Breiðablik - 01.11.1908, Side 9

Breiðablik - 01.11.1908, Side 9
BREIÐABLIK 89 VID PRESTASKÓLANN í Reykjavík hafa breyting-ar heilmiklar orðið, vegna biskupsskiftanna. Síra Jón Helgason er orðinn forstöðumaður hans í stað síra Þórhalls. En Haraldur Níelsson, guðfræðikandídat, settur í kennaraembætti það, sem síra Jón hefir haft á hendi. Prestaskólinn verður því framvegis í góðra manna höndum. Báðir eru þeir, lektorinn nýi og dócentinn, miklir áhugamenn og heitir trúmenn, lærðir vel og góðum gáfum gæddir. Mvndi þeir álitnir hverjum prestaskóla prýði og kirkjunni vænlegir til langrar starfsemi og bless- unarríkrar hvar í heimi sem væri, báðir menn á bezta aldri. Vonum vér að þeim takist að hrinda nýrri trúaröldu af stað með þjóð vorri og hlúa að trúrækni hennar á allar lundir. SKIPIN MÍN. Ef skip mín öll um öldu-geim í einum flota sigldu heim, ó, mikil undur! eg held þá, að yrði höfnin næsta smá, ef skip mín öll um öldu-geim í einum flota sigldu heim. Ef hálfan flotann heimti’ eg tninn um haf tneð dýrstan varning sinn, svo mikinn auð eg «ætti þá, að öfund vekti kótigum hjá, ef hálfan flotatin heimti’ eg minn um haf með dýrstan varning sinn. Ef að eins kæmi heil í höfn húti hjartans ,,Þrá“ mín yfir drötn eg aldrei hirti’ um ægis-dyn, því, ef í sæinn færu hin, eg nyti lífsins satnt við seim, ef sigldi ,,Þráin” til mín heitn. Ef sökkva skyldi hún í haf en hin með tölu komast af með ofur-fetmi auðs og seims og allri vegsemd þessa heims, ó, vei ! Hve artnur yrði’ eg þá ef ein í hafi týndist ,,Þrá“ Ó, skín í heiði hitnins sól á hafi mínum skipa-stól ! Ó líðið vindar létt og hægt, að leiðið megi verða þægt ; en ef í hafi ólga hefst og Ægir kongur fórnar krefst, þá skip mín öll um öldu-geim hanneigi,—bara’ ef ,,Þrá“ komst heim. Jón Runólfsson.

x

Breiðablik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.