Breiðablik - 01.09.1909, Page 8

Breiðablik - 01.09.1909, Page 8
56 BREIÐABLIK verið reknar um nær því hálfa öld í ýms- um löndum, hafa fyrir löngu leitt í ljós, að slík sálarfyrirbrigði yfirleitt eru jafn- sannir atburðir nú á dögum eins og á dögum postulanna. Þeir, sem þau þekkja, vita því, að nýja testamentið fer með satt mál. En kirkjusagan segir oss, að er tímar liðu fram, hafi hinar andlegu náðargáfur þorrið í söfnuðunum, samtímis því sem hinn upphaflegi kærleikur hafi kólnað. En þegar menn héldu að tekið væri fyrlr hinar andlegu uppsprettur, gerðu menn sér far um að safna samati í eina heild þeim ritum, er til voru með kristn- um mönnum og rituð voru af postulunum og öðrum þeim mönnum, er gæddir höfðu verið hinum yfirnátturlegu náðar- eða anda-gáfum. Því að þeir voru taldir guðinnblásnir og það, erþeir höfðu sagt : guðs orð. Með þeim hætti varð nýja testamentið til. Alveg með sama hætti og gamla testamentið. Gyðingar trúðu því og um sína helgu rithöfunda, að þeir hefðu verið gæddir spámannlegri anda- gáfu. Én svo kom það tímabil í sögu þeirra, að þeir töldu spámannsgáfuna sloknaða með þjóð sinni. Og þá tóku þeir að safna í eina heild öllum þeim ritum, er skrifuð væru af slíkum mönnum. Engin önnur rit máttu komast í helgiritasafnið, því að engir aðrir en þeir, sem gæddir hefðu verið spámannlegri anda-gáfu, voru að þeirra dómi guðinnblásnir. Af þessum rótum er öll biblían runnin. Frá Gyðingum erfðu kristnir menn g. t. og þeir söfnuðu saman nýja testamentis- ritunum samkvæmt trú sinni á spámann- legar andagáfur eða guðlegan innblástur. En nú voru spámennirnir ogaðrir þeir, er náðargáfur höfðu, hættir að prédika í söfnuðunum. Og þá voru menn settir til fræðslu og síðan gerðir að kennendum í söfnuðunum og voru þá hin heigu rit aðal-lindin, sem fræðslan var ausin úr. Þaðan er prestastéttin runnin, enda hafa prestarnir löngum verið nefndir kenni- menn á vora tungu. Þegar ástandið var orðið þetta og náðargáfurnar glaymdar í kristninni, var ekki svo undarlegt að biblíuþýðing vor yrði á þann veg,sem hún varð : gætið yðar fyrir ia\skennendum. Kennimennirnir voru komnir í stað spá- mannanna, og kristnir menn hættir að ausa af andans lindum í sama skilningi og þeir höfðu gert. En nú vandaðist málið enn meir en áður,að þekkja falskennendur frá sönnum, réttum kennendum. Og deilurnar byrjuðu um trúna, hvað væri hinn sanni kristin- dómur. Grísk beimspeki fekk mikið vald á hugum kristinna manna í fornkirkjunni, og þeir tóku að reisa sér heil trúar- bragðakerfi ogmynda sérheildarlífskoðun. Og þá kom ágreiningurinn í ljós. Deil- urnar urðu svo gengdarlausar, að jafnvel ríkisvaldið varð að skerast í leikinn til að sefa þær. Þá var tekið að stefna til almennra kirkjuþinga og þar var skorið úr deilumálunum, og þeir, serrt undir urðu með skoðanir sínar, voru dætndir falsspámenn eða falskennendur. Loks klofnaði kirkjan í tvær deildir, grísk- katólsku kirkjuna og rómversk-katólsku kirkjuna, og hvortveggja fyrirdæmdi hina sem farandi með falskenningar. Og síðan tók hver klofningin við af annarri. * Siðbótarmennirnir komu fram, og voru dæmdir falskennendur af rómversk-kat- ólsku kirkjunni. Og þeir urðu hver á sínu máli ; lúterska kirkjan fyrirdæmdi endurbættu kirkjuna, og endurbætta kirkjan fyrirdæmdi lútersku kirkjuna. Og svo mynduðust ótalmargir sértrúar- flokkar. Stærri kirkjudeildirnar eða ríkiskirkjurnar fyrirdæmdu þá og þeir fyrirdæmdu ríkiskirkjurnar. Og í öllum þessum deilum hefir ráðið verið það, að lýsa yfir skoðunum sínum í trúarjátning- um, sem oftast hafa verið samþyktareða lagðar fram á fjölmennum kirkjuþingum. Síðan hafa þær verið notaðar sem varnar- múr og allir þeir taldir falskennendur,

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.