Breiðablik - 01.01.1910, Blaðsíða 15

Breiðablik - 01.01.1910, Blaðsíða 15
BREIÐABLIK 127 Konunni fanst hann hafa öldungis rétt fyrir sér. Ehki þurftu þau aö fara að taka að sér umskifting. þenna, og hún lét hest- inn stíga fáein spcr áfram. En hjartalag hennar var fult viðkvæmi i og ástúðar, og alt í einu var henni eigi unt að halda lengra. ,,Nei, það er þó barn, þrátt fyrir alt,”,sagði hún. ,,Eg get eigi látið það verða hér úlf- um að bráð. Þú verður að fá mér kró- ann”.—” Það dettur mér ekki í hug,” sagði maðurinn. ,,Það fer vel um hann, þar sem hann er”.—”Ef þú fær mérhann eigi nú, verð eg að fára hingað í kveld og sækja hann,” sagði konan. ,,Það sýnist ekki vera nóg, að tröllskessan hefir tekið barnið mitt” sagði hann. Hún hefir líka hverft huga konu minnar.” En um leið tók hann þó barnið upp og rétti konu sinni, því hann unni henni vel og var vanur að gera henni alt til geðs. Daginn eftir var fregnin um slysið komin um alla sóknina og roskið fólk og ráðsett flýtti sér á heimili tóndans til að leggja ráð. ,,Sá, sem fær umskiftirg í hús sitt,skal lemja hann hvern d; g digiu priki,” sagði einhver hinna gömlu. — ,,Hví skyldi maður fara svo illa með hann?” sagði konan. Víst er hann ógeðslegur, en ekkert ilt hefir hann að- hafst”.— ,,Jú, ef maður ber hann, þang- að til fer að blæða, kemur tröllskessan seinast í skyndi, hendir inn barninu, sem hún hefir tekið, en fer með sitt. Eg veit um marga, sem svo hafa farið að til að heimta börn sín aftur.”— ,,En þau börn hafa aldrei orðið langlíf,” sagði önnur gömul kona og bóndakonan hugsaði með sjálfri sér, að þá aðt'erð gæti hún eigi haft. Um kveldið, er bóndakonan var ein í stofunni með umskiftinginn, vaið hún alt í einu gripin svo sterkri þrá eftir sínu eigin barni.að hún réð sér ekki. ,,Kanske eg ætti nú að reyna það, sem verið var að ráðleggja,” hugsaði hún með sjáfri sér, en hún kom sér ekki fyrir með það. í því bili kom maður hennar inn í stof- una með prik í hendi og spurði eftir um- skiftingnum. Konan þóttist skilja, að hann ætlaði að fylgja ráðum hinna gömlu kvenna og lemja umskiftinginn, til þess þau fengi eigið barn sitt aftur. ,,Það er mátulegt hann gjöri það,” hugsaði hún. ,,Eg er svo heimsk. Eg gæti aldrei fengið af mér að slá saklaust barn”. En naumast var bóndi búinn að leggja í barnið einu sinni, er konan æddi fram og greip um arm honum. >)Ber þú hann ekki, ber þú hann ekki !” bað hún hann. ,,Þú vilt víst ekki fá barnið þitt aftur,” sagði maðurinn og reyndi að losast.— ,,JÚ víst vil eg fá þaðaftur, en ekki með þessu móti,” sagði konan. Maðurinn hóf upp hönd sína til nýs höggs, en áður þ ið féll,hafði konan kast- að sér yfir barnið svo höggið af prikinu kom í bak henni. ,,Guð hjálpi þér !” sagði maðurinn, ,,nú skilst mér, að þú ætiir að fara svo að, að barnið okkar verði í tröllahöndum all t æfi.” Hann stóð kyr og beið, en konan lá grafkyr fyrir framan hann og verndaði barnið. Þávarpmað- urinn prikinu frá sér og gekk í bræði út úr stofunni. Síðan undraðist hann, að hann skyldi eigi hafa komið fram ásetn- ingi sínum, þrátt fj rir konu sína, en það var eitthvað, sem hindraði hann, þegar hún var nærri. Hann gat ekki gert henni neitt á móti skapi. Nokkurir dagarliðu í sorg og söknuði. Það sem konunni féll verst og jók mest harma hennar var, að hún skyldi verða að sjá um umskiftinginn. Hans vegna varð hún svo mikið út að taka, að það svifti hann nærri því þrótti til að harma eigið barn sitt. ,,Eg veit sannarlega eigi, hvað eg á að gefa umskiftingnum aðeta,”sagði hún morgun einn við mann sinn. ,,Hann bragðar ekkert, sem eg gef honum”.— ,,Það ei engin furða,” sagði maðurinn. ,,Þú hefir líklega heyrt, að tröll eta ekk- ert annað en froska og mýs”.—>,En ekki

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.