Breiðablik - 01.01.1910, Blaðsíða 12

Breiðablik - 01.01.1910, Blaðsíða 12
124 BREIÐABLIK því sem sagt er, þeim oröum, sem frægeru orðin: Samt hreyfist hún. Hér er sagan uin Galilei sögð nákvæmlega eins og hún átti sér stað. Hann var aldrei pynd- aður með því að leggja píslarfæri á líkama hans. En hann var kúgaðurmeð því, að honum, sjötug- um öldung og hrumum af vanheilsu, voru sýnd píslarfærin. Því einu var neitað í Aldamótum, að líkamlegan pyndingum hefði verið beitt við hann. I Breiðablikum er sagan sögð á þann hátt, að öllum verður augljóst, að það var ekki gjört. Hér er því alls eigi um noina mótsögn að ræða, eins og hverjum manni með heilbrigða skynsemi má vera augljóst. Um orðin, sem eftir Galilei eru höfð, er sagt í Aldamótaritgerðinni,að þau hafi eigi bein söguleg rök við að styðjast. Engin söguleg skilríki eru fyrir því, að einmitt þessi orð hafi fallið af vörum Galiiei, eins og ekki er heldur við að búast. Enginn hraðritari var þar viðstaddur og enginn að líkindum, sem ant var um að bera honum nokkuð í bætifláka Ef dæma skal að eins eftir skilríkjum, er hvorki hægt að sanna,að hann hafi talað þau, né heldur hitt, að hann hafi ekki talað þau. Samt sem áður eru þessi ummæli orðin söguleg og fylgja nafni Galilei til daganna enda. Allir vita, að nákvæmlega þetta hefir hann hugs- að, hvort sem sú hugsan hefir nokkuru sinni verið töluð þessum orðuin af honum sjálfum. I Breiðablikum er ekkei t annað sagt, en að þessi orð sé eftir honum höfð: „eftir því sem sagt er.“ En í vandræðum sínum og hugsanaörbirgð setur nú Sameiningin, 1 étt-trúnaðar málgagnið mikla, sem öllum blöðum ætti að vera þeim mun vandari að ráði sínu, sem hún þykist þeim rétt- trúaðri, þetta upp hvað á móti öðru, í þeim til- gangi, að einhver lesi í hugsunarleysi, án þess að vega Orðin nákvæmlega, og láti sér finnast, að þetta sé andstæður. Sjálfum hefir ritstjóran- um ekki getað slíkt til hugar koinið, nera því að eins, að honum sé alt skilnings-ljós horfið. En heiðarleg baráttu aðferð getur þetta naum- astiheitið. Enda er það líkasvo barnalegt nart,að hlægilegt verður í augum allra, sem nokkuð hugsa út í. En tvisvar verður gamall maður barn. Broslegast verður það einmitt, þegar hugsað er út í, að þetta er nú hið eina innlegg í deilu- málin, sem um langan tíma hefir komið frá brjósti ritstjórnarinnar sjálfrar. Nær sýndist liggja, að hún sýnJi lit á að færa rök fyrir stað- hæfingum sínum og leggja fram þekkingar-heim- ildir fyrir skoðunum sínum á biblíunni og játning- arritunum, sem búið er að marghrekja, svo ekki er heil brú eftir í. Hvað er orðið eftir af erindinu stórorða um Gildi trúarjátninga ? Sýnt hefir verið fram á með söguleguin gögnum, að það er vanþekkingarvefur frá upphafi til enda, svo engin tætla er orðin eftir. Var ekki nær að malda þar eitthvað í móinn og leggja fram einhver gögn, máli sínu til stuðnings ? Því heiinurinn, sem vér lifum í, er gjörður með þeim undrum, að alt verður að þoka fyrir þekk- ingunni. En í deilunni sem hér á sér stað, hefir ritstjórn Sam. verið undur óheppin að því leyti, að hún, sem mestri þekkingu ætti að hafa safnað, hefir alls engri þekkingu í ágreiningsefnunum haft til að dreifa. Engitin maður, sem henni fyl^ir, hefir meiri þekkingarrök Við að styðjast í trúmálum fyrirneitt orð, sem hún hefir sagt. En aftur hefir hún lagt til frá eigin brjósti fyrir- dæmingartiar, nafngiftirnar og—innblásturinn. SÆLIR ERU HÓGVÆRIR. ,,Við jarðarför Hallgríms biskups komust allir ræðumenn inn á orðin úr Matt. Ö5—9,“ er oss ritað í bréfi frá Reykjavík. Það eru orðin, sem byrja með : Sælireiu hógværir. Það er fagur vitnisburður, og sannur. Eitthvert erindi á kirk- jan að reka með þjóð vorri,meðan hún á mönnum að skipa í æðstu embætti, er slíkan vitnisburð eiga. Baráttu-tímar eru nú með þjóð vorri óvenju- lega miklir. Alt er á tjá og tundri. I voru smá- vaxna þjóðlífi eru þrengslin svo mikil, að marg- falt tilfinnanlegra verður. Aldrei hefir meira þurft á sannri hógværð að halda en nú. Sárt, að ekki skuli fleiri hötðingjar í liði, sem það hrós eiga, en raun verður á. En er sársauka kennir með einhverri þjóð út af siðferðis-bresti einhver- jum, stendur sú tíð vanalega fyrir dyrum, að úr honum bætist. Vonandi kemur það líka fram í íslenzku þjóðlífi. JÓLABÓK. Lagleg bók með því nafni er oss send til um- getningar. Arni Jóhannsson, biskupsritari og Theódór sonur,hafa gefið út, fólki til dægrastytt- ingar um jólin, og er þess getið í formála, að þeir hafi í hyggju framvegis að gefa út jólabók, fjölbreyttari en þessa. Hugsa þeir sérsíðar að láta þar birtast frumsamdar sögur og kvæði, myndir og ýmsan fróðleik. Sögurnar, sem í þessu fyrsta hefti birtast,eru sérlega geðþekkar og laglega þýddar. Þær eru tvær: Jólastjarna Eddessuborgar eftir Ingiborg M. Síck, og Jólin saga eftir danskt æfintýraskáld Carl Ewald. Hugmyndin með Jólabók sérlega góð, en vel þarf að vanda til, ef góð á að vera, svo alt sé þar jólum samboðið, list bæði í lesmáli og letur- gjörð og myndaskrúði.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.