Breiðablik - 01.11.1908, Page 11
BREIÐABLIK
91
Á Hofmannaflöt.
v~=
Einar Hjörleifsson: Smælingjar. Fímm sögur.
Winnipeg 1908. Kostnaðarmað-
ur Olafur S. Thorgeirsson. 130
bls. Verð $ 85C.
Eins og: getið er í síðasta blaði,er komin út ný
bók hér fyrir vestan á kostnað Ólafs S. Thor-
geirssonar eftir Einar Hjörleifsson og; nefnist
Smælingjar. Bókin er 130 bls. á stærð og- í
henni fimm sög’ur, sú síðasta lang-lengst.
Fyrsta sagan er æfintýr örstutt og hefir áður
verið prentað í Eimreiðinni: Góð boð.
Þó stutt sé, tel eg æfintýr þetta eitt með því
allra-bezta, sem eftir höfundinn liggur. Það er
um valdafýkn mannanna og mun skynbærum
lesendum finnast vel frá því gengið. Það er
eins og höggið í stein.
Næsta sagan nefnist Fyrirgefning. Það eru
nugleiðingar dálítillar neðursetu-telpu út af dauða
húsmóður hennar, sem hefir verið henni skelfing
vond. Barnið heldur fyrst, að ómögulegt sé
annað en húsmóðir hennar hafi farið illa. Hún
hafi verið svo frámunalega slæm. Öll þau atvik
koma upp í huga litlu stúlkunnar, þegar hús-
móðir hennar hatði beitt. hana óvenjulegri harð-
neskju. Kveldinu áður en hún dó, hafði hún hót-
að að flengja hana að morgni, miklu fastar og
óþyrmilegar en nokkuru sinni áður. En það
varð ekkert af því, um morguniun var hún dáin,
hatði orðið bráðkvödd um nóttina.
Brátt kemur fram bylting í huga Siggu litlu-
Þegar hún fer að hugsa um vonda staðinn, hvað
hann sé hryllilegur og óttalegt þar að vera, fer
henni að finnast, að svo vond hafi þó húsmóðir
hennar ekki verið, að hún ætti að fara þangað.
Siggu kemur þá fyrst til hugar, að gefa henni
brúðuna sína, hún kunni þá betur að geta sofnað
í vonda staðnum. En er til kemur, fær hún sig
ekki til að fara svo illa með brúðuna. Þá fer hún
að biðja frelsarann að afstýra þessu, láta ekki
húsmóður sína fara í vonda staðinn. En ekki er
hún alveg viss um, að þetta sé mögulegt. Þá
kemur barninu ráð í hug : Að leggja Passíu-
sálmana ofan á líkið, þá sé meiri líkindi til, að
hægt verði að frelsa húsmóður hennar. Hún ter
á fætur um hánótt, þegar fólk er í fasta svefni,
seilist upp á hillu eítir bókinni og leggur hana
ofan á krosslagðar hendurnar, sem fastast höfðu
barið hana. Svo sofnar hún vært með brúðuna
í faðminum og fyrirgefning í huga.
Sagan er svo hnittirega sögð, að eigi er hægt
að lesa, nema veltast um af hlátri. Og þó er hún
þrungin alvöru dýpsta spurnaratriðis manns-
andans.
Þá er stutt saga : Þurkur. Búðarmaður og
læknir sitja í makindum og eru að tala um til-
finningar manna í dauðanum og hefir læknirinn
þar mikinn fróðleik á hraðbergi. Þá kemur fá-
tæklings bóndi þar inn úr nágrenninu, og fer að
tala um skuldaskifti sín við lækninn. En lækn-
irinn kemst að því, að maðurinn er fárveikur og
talar óráð, — segir honum að fara óðar í rúmið.
En hver á þá að sjá um þurkinn á töðunni ?
Ekki getur konan það og ekki krakkarnir. Loks
er hann borinn út á búðarloft og lagður þar í
sæng. Fám dögum síðar var hann látinn. Þá
hetði hann getað sagt um, nvort síðustu kenning-
ar um tilfinningar mantia í dauðanum sé réttar.
En hver sér nú um þurkinn á töðunni?
Skilnaður heitir fjórða sagan. Hún er um
þann óumræðilega sársauka, sem vaknar í sálu
aldurhniginnar móður út af því, að eftirlætis-
sonur hennar ætlar til Ameríku. Sagan er sálar-
málverk í fyrstu röð.
Vitlausa Gunna er síðasta sagan og lang-
lengsta. Hún er af tveimur vinnukonum. Önnur
er gædd mörgum mannkostum, en dregin á tálar
af manni, sem hún trúlofast. Hin hrasar ekkert,
er réttlát og hrein í augum heimsins, en eltir
hina með hrakyrðum og særingum í sorg hennar
eftir vonbrigðin og missi barnsins af öfund út af
því, að þessum karlmanni leizt betur á Gunnu.
Loks gengur það svo langt, að Gunna missir
vald yfir sér og tekur hina og lúber hana, svo
hún liggur eftir í meiðslum. Sýslumaður fær
húsmóður þeirra, sem er valkvendi, til að sætta
þær. Hún kemst svo langt með Gunnu, að hún
fer og biður fyrirgefningar, sem hin hefir lofað
að veita.
,,Eg fyrirgef þér“,segir Gudda. ,,Enþað þyk-
ir mér vænt um, að eg veit að guð fyrirgefur þér
ekki“. Þessu getur Gunna aldrei gleymt. Það
stendureins og knífstunga gegn um sálu hennar,
gjörir hana harða og óþjála, ólíka öllum öðrumí