Breiðablik - 01.01.1910, Blaðsíða 8

Breiðablik - 01.01.1910, Blaðsíða 8
120 BREIÐABLIK það er og verður á öllum öldum, er hér brugðið upp. Þegar öldugfangurinn var orðinn sem æg'ileg’astur á hafinu, gengur stýrimaður ofan í neðsta rúm skipsins til Jónasar, þar sem hann sefur. Hon- um hefir þótt hann bera af öðrum mönn- um að alvöru ogmannkostum. Mælist því til þess við Jónas, að hann biðji þann guð, sem hann trúir á, að vernda þá í hættunni. Skipverjar kasta hlutum til að komast að, hverjum sé um að kenna ofviðrið. Og er Jónas fer að gjöra grein fyrir sér, dyl- ur hann þá eigi þess, að hann trúi á þann guð, sem skapað hafi himin og jörð og að hann sé að flýja frá honum, því hann vildi ekki fara til Niníve, að boða heiðingjum afturhvarf, heldur fær sér far með skipi þessu, sem siglir í öfuga átt, til að komast hjá slíku ókjaraerindi.Jónas kannast við, að storm- urinn muni sín vegna og segir þeim að varpa sér í hafið. En þeir fá sig eigi til þess að svo stöddu. Þeir leggjast á árar og ætla að róa til lands með hann. En það hepnast eigi. Sjórinn æsist æ meir. Þeir þykjast þá til neyddir, að varpa Jónasi útbyrðis, en biðja áður drottin að fyrirgefa, þó þeir glati lífi saklauss manns. í lýsing þessari er brugðið upp mynd af manneðlinu, tilfinningum og hugsunarhætti, sem ávalt verður sjálfu sér líkt. Auk þessa má benda á heiðingjaborg- ina miklu, sem lætur sér segjast og rís af dvala, er maður kemur úr öðru landi og fl)’tur henni sannleiksmál sitt af eld- hug og alvöru. Þá er hitt eigi síður eftirtektarvert, að hreyfingin er látin ná til skynlausra skepnanna. Umhyggja drottins nær til þeirra eigi síður en barn- anna. Mannúðarhugmyndin skín hér Ijósi óumræðilega björtu. Það er því eigi furða þótt frelsarinn notaði Jónasar-bók og tæki hana til skýringar máli sínu. Um Cyprianus kirkjuföður er sagt, að hann hafi verið gleðimaður mikill í æsku og gjálífur höfðingja son, en að hann hafi vaknað til alvöru, er hann heyrði Jónasar-bók lesna — sermonem Jonae audusse et ad Deum conversum. Næst verður þá sú spurning fyrir oss, hver var hann þessi Jónas spámaöur. Hann er nefndur í síðari Konungabók (14js) Jóna Amittaíson frá Gat Hefer. Biblíufróðum mönnum kemur nú saman um, að sá Jóna geti ekki með neinu móti verið höfundur ritsins, sem ber nafn hans, þó því hafi verið haldið fram áður. Það ætti þá að hafa til orðið á dögum Jerobóams II samtímis spámönnunum Hósea og Amos (750-725). En fyrst og fremst er nú engin bending um það í Jónasar-bók að Jóna sé höfund- ur ritsins eða hafi fært í letur. Ekkert orð er heldur í ritinu haft eftir Jónasi, nema sálmurinn í 2. kap. sem ekki getur verið eftir hann og orðin um, að borgin skuli eyðilögð að fjörutíu dögumliðnum, sem ekkert er unt á að byggja um höf. Bókin er alls-ólík Hósea og Amos. Að sönnu koma þar fyrir stuttar frásögur. En aðallega eru það spádómsmál, sem litast af parsóntim hvors um sig. Rit Jónasar er ekkert annað en frásaga um atburði löngu liðinna tíða. Orðtækið : Ninive var geysimikil borg (33) sýnir, hvað borgin hafði verið, en að vegur hennar er ril þurðar genginn, þegar ritað er fært í letur. Nú vita menn, að Ninive féll og var í raun og veru lögð í eyði 606 f. Kr.eða hálfri annarri öld eftir ;*ð Jóna Amittaíson var uppi. Á hinn bóginn minnir frásögnin í riti þessu um sagnir þær, er Konungabækurnar færa oss í sambandi við þá Elía og Elísa. Full- komin ástæða er því til að ætla, eins og prófessor Budde og flestir, er um þetta hafa ritað í seinni tíð, að bókin sé guð- fræðileg hugleiðing (Midras), sem sett er í samband við þann Jóna spámann, er getið er um í Konunga-bókum (sbr. 2 Kr 242’). Þess konar rit voru alltíð með

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.