Breiðablik - 01.01.1910, Blaðsíða 6

Breiðablik - 01.01.1910, Blaðsíða 6
118 BREIÐABLIK síðan hafa þjóöirnar safnað reynslu óum- raeðilega mikilli í fjármálum og þekkingu á lðgmáii viðskiftalífsins. Með mei.n- ingarþjóðunum er einungis reyndusta mönnum og fróðustu falin banka-störf á hetidur, mönnum, sem um leið eru kunn- irað stakri varúð og gætni og sýnt hafa það með margra ára reynslu, að þeim hefir tekist öðrum betur að veita fjár- hagslegum fyrirtækjum forstöðu. Bók- leg þekking ein öldungis ónóg hér sem annars staðar, nemasamhliða margra ára æfingu og þekkingu á gangi viðskiltalífs- ins, en samfara stökustu reglusemi og vakandi umhyggju. íslandsbanki er að eins fárra ára gam- all ein.> og kunnugt er. Áður vissi þjóð vor ekki hvað banki var. Þegar íslend- ingar komu fyrst til lands þessa, vissu þeir ekki, hvaðþað eiginlega átti að þýða að rita nafn sitt undir skuldarviðurkenn- ing með loforði um að greiða á tilteknum tíma. Fjöldinn tók að láni alt, sem unt Var, ritaði nafn sitt undir sx onefnda r.ólu og þóttist góður. En það kom að skulda- dögum og þá skildist mörgum, að meiri vandi væri á ferðum en þeir hefði ætlað. Þeir skildu þá ekkert í harðýðgitiai, er fylgdi ensku viðskiftalífi, því þeit þektu ekkert annað en íslenzk brjóstgæði og var vorkunn. Afleiðing þessa þekkingar og skilningleysis var sú, að ttm tíma leit út fyrir, að allur þorri vestttr-ísl. bænda ætlaði upp að flosna og glata árangrin- um af margra ára súrum sveita í hendur lánardrotna. Fyrir atorku og dugnað, en um fram alt aukna þekkingu á lög- máli viðskiftalífsins, komust all - flestir vestur-ísl.bændur yfir þessar flúðir,—nteð nokkurum harmkvælum vitaskuld, en eru nú vitrari menn fyrir bragðið. Naumast hefir verið hægt að tala svo við nokkurn skynsaman mann þjóðar vorrar hin síðari ár, þeirra er eigi hafa verið við bankann riðnir, að þeir hafi ekki gengið með ugg og ótta út af örlög- um bankans. Bankafróðum mönnum íslenzkum var eigi til að dreifa, er bank- inn var settur á stofn. Enginn hafði neina reynslu í þeim efnum, enginn verið lengi við bankastörf riðinn, á engum völ, ersýnthafði hygni og hepni, svo með afbrigðun væri í fjársýslu-rekstri. En bankinn var fenginn í hendur valinkunn- um mönnum,eins góðum íslendingum og völ var á, mikilhæfum mönnum og ráð- vöndum, gæddum bæði kostum og kyn- jum þjóðar vorrar. Vegna kostanna vonuðu menn í lengstu lcg. Vegna kynjanna voru menn á glóðum. En til kynjatina teljast líklega í þessu sambandi íslenzk brjóstgæði og hjálpsemi. Nú er alt í uppnámi sökum rannsókn- ar á högum bankans, er stjórnin hefir fundið sér skylt að hefja, og af því hún hefir neyðst til að víkja batikastjórninni frá, svo sú rannsókn næði óhrindruð frarn að ganga. Rannsókn ætti allir réttsýuir tnenn að vilja og árlegt eftirlit með bankantim af stjórnarinnar hálfu, eins gagngert og bezt má verða. Það hlýtur að tryggja tratist þjóðarinnar á bankastofnan hennar,er til langframa læt- ur, og koma henni á öruggari grundvöll. Með því einu móti færa menn sér í nyt reynsluna, sem fengin er, og láta ekki kenningar hennar fara forgörðum. Hafi stefna og aðferð að einhverju verið öfug og óheppileg í liðinni tíð, kennir eflirlitið að lagfæra og leiðrétta áður orðið er um seinan. Hver menningarþjóð vakir yfir banka- stofnunum sínum eins og fjöreggi. Til hvers öll umbrotin, ef búskapurinn bilar og grunnurinn hrapar. Sá stjórnar bezt, sem bezt kannað búa fyrir þjóð sína. En sá kann vanalegast bezt að búa, sem reglusamastur er og eftirlitsglöggastur. Um þjóðarbúskapinn íslenzka er það mest að óttast, að hann beri sig ekki, fjárhagsmálin lendi í bendu, bú hennar verði þrotabú. Það sker ætla eg, að sé íslenzku þjóðarsjálfstæði lang-hættuleg- asta skerið fram undan og ekki þarflaust sem lengst frá að stýra.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.