Breiðablik - 01.01.1910, Blaðsíða 9

Breiðablik - 01.01.1910, Blaðsíða 9
BREIÐABLIK I 2 I GyBing’Um. Professor Driver á Englandi, einn helzti vísinda maður í hebreskum fræðum, sem nú er upp;, segir, abmj'cfras sé “hugleiðing út af einhverri hugsan eða efni, sem fyrir komi í ritningunni og ímyndunaraflið látið leika sér rr.eð til fra'ðslu og áminningar”. Sögurnar af Tobíasi og Súsönnu eru midrasim og ritið, sem kent er við Jónas sömuleiðis, en að eins í aeðra veldi. Líklegt er, að sá Jónas spámaður, er sagail kann frá að segja, hafi farið til Niniveborgar, og að munnlegar sagnir hafi verið til um þá för. Því heldur pró- fessor Driver fram og fieiri með honum. Einmitt á dögum hans var veldi Assýr- inga mikið. Þá náðu ísraelsmenn Damaskus og um það leyti var hugur þeirra stór. Engan veginn ólíklegt, að þá hafi spámaður frá þeim farið austur erindum Jahve og kallað borgina miklu til afturhvarfs. Höfundur ritsins lætur frásögnina, sem var fyrir hendi, alls engar hömlur á sig leggja. Hann fer með hana eins og andinn blæs honum í brjóst. Hann tek- ur þau atriði, sem hentust voru til að sýna þau sannindi og leiða í ljós, sem honum var annast um. Hann ber sig líkt að ogfrelsarinn gjörði, er hann sagði dæmisögur sínar og líkingar. Fylgdar- menn sýna ferðafólki þann dag í dag hús miskunnsama Samverjans ! Það stendur við veginn. Eftir sögninni á hann að hafa átt þar heima, samverski maðurinn í líkingunni ! Fáum mun nú til hugar koma að ætla, að Jesús hafi átt viðnokk- urn sérstakan mann. Hann var ekki að hugsa um neinn sögulegan viðbuið. Eins höfundur Jónasar-bókar. Það er jafn-langt úr vegi, að ætla sér þar að finna söguleg rök fyrir hverju atriði. Sagan er samin í ákveðnum tilgangi. Til að skilja hana, þurfum vér að skilja tilganginn. Sagan er að eins umbúðir. Hve nær er þá rit þetta fnert í letur? Þeirri spurningu verður stíll og einstak- ar bendingar bókarinnar sjálfrar aðsvara. í Jónasar-bók (3,) koma fyrir orð úr Jóelsbók (2*3 '♦). Á því sést, að sá, er ritað hefir Jónasar-bók, hefir haft Jóel fyrir sér. Nú vita menn, að Jóel var uppi seint á tímum. Það rit álíta menn, að til hafi orðið á tíinabi.inu frá444—3C0, er Persar tóku að ofsækja Gyðinga. (Budde 450- 400). Eftir því ætti Jónasar- ritið að vera fram komið nokkuru síðar. Flestir nefna nú árið 300 eða þar itm bil. Líkur allmiklar eru til þess, að sagan um fiskinn hafi spunnist út af þessum orðum Jeremía (5134); Nebúkadrezar Babel-konungur hefir etið oss, hefir eytt oss ; hann gerði úr oss tómt ílát, svalg oss eins og dreki, kýldi vömb sína og rak oss úr unaðslandi voru (Sbr 5144). Lík- ingu og munnmælum virðist blandað saman mjög áþreifanlega í þessu ein- kennilega riti. Málið á Jónasar - bók er seinni tíma hebreska. Mörg orð koma fyrir, sem aldrei eru við höfð fyrr enn eftir herleið- ingu. Prófessor George Adam Smith álítur orðfærið skyldast Esra og Nehemía. Þá væri ritið til orðið í byrjan þriðju aldar fyrir Krist, áður hætt var að bæta nýjum ritum við spámanna-safnið, en það var kring um 200. Þegar bókin er skoðuð í þessu Ijósi, hætta menn ósjálfrátt að leita sögulegra sannana fyrir viðburðum, semfráer sagt. Enda hefir sú leit í þessu efni engu góðu til leiðar komið. Það kann engri góðri lukku að stýra, er biblíuskýrendur sjá sig til neydda að smala saman reyfara- sögum um hákarla og hvali, sem spúið hafi mönnum ósköddum á land upp. Hvorki Jónasar-bók né biblíunni í heild sinni er þægtverk unnið með slíkri aðferð. Sagan um hvalinn og rísínusrunninn, sem drottinnlétspretta upp yfir Jónas á einum degi, bendabáðarí sömuátt. Þærerubáðar líkingar-sögur, svipaðar þeim, er sagðar eru t.d. í öðrum eins bókum og För p\la- grimsins.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.