Breiðablik - 01.03.1911, Blaðsíða 15
BREIÐABLIK
159
ekkert. Menn vissu einung-is, að hún
var mikið breytt. Hvort hún var ánægð
eða óánægð, hvort hún lokaði sig inni,
af hatri til mannanna, eða vegna þess hún
vildi vera eins og kona á Sikiley á að vera,
— þess varð enginn vísari.
En verða eigi ávalt svipuð sögulok með
konur, signore! Þær verða aldrei búnar,
er þær reisa hallir. Konur geta aldrei
framleitt neitt varanlegt
Misþyrmið ekki dýrunum.
Orð þau, sem hér fara á eftir, las eg nýlega í
einu Ameríku-blaði. Og af því að eg ætla, að
margir, bæði hérlendis og heima, geti háft gott
af því að lesa þau, þá eru þau sett hér:
,,Sá maður, sem er vondur við dýrin, væri vís
til þess að fara illa með menn, ef hann þyrði.
Því þeir, sem misþyrma skepnum, eru illmenni.
Pegar börn umgangast skepnur, þá reynir oft
fyrst á það, hvernig þau koma fram við lítil-
magnann. Þau sýna þá fyrst, hvernig þau beita
valdi sínu gagnvart vesalings dýrunum, sem
undir þessi mannanna börn eru gefin. Ef börnin
misbrúka þetta vald sitt, þá eiga þeir, sem full-
orðnir eru, að nota vit sitt og réttlæti til þess að
hafa áhrif á þau til góðs, í þessum efnum. Syst-
kin barnanna, sem yngri eru og minni máttar,
geta kært eldri systkinin fyrir hvern þann órétt,
sem þau sýna þeim. En dýrin eru mállaus. Þau
geta ekki kvartað undan illu meðferðinni. Þau
geta ekki sagt frá ofbeldinu og misþyrmingun-
um, sem pau verða fyrir.
Hundurinn og kötturinn geta ekki annað en
rekið upp sársauka-hljóð, þegar einhver hugsun-
arlaus mann-níðingur kastar steini í þá, eða er
að sýna karlmensku sína með því að berja þá
með svipu. Og þó að þessar skepnur gefi sárs-
auka-hljóð frá sér, þá er ekki víst, að nokkur
maður skilji það eða heyri.
En lainbið, kýrin, eða hesturinn geta ekki einu
sintii gefið neitt slíkt angistar-kvein frá sér.
Húsdýr vor, sem vér mennirnir getum ekki án
verið, verða þegjandi að þola alt, bæði misþyrm-
inga-meðterð, yfirleitt og hungur. Þegjandi
verður mörg kindin að þola grimdarlegt grjót-
kast. Þegjandi verður kýrin að taka við spark-
inu, ef hún er ekki nógu fljót til að færa sig, þeg-
ar á að fara að mjólka hana. Og hesturinn verð-
ur þegjandi að þola kvalafull svipuhöggin. Þög-
,lul og varnarlaus má hann stundum bera hvert
það ok hugsunarleysis og grimdar, sem tilfinn-
ingarlausir menn leggja á hann. Hann getur
aldrei kvartað, hvað sem amar að. Vér menn-
irnir vinnum sex daga og hvílumst á hinum sjö-
unda. En margir hestar fá aldrei að njóta nægi-
legrar hvíldar. Ef sumir hestarnir, sem eru halt-
ir eða meiddir, gætu sagt frá öllum þjáningum
sínum, hvílík píslar-saga mundi það ekki verða!
Ekki ólíklegt að hún gæti jafnvel hrært stein-
hjarta.
,,Verið miskunnsamir, svo að þér megið misk-
unn finna!”
Þeir, sem fullorðnir eru, ættu að reyna að koma
því inn hjá börnunum að fara mannúðlega með
allar skepnur. Þær hafa oft miklu næmari til-
finningar, en sumir menn virðast ætla.
L. Th.
Sagnir um Björn Gunnlaugsson.
Björn Gunnlaugsson, „spekingurinn með
barnshjartað“, sem flestir Isleilingar tnunu hafa
heyrt nefndan, var fæddur eins og kunnugt er, á
Tannstöðum við Hrútafjörð (1788).
Hann þótti í mörgu einkennilegur og jafnvel
einfaldur í því smáa, enda þótt hinn djúpsæi andi
hans skygndist langt inn í leyndardóma æðstu
vísinda og liti með skarpri sjón á háleitustu við-
fangs-efni tilverunnar. Þar fór hann svo langt
fyrir ofan alfararleið.
Og af því að hann fór ekki alfarar-leið, þá hafa
myndast ýmsar sagnir um hann, bæði sannar og
ýktar, eins og all-títt verður um yfirburðamenn.
Eg hefi heyrt nokkrar af þessum sögum um
Björn heit. Gunnlaugsson. Og set eg hér þessar:
Einu sinni, er hann var dretigur, um fermingu,
var hann sendur að heiman vestur yfir Hrúta-
fjörð. Fjörðurinn var lagður. Atti Björn að fara
yfir að Prestsbakka og sækja þangað skeifur.
Segir ekki af ferðum hans, fyr en hann kemur
að Prestsbakka. Þá sér þar vinnukona, sem út
kom, að Björn er að ganga þar fram og aftur úti
á hlaðinu. Virtist hann vera í þungum hugsun-
um, leit hvorki til hægri né vinstri, en hortði sí-
felt niður fyrir sig. Og ekkert tók hann eftir
stúlkunni. Hún hafði heyrt drenginn nefndan
og frétt eitthvað um það, að hann þætti töluvert
undarlegur.
Gengur hún þá til hans, ávarpar hann og spyr,
hvað hann sé að erinda.
Björn hrökk þá við. En síðan fer hann að
fræða vinnukonuna á því, hvað Hrútarjörður
væri breiður. Hafði hann verið að mæla breidd
hans, í skrefum á leiðinni yfir um.
En erindinu var hann alveg búinn að gleyma.