Breiðablik - 01.01.1910, Page 3

Breiðablik - 01.01.1910, Page 3
BREIÐABLIK '15 MEÐ YMSUM HÆTTI. ^.TT áannað hundr- að kirkjudeildir eru í kristninni (164). Allar byggja þær trú sítia á ritning- unni. En í orð ritningarinnar leggja þær svona margfaldanskiln- ing. Hver kirkjudeild álítur skiln- ing sinn jafn - óskeikulan ritn- ingunni, — hann einan réttan, en skýringar allra annarra kirkju- deilda í því,sem á milli ber,rangan. Páfatrúarmaður les biblíuna og finnur þar kenninguna um forrétt- indi Péturs, páfavald og fullveldi kirkjun nar. Mótmælandi les hana og lætur sér skiljast, að Rómaborg, og þá um leið páfaveldið, sé þar nefnd Babylon hiti mikla, móðir hór- kvenna og viðurstygða jarðarinn- ar (Opi;5). Endurskírendur lesa hana og álíta enga skírn réttmæta nema þá, er dýft er líkömum fullorðins tólks eða stálpaðs niður í vatn, svo renni yfir. Flestum öðrum kristnum mönn- um skilst, að börn eigi að skírast og nóg sé, að stökkva vatni á þá, sem skírðir eru. Crom'vell og flokkur hans lásu biblíuna, og sá þar drottin her- skaranna vera að leiða lýð sinn til orustu. Kvekarar lesa hana og finna þar friðarhöfðingjann, og þetta friðarorð, að þeir, sem grípa til sverðs, munu farast fyrir sverði (Mt2Ó«). Biskupakirkjan enska var lengi sannfærð um, að ritningin kendi blinda hlýðni ,,og gæfi konung- um guðlegan rétt til að stjórna rangt“. Púrítanarnir, hreintrúarmenn- irnir, sem kunnu ritninguna nær því utan bókar, hugsuðu um ,,að binda konunga sína fjötrum og tigna menn járnhlekkjum. “ Kalvínstrúarmenn sáu eld guð- legrar reiði loga eins og bál yfir hverri blaðsíðu og sögðu viðóvini sína: Vor guð er eyðandi eldur (5M424) Alsælutrúarmenn eða úníversal- istar verða þar einungis varir við kærleiksríkan himna-föður 0? skýra ógnanir um eilífar kvalir, sem austurlenzka talshætti og líkingar. Fleirkvænismenn tínafram setn- ingar og staði til að sanna fleir- kvæni og tekst það svo vel, að þeir eru öldungis ánægðir með sjálfir. Einkvænismenn sýna fram á, að eigi sé að eins einkvæni skipað, heldur sé hjónaskilnaður meðöllu bannaður. Skjálfendur (Shakers) og skoð- anabræður þeirra hafna öllu hjóna- bandi og bera fyrir sig ritninguna. Norðurríkjamaðurinn hlóð byssu sína ritningargreinum og

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.