Breiðablik - 01.01.1910, Blaðsíða 11

Breiðablik - 01.01.1910, Blaðsíða 11
BREIÐABLIK 123 Höfundur Jónasar - bókar hefir verið stórg-áfaður maSur, sem gefiS hefir heim- inum ógleymanlega hugvekju meS því aS draga upp rnyndir. Hún verSur lesin og varSveitt eins lengi og menn eru uppi. Þeir einir, sem skýra hana bókstaflega fyrir sér og öSrum, koma mönnum til að hneykslast á fagnaðarerindi drottins. Sagt er aS fæSingarstaSur þess Jónas- ar spáman ns,sem Kongungabækur kunna frá að segja, hafi veriS nálægt æskustöSv- um frelsarans; þarer líka enn bent á gröf hatis. Eina mílu suSur frá Kefr Kenna eSa Kana er Jifta, sem er afbökun af Gat- Hefer, og þar á hæS einni í nágrenninu benda munnmæliri á gröf Jónasttr. Frels- arinn hefir því hugsaS um hann sem sveitunga sinn og lesiS bók þá, sem viS hann er kend, meS þeim mun meiri samúð þess vegna. Hann hefir þar futidiS ef til vill glöggustu bending gamla testamentsins um, aS hann væri sendur öllum heimi. En um leiS hefir hann fundiS þar bendingu um dauSa sinn og upprisu. Hann vilnar til Jónasar-ritsins án þess aS segja nokkuS um sannsöguieik þess, á sama hátt og vér vitnum enn til sögu, sem til er í bókmentunum og vér vitum, aS öllum er kunn Hið eiginlega Jónas- arteikn er afturhvarfs préJikanin,—miklu stærri og dýrlegri jartegn en hvalfisks undriS. En eins og oft verSur, hefir hiS minna og ómerkilegra gleypt hið meira og dýrlegra. AfturhvarfiS er eina jartegnin.sem vér eigum aS biSja um, — líka sú eina, er gefin verSur. Jónasar-bók hefir veriS gerS aS grýlu í augum manna. Og um leiS er biblían og kristindómurinn allur gerSur aS grýltt. Fjölda margar af fegurstu frásögum ritn- ingarinnar eru gerSar aS grýlttm meS því aS hanga í bókstafnum. Þær eru orSn- ar aS hrœ&um, sem festar eru upp viS veginn til aS fæla þá burt frá landareign- inni, sem þar eru aS leita sér skjóls og athvarfs. Bókstafsskýringin gamla á Jónasarbók hefir fælt margan góSan mann frá ritningunni allri. Rétt skilin er hún þaS orS gamla testamentisins, er bezt svarar til : Svo elskaSi guS heim- inn. Skyldi þ tS eigi ó naksins vert aS kom- ast í skilning um þetta ? FÁTÆKLEG VÖRN. •í október-blaði Breiðablika var minst á Galilei, X spekinginn mikla, sem fram kom með fnll- gildar sannanir fyrir því, að jörðin snerist kring um sólina, en var af kaþólskri kirkju neyddur til að taka þá vísindalegu staðhæfing sína aftur á sjötugs aldri, af þ\ í hún áleit þá kenningu alger- lega kollvarpa biblíunni. Nóventber-blað Sam. gjörir þetta að umtals- efni á fyrstu blaðsíðu í grein eftir ritstjórann sjálfan. Samkvæmur sjálfum sér hefði nú höf- undurmn verið, ef hann hefði sýnt fram á, að í þessu efni hafi kaþólsk kirkja gjört alveg rétt, því vitaskuld brjóti sú vísindalega fjarstæða al- gjöran bág við ritninguna, þar sem hver einasti höfundur hennar hafi þá skoðan á alheiminum, að jörðin sé þungamiðja heimsins og sólin hringsnúist kring um hana. Það hefði verið í fullkomnu samrænti við aðrar staðhæfingar Sam. um bibiíuna og þekkingu mannanna. Samt er sú leið ekki farin. En í stað þess er faríð að vitna í gamla ritgjörð eftir þann, sem þetta ritar, í 2. árg. Aldamóta árið 1P92. Sú rit- gjörð er um umburðarlyndi í trúarefnum. Belur væri hag kirkjufélagsins komið nú, heldur en raun er á orðin, ef það hefði fylgt þeirri stefnu, sem þar er haldið fram, fúslega kannast við syndir kirkjunnar á öllum tímum og syndir sjálfs sín og leitast við að sýna kristilegt umburð- arlyndi í hvívetna. í áminstri Aldamóta-ritgerð er með fám orðum vikið að Galilei og bent á, að andstæðingar kirkjunnar geri enn meira úr sögunni um hann en ástæða sé til, þegar þeir haldi því fram, að ógurlegum pyndingum hafi verið beitt við hann. Pyndingarnar hafi aldrei verið framkvæmdar. Og jafnframt er bent á, að beinar sögulegar sannanir sé ekki til fyrir orðum þeim, sem eítir honum eru höfð: Samt hreyfist hún. I Breiðablikum (okt. 1909) stendur um Galilei: „Hann er kærður fyrir rannsóknarrétti, þá orð- inn siötugur öldungur ogfarinn að heilsu, leidd- ur inn í pyndingarsalinn, sýnd píslarfærin og kúgaður til að afneita kenningum sínum. Þó gat hann eigi að sér gjört nema bæta við, eftir

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.