Breiðablik - 01.03.1911, Blaðsíða 12

Breiðablik - 01.03.1911, Blaðsíða 12
156 BREIÐABLIK yfirg'efna haföi hnn breytt í búrogeldhús. Alt aökomufólk í Diamante haföi hún til að ganga um beina, búið hvítum svunt- um. Hún hafði alt það Diamante-fólk, sem vant var að seðja sult sinn, fyrir á- horfendur, á gangi fram og aftur. Já, áhorfendur, hvílíka áhorfendur hún hafði! Hún hafði Etna-fjallið mikla og björtu sólina. Hún hafði eldlandsins rauðu fjöli ogf gamla Vúlkans-musterið, sem nú er helgað San Pasquale. Og engiun þessarra hafði nokkuru sinni litið ósoltið Diamante. Ekkert þeirra hafði áður gert sér í hugarlund, hve miklum fegurðarljóma það myndi varpa yfir þau sjálf, ef þau gæti horft á alt þetta, án þess hungrið orgaði þeim í eyrum og nagaði þau í hælana. En gætið nú að einu. Hve mikil og sem hún var, þessi signora, þá var hún samt ekki fögur. Þrátt fyrir máttinn mikla, sem hún átti, var hún þó eigi ást- úðleg né hrífandi. Hún náði eigi valdi j'fir fólki með gamanyrðum og Iaunaði ekki broshýru viðmóti. Hún hafði lura- legan líkama og þunglamalegan og hún hafði þunga lund og drumbslega. Þenna dag, er hún gaf fátækum fæðu, varð hún eins og öll önnur. Það er herra- borinn lýður, sem heima á á eynni okkar göfugu. í öllum þessum fátæklingahópi var enginn, er Iét hana verða þess vara, að hún væri að gera góðverk. Þeir veittu henni lotningu, en lutu henni sem konu. Þeir settust að borðum eins og með jafn- ingja sínum. Þeir komu til móts við hana eins og gestir koma til móts við húsfreyju. í dag sýni eg þér þann sóma að koma til þín, á morgun gerir þú mér þann heiður að sækja mig heim. Svona og öðru vísi ekki. Hún stóð uppi á háu ráðhúströppunni og leit yfir öll borðin. Og er glas stól- smiðsitis ganila hafði verið fylt, þar sem hann sat efst við borðið, reis hann á fæt- ur, hneigði sig fyrir henni og sagði: ,,Eg drekk velfarnaðarskál yðar, signorina!” Það gerðtt allir. Þeir lögðu hönd á hjarta og hneigðu henni. Það hefði ef til vill gert henni gott, að komið hefði verið til móts við hana með svo herrabornum hætti fyrr á æfinni. Hví höfðu karlmenn- irnir á ættjörð hennar látið henni gleym- ast, að konan er sköpuð til að veita henni lotningu? Hér litu allir út eins og brynni þeir af kyrlátri lotningu. Á þann hátt komum við til nióts við konur á vorri göfugu eyju. Hvílíkt endurgjald henni var gefið fyrir vistir og vín, sem hún veitti! Þeir gáfu æsku og létta lund og allan þann virðug- leik, sem því fylgir, að verða fyrir aðdá- an. Þeir fluttu henni ræður. ,,Göfuga signorina, þér, sem komin eruð til vor yfir hafið, þér, sem elskið Sikiley,” og svo framvegis, og svo framvegis. Hún sýndi, að hún gat roðnað. Hún leyndi því eigi lengur, að hún átti til bros. Er ræðuhöld þeirra voru á enda, kom í ljós titringur um tnunn hinnar ensku signorinu. Hún varð tuttugu árum yngri. Það var ein- mitt þetta, sem hún þurfti. Þarna var asnrekinn, sem vanur er að vera leiðsagi ensku hefðarfrúnna, til Tre Castagni •— hann verður ávalt ástfanginn í þeim, áður en hann skilst við þær. Nú opnuðust loks augu hans fyrir ágæti þess- arrar mannúðar-konu. Eigi fanst honum að eins líkami hennar íturvaxinn og kinn- arnar rósrauðu tilbeiðsluverðar, heldur líka styrkleikinn og mátturinn. Asnrek- inn lagði snögglega frá sér knífinn og forkinn og sat og blíndi á hana. Og all- ir hinir asnrekarnir gerðu eins. Það greip uni sig eins og sóttnæmi. Það varð heitt í kring um þessaensku signorinuaf brenn- andi augnaskotum. Það voru eigi fátæklingar einir, er veittu henni lotningu. Favara kom og hvísl- aði henni í eyra, að hún væri orðin for- sjón þessa vesala lands, eigi síður en sjálfs hans. ,,Hefði eg að eins fyr kynst konu eins og yður! ’ sagði hann. Hugsið yður gamlan fugl, er setið hefir

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.