Breiðablik - 01.03.1911, Blaðsíða 14

Breiðablik - 01.03.1911, Blaðsíða 14
BREIÐABL IK 158 enska signorinan. Og maðurinn með krabbameinið í andlitinu hló, svo klútur- inn datt af. Og svo fór asnrekinn að klappa saman höndunum. Svo tóku allir til. Það var vitfirring, en þeir gættu þess ekki. Á landi forn- Grikkja þolist eigi siðlaust fólk, er syngur hjáróma. Donna Pepa og Donna Tura hlógu meira en þær höfðu hlegið alla æfi. ,,Ekki einn einasti hreinn tónn! Heilög guðsmóðir, heilagur Pasquale, ekki ein- asti hreinn tónn!” Fólkið var vel satt eitt skifti á æfi sinni. Það var eigi óeðlilegt, að það væri eins og ofurölva og utan við sig. Hví skyldi það eigi hlæja? Það hafði þó eigi látið get'a sér mat, til þess að rífa mætti sund- ur eyra þess með þjöl og sög? Var eigi leyfilegt að verjast með hlátrinum, var eigi leyfilegt að herma eftir, blása og góla? Var eigi leyfilegt að veltast um, hálftryldur af hlátri? Þeir voru þó eigi þrælar þessarrar ensku signorinu. Þetta kom henni óvörum. Það kom henni alt of óvörum til þess, að hún gæti botnað í því. Var verið að blása hana niður? Eitthvað lilaut að hafa komið fyrir, eitthvað, sem hún gat eigi séð. Hún söng vísuna alla. Hún var sannfærð um, að þessi hlátur var eitthvað, sem eigi snerti hana. Eins konar hólöldur skullu yfir hana, er hún var búin. En þær voru þeirrar tegundár, að loks skildi hún alt. Blys og tunglsljós gjörðu nóttina bjarta, svo hún gat séð mannhópana engjast sundur og saman af hlátri. Nú er hún var hætt að syngja, hej'rði hún smánina og dárið. Henni var ætlað það. Þá flýði hún á bak við leiksviðið, og þar fanst henniöll Etna hristast af hlátri og hafið leiftra háð- brosum. En það varð ennþá verra. Þeir höfðu skemt sér fátæklingarnir, betur en nokk- uru sinni áður, og þeir vildu fá að heyra til hennar aftur. Þeir kölluðu hana fram og hrópuðu: ,,Afbragð! Tvisvar! Upp aftur!” Þeir máttu eigi missa af atinarri eins ánægju. Hún, — já, hún var nærri meðvitundarlaus. Það var eins og storm- ur kringum hana. Þeir æptu og orguðu, til að fá hana til að koma fram aftur. Hún sá þá fórna höndum og ógna henni að koma fram. Á svipstundu var alt brevtt í fornt fimleika-sýningahús. Hún átti að fara inn á leiksviðið og láta varpa sér fyrir villidýr. Það hélt áfram, áfram, varð æ ofsa- fengnara. Þeir aðrir, er fram höflSu kom ið, urðu skelkaðir og báðu hana að koma fram á sviðið. Og sjálf varð hún skelk- uð. Henni fanst, sem myndi þeir bana henni, ef hún eigi léti undan. Hún drógst inn á leiksviðið og stóð fyrir framan fólkið, augliti til auglitis. Þar var engin miskunn. Hún söng, af því allir vildu skemta sér. Það var lak- ast. Hún söng af því hún var hrædd og þorði eigi annað. Hún var einmana gest- ur, og hafði engan sér til verndar, og hún var hrædd. Og þeir hlógu og hlógu. Það heyrðist eigi annað en óp og sköll og gól og blástur, meðan hún söng lagið. Enginn keridi í brjósti um hana. Það var ef til vill fyrsta sinni á æfi hennar.að hún fann þörf til að einhver kendi í brjósti um hana. Nú, daginn eftir, fullréð hún að fara. Hún gat eigi lengur fengið sig til að vera í Diamante. En er hún sagði Favara lögmanni frá þessu, særði hann hana sjálfs sín vegna til að verða kyr, og hóf bónorð til hennar. Já, hann liafði hitt á rétta stund. Hún gafhonum jáyrði sitt og giftist honum. En frá þeim tíma hætti hún við hallar- gerðina, hætti að berjast gegn fátæktinni, kærði sig eigi lengur um að vera drotn- ingin í Diamante. Það sem méira var, hún sýndi sig aldrei framar úti á stræti, hún lifði innan dyra eins og konur á Sikiley. Hús hennar var hulið á bak við báan skíðgarð og um hana sjálfa fréttu menn

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.