnar, sem fylgir gömlu stefnunni og eru þó allir heit- trúaðir fyrirmyndarmenn. Á Englandi eins. Bækur íhaldssöm- ustu mannanna í kennarastöðum og bisk- upanna eru góður vottur. Þeir rita oft á móti ýmsurn skoðunum nýjustu guðfræð- inga, eins og búast er við. En guðfræð- in þeirra sjálfra, íhaldssömustu guðfræð- inganna þar, myndi álitin ný guðfræði, lökustu tegundar,væri hún hingað komin og um hana dæmt frá vestur-íslenzku rétt-trúnaðarsjónarmiði. Þó er England, ættjörð Campbell''s og dr. f '/!í')'Ht’’.s',líklega íhaldssamasta landið í þessum efnum. Bandaríkin og Kanada fylgja nú öllu frekar þýzkri guðfræði en brezkri. Bæk- ur þær, sem út koma nú í guðfræði hin síðari ár, bera þess ljósastan vott, að gamla rétt-trúnaðarstefnan á þar ,,for- mælendur fá“ með guðfræðikennurum. Og í öllum helztu kirkjum landsins hafa til margra ára verið fiutt-ar guðfræðikenn- ingar, sem kallaðar myndi hryllileg ný guðfræði frá sjónarmiði ísl. rétt-trúnað- armanna. Og þetta fráfall alt ætti að vera aula- hætti og varmensku að kenna ! Trúir nokkur því? Eða ér það að eins sagt til að æsa upp hugi auðtrúa alþýðu gegn i því, sem henni er sýnd að eins skrípa- mynd af, og látin halda,að sé dýrið mikla, sem talað er um í opinberunarbókinni ? Síra Jón Helgason, forstöðumaður prestaskólans í Reykjavík, dæmir um stefnu nýju guðfræðinganna nokkuð á annan veg. Hann segir: ,,Ranglátari og ósannari dóm er ekki hægt að kveða upp um þá en þann, að þeir vilji sæ ra kristna trú í hjartastað. Guðfræð- ingar hinnar nýju stefnn vilja umfram alt vinna að því, að tímans börn geti tileink- að sér fagnaðarboðskap Jesú Krists, svo að hatin verði líf og kraftur í lífi þeirra, eins og hann hefir verið í lífi undanfar- inna kynslóða. Því að þeir finna sárar til þess en tnargur rétt-trúaður, sem nú hygst að vinna guði þakklátt verk með því að gjöra þá og starf þeirra tortryggi- 1 legt með staðlausum getsökum og sleggjudómum, hvílíkt ntein það er fyrir tímans börn að fara á mis við blessunar- áhrif kristnu trúarinnar. Þeir leitast því við að skera burtu ýmislegt það af um- búðum kristindómsins, sem nú fælir tím- ans börn frá kirkjunni og kristindómin- um; þeir reyna að íklæða hin gömlu opin- berunarsannindi nýjum búningi, sem hin núlifandi kynslóð getur felt sig við og rökstyðja þau og útlista á þann hátt, er bezt fær samþýðst hugsunarhætti nútírn- ans; þeir reyna að tala máli kristindóms- ins á tungu, sent vorir tímar skilja og nota þær röksemdir einar og ályktanir, sem vorir tímar taka gildar. “ Hver dómurinn skyldi sanni nær? Hver skyldi á meiri þekkingu bygður? Hver , skyldi hafa lesið fieiri bækur eftir nýja guðfræðinga, menn eins og síra Jón Helgason, kennararnir við prestaskólann á íslandi, —eða þá dómararnir hér fyrir vestan ? Hver dómurinn finst mönnum nú líklegri? Eða kristilegri? <

x

Breiðablik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.