Breiðablik - 01.11.1908, Page 12
92
BREIÐABLIK
hún heldur að g'uð fyrirgefi sér ekki. En í bana-
leg’u sinni sannfærist hún um annað,—að alt sem
hún hafi tekið sér næst af því, sem komið hafði
fram við hana, hafi verið guðleg’ur kærleikur.
Hún deyr í sátt við guð og menn. Lýsingin á
banalegunni og Öllum undanförnum hörmum
er ljómandi fögur. Aldrei hefir neinum
tekist betur að sýna, að sá sem hrasar
og ratar þess vegna út í einhverja ógæfu, —
verður ólánsmaður eftir dómi heimsins, — endar
líf sitt oft sem lánsmaður í göfugasta skilningi
og guðs barn miklu meira en hinir h r e i n u,
sem alið hafa harðneskju, dómsýki og öfund í
sálu sinni og bera úr býtum hræsni og skyr.helgi.
I þessum tveimur vinnukonusálum sjáum vér
mannlífið í skuggsjá — faríseann hana Guddu,
sem hefir þá hugmynd um guð, að hann sé verri
en hún sjálf, — og tollheimtumanninn hana
Gunnu, þó seint sé orðið dagsins, er hún kemst
upp í musterið.
Menn munu lesa Smælingja með ánægju og
lesa oft. Bókin er 130 bls. á stærð í laglegu
bandi, prýðilega úr garði ger að pappír og frá-
gangi og bezta jólagjöf. Kostar $85e.
Ættargrafreiturinn, sigurjén Jónsson íslenzkaði.
Rvík 1908. Hlutarfél. ,,Vísir“.
159 bls.
Saga, þýdd úr norsku, engin atkvæða saga, en
siðferðisleg og snotur og verður lesin með
ánægju af mörgum, þó skáldskapargildi sé ekki
mikið; ætti að teljast vel hentug börnum og ung-
lingum og miklu betri en sumt af því rusli, sem
út kernur, er fyllir hugann lélegum slæðingi, en
birtu engri.
Arni Thorsteinsson. 12 Sönglög fyrir einsöng með
undirspil. 12 Gesange fur eine
Stimme mit Klavier hegleitung.
Sig. Kristjánsson, Rvík 1907.
Nótnahefti þetta ætti allir söngelskir fslend-
ingar að eiga. Fögur lög við ágæt kvæði, sem
þýdd hafa verið á þýzku og þýzki textinn prent-
aður jafnhliða þeim íslenzka. 1. Sólskinsskúr-
in (Steingr. Thorsteinss.— Bj. Jónsson,frá Vogi).
2. Dalavísur (Jónas Hallgr. — J. C. Poestion),
3. Vorgyðjan (Guðm. Guðmundsson — Bj. Jóns-
son), 4. Örninn (Þorst. Gíslason — B. J.), 5.
Áfram (H. Hafstein — B. J.), 6. Kirkjuhvoll
(Guðm. Guðmundss. — B. J.), 7. Rósin (Guðm.
Guðmundsson — B. J.), 8. Þess bera menn sár
(J. P. Jacobsen — Emma Klingenfeldt), 9. Nótt
(Magnús Gíslason — B. J.), 10. Fögur sem forð-
um (Guðm. Guðmundsson — B. J.), 11. Nafnið
(Stgr. Thorsteinsson — J. C. Poestion), 12.
Meðal (H. Hafstein — B. J.). Á íslenzk-
um skemtisamkomum finna allir til þess, hve
iniklu meira er í varið að heyra sungið á íslenzku.
Það litla sem til er, ætti því að vera notað.
Flest eru kvæðin þýdd á þýzku af Bjarna Jóns-
syni frá Vogi og er ánægjulegt að sjá, hve mikið
vald hann hefir yfir þeirri tungu.
VIDBJÓDUR.
Tímarit eitt suður í Bandaríkjum heitir B i b le
Student and Teacher (Dr. Gregory, rit—
stjóri), og er rétttrúnaðarmálgagn svo mikið, að
það gengur fram af þeim allra rétt-trúuðustu.
Helztu blöð Presbytéra hötðu verið að tala um
nauesyn þess fyrir þá kirkjudeild, að eignast
önnur Fræði en katekismann sinn gamla, sem
kendur við Westminster, og betur svaraði kröf-
um tímans, — væri ekki alveg eins troðfullur há-
fleygum hugtökum. Þetta fanst Bible Student
and Teacher mikil goðgá og vítti harðlega tyrir
slíkar kröfur um j á t n i n g a r 1 a u s a k : r k j u.
L u t h e r a n , málgagn General Council,sagði
frá þessu í sumar og fundust þessar krötur Pres-
bytéra öldungis réttmætar. Það blað segir frá
því um leið, að I n t e r i o r, helzta blað Presby-
téra, gefi ritstjóra Bible Student antl
T e a c h e r það ráð að breyta nafni tímaritsins
og kalla það : Sérlega rétt-trúað tímarit, þeiri»
stefnu til eflingar, sem bezt er til þess fallin að
láta rétt-trúaða menn fá viðbjóð á rétt-trúnað-
inuin“.
Lutheran bætir við : ,,Skyldi eigi þetta nafn
eiga vel við fáein lútersk tímarit, sem vér þekkj-
um ?“
Skyldi engum koma hið sama til hugar, þegar
hann les rétt-trúnaðarmálgagnið vestur-íslenzka
nú á þessum dögum ?
Skyldi eigi jafnvel Lutheran reka upp stór
augu, ef hann gæti lesið íslenzku ?
-S’Wfc'S.SVJt'S
BÓK CAMPBELLS.
Sain. talar um bók Campbells og til-
færir úr henni nokkura kafla. Ekki tek-
ur hún þá upp hjá sjálfri sér, en lánar þá
frá Bjarma, litlu trúboöstýrunni dönsku,
sem meira þykir rjúka úr en lýsa af.
Ekki hefir Bjarmi heldur tekiö þá úreigin
fórum, en tilfatrir þá eftir sænsku riti,
Facklan. Leiöin er orðin næsta löngf, og