Breiðablik - 01.03.1911, Blaðsíða 6

Breiðablik - 01.03.1911, Blaðsíða 6
BREIÐABLIK 150 morð komast eigi í hálfkvisti við hryðju- verk stjórnarinnar, í glæpsemi og vitfirr- ingu.” í ritgerð þessarri segir hann meðal ann- ars: ,,Eg fæ eigi lengur boriö þetta. Eg rita þetta, til þess annaöhvort veröi þessum dýrslegu hryöjuverkum látið linna, eöa sambandi sjálfs mín viö þau veröi slitið, og eg verði lokaöur í díflissu, þar sem eg get verið alveg viss um, aö skelfingar þessar eru eigi framdar mín vegna.. Eða þaö sem enn belra væri — svo gott, aö eg þori eigi aö láta mig dreyma um svo mikla hamingju—aö þeir færi mig í sama hjúp og hettu og þessa bændurog ýti mér líka út af bekknum, svo líkamsþungi minn megi draga lykkju, hála af sápu, mátulega fast um minn gamla háls“. III. í fjallræðu mannkynsfrelsarans fann Tolstoi þá lífsspeki, er hann tileinkaöi sér Af kenningu Krists lét hann sér skiljast, að hann ætti eigi einungis aö svifta menn lífi, heldur jafnframt aö var- ast aö láta hatur ril mannanna og fyrir- litningu fá vald yfir sér. Hann ætti eigi aö eins að temia sér skírlífi, heldur líka hreint hugarfar. Hann ætti eigi aö eins aö láta vera aö fremja meinsæri, heldur aö vinna eið yfirleitt. Hann ætti eigi aö eins aö forðast illvirki, heldur líka aö verjast gegn hinu illa. Menningin fanst honum komin á glapstigu. Hernaöurinn væri grundvöllur hennar, drambiö, mun- aðurinn, eiöarnir, dómarnir, refsingarnar. Alt þetta væri rangt. Vísindin finnast honum gagnslítil, af því þau ráði ekki bót á böli mannanna. Listin fanst honum að flestu verr en gagnslaus, þar sem hún æsti oftast ástríður mannanna. Vélasmíð og uppfundingum nútímans haföi þessi spámannssál fremur ímugust á. Hann leitaði fyrst og fremst guösríkis og rétt- lætis þess. Nafnbætur, metorð, auöæfi, dómstóla, lögmenn, bööla, þjóöerni, her- vald, bardaga, menningu, ánægju og skemtanir áleit hann alt hégóma og ilt eitt. Og alt þetta dró hann af kenningu meistarans mikla, í guöspjöllunum. Hann leitast viö að gera öllum heimi skiljanlegt, aö sú trú, er Kristur, kendi, sé fyrir þetta líf og þenna heim, en eigi aö eins fyrir annað líf og annan heim. Og þetta gerir hann eigi aö eins meö oröum, heldur hinni fullkomnuslu fyrirmynd,ef til vill, er gefin hefir verið á þessarri öld. Og sú fyrirmynd hefir haft stórkostleg áhrif. Hún er að líkindum aldarinnar stæsta af- rek. Hann hefir, ef til vill, sýnt meiri viöleitni í aÖ breyta eftir Kristi, sýnt stórkostlegri sjálfsafneitan, meiri fúsleik aö taka okið á sig og bera þaö en nokkur maður á nýrri tíö. Enginn maður, gædd- ur hæfileikum jafn-glæsilegum, og honum jafn-ofarlega í mannfélaginu, hefir nú á dögum boriö jafn-mikiö hungur og þorsta eftir guðsríki í sálu sinni. Þess vegna kemur hann öllum réttsýn- um mönnum nú fyrir sjónir eins og einn hinna allramerkustu manna mannkyns- sögunnar. Stórgáfaöur, af göfugum ætt- um, auðugur, nafnfrægur, dáður af öllum heimi, og hampað á höndum. En gerir alt, er í hans valdi stóö, til að veröa al- múgamaöur, blásnauður, óþektur og smáöur. Hann hefir reynt af alefli aö lifa sama lífi og þeir, sem lakast eru settir, og fann þar lífsins eina fögnuö, að svo miklu leyti sem honum hepnaðist þaö. Öörum vildi hann eigi þrýsta og lét t. d. fjölskyldu sína ráða lifnaðarháttum, sem henni voru geðfeldastir. En einmitt þar hefir sjálfsfórnin oröiö augljósust og biliö á milli hans og fjölskyldunnar stærra og stærra, unz hanti aö lokum yfirgaf hana, til aö deyja einn. (Meira.)

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.