Breiðablik - 01.01.1910, Blaðsíða 13

Breiðablik - 01.01.1910, Blaðsíða 13
BREIÐABLIK 125 Sagan af umskiftingnum. Eftir SELMA LAGERLÖF. RÖLLIÐ smeygöi sér gegn um skóginn meÖ krakkann sinn, sem það haföi stungið niður í næfrahylki, og bar á baki. Hann var stór og Ijótur, hárið eins og svínsbustar, tennurnar oddhvass- ar og kló á litlafingri. En tröllskessan hélt vitaskuld, að fegurra barn fyndist hvergi. Alt í einu korr> tröllið þar, sem skóg- urinn var dálítið gisnari. Þar var veg- ur, sem lá áfram, illur og óslétiur fyrir trjárætur, sem undu sig saman og breiddust yfir hann eins og hnútavef- ur. Eftir veginum komu bóndi og kona hans ríðandi. Tröllskessan ætlaði fyrst að leggja á flótta inn í skóginn svo enginn sæi, en svo varð hún þess vör, aðbónda- konan hélt barni á armi sér, og þá fór hún annað að hugsa. Hún smó nær veginum og skreið bak við heslirunn. ,,Mig latigar til að sjá, hvort manna- börngeta verið jafn-fögur barninu mínu”, hugsaði tröllskessan mtð sjálfri sér. En í ákafanum seildist hún of langt út úr runninum. Og er hjónin nálguðust, ráku hestarnir augun í svart og ferlegt tröllshöfuðið. Þeir urðu hraddir, risu upp á afturfótum og fældust. Bóndinn og kona hatis nærri féllu af baki. Þau ráku upp hljóð, beygðu sig áfram til að ná vel í taumana og hurfu sýnum í bili. Tröllskessan afskræmdist af ergju. Hún hafði ekki getað séð nrikiðaf manns barni þessu. En alt í einu varð hún frá sér numin. Þarna lá barnið, beint fram undan henni á jörðunni. Bóndakonan hafði mist það úr örmum sér, er hestarn- ir tóku þetta viðbragð. Barnið hafði fallið ofan í þurra lauf- dyngju og hafði alls eigi sakað. Það æpti hátt af óttanum við falltð, en er tröllskessan laut niður að því, varð það svo ánægt yfir þeirri furðusjón, að það þagnaði og hló og rétti upp höndina til að kippa í svarta skeggið. E11 tröllskessan stóð frá sér numin og virti barnið fyrir sér. Hún horlði á hendur þess og rósrattðar neglur, á attg- un, björt og blá, og litla munninn. Hún þreifaði á mjúka hárinu, strauk því um kinnarnar, og fekk eigi áttað sig á því af undran, að barn gæti verið svo bjart og mjúkt og yndislegt. Alt í einu kipti ströllskessan næfra- hylkinu af herðum sér,tók krakkann sinn úr því og setti hann hjá barninu, og er hún sá, hve munurinn var mikill milli barnanna, gat hún ekki stilt sig um að orga af ilsku. En á meðan höfðu bóndinn og kona hans náð valdi á reiðskjótum síiium og sneru aftur að leita barnsins. Þegar tröllskessan heyrði þau nálgast, ætlaði hún að fara að skæla, því hún hafði enn ekki satt löngun sína að liorfa á barnið. Hún þokaði sér eigi úr stað, þangað til þau sáust koma ríðandi ; þá hugsaði hún sig ekki lengi um. Hún lét krakk- ann sinn liggja kyrran við veginn, en barninu stakk hún niður í næfralaupinn og tók til fótanna með það út á skóg. Naumast var tröllskessan horfin í skóg- inum, áður bóndinn og kona hans komu fram á sjónarsviðið. Það voru prýðis myndarleg hjón,auðug og vel metin, og sátu ágóðri jörð undir skógarhæðinni. Þau hölðu verið gil't rnörg ár, en áttu að eins þett.i eina bain. Það var því engin furða, þó þau létu sér umhugað um að finna það aftur. Konan var fáeinum hestlengdum á undan manni sínum, og kom auga á barnið, sem lá við veginn. Það orgaði öllum mætti, til að fá tröllskessuna til að

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.