Breiðablik - 01.03.1911, Blaðsíða 13

Breiðablik - 01.03.1911, Blaðsíða 13
BREIÐABLIK 157 l.úri til margra ára og er orðinn úfinn og hefir glatað gljáanum af fjaðurham sínum. Og svokemur einhverog strýkur fjaörirnar, og lætur gljáann aftur koma. Hugsiö yður þetta, signore! Og svo ólukku þorparinn frá Neapel. Er hann sat nú þarna í beztu makindum, dró hann mandólinið uppog tók að syngja. Þér vitið, hvernig hann syngur annars, hvernig hann er vanur að skæla stóra munninn sinn, til að f egja ljót orð. Hann er vanur að vera eins og afskræmd gríma. En þér hafið líklega tekið eftir því, að hann hefir engil í augum sér. Engil, er virðist gráta yfir falli sínu og er fuliur eins konar sælu-svíma. Og þetta kveld var hann engill að öllu leyti. Hann varp höfðinu á bak aftur eins og innblásinn maður, og líkaminn liðamótalausi fekk fjaðurmagn og rétti úr sér með tígulegri lífsþrá. Roði kom í bleikar kinnar hans. Og hann söng, svo tónarnir sáust fiögra af vörum hans eins og maurildi og fylla loftið ópi og ærslum. Er nóttin kom, flyktust allir inn í gríska leikhúsið. Það var kóróna hátíðarinnar. Hvílíkan unað hún hafði þar á boðstólum! Hún hafði söngkonuna rússnesku og ljóðleikalistamannin þýzka. Hún hafði hnefleikamenniiia ensku, og trúðurinn ameríska. En hvað var þetta á við alt annað, á við silfurtært tungsljósið og á við staðinn og endurminningarnar! Það var engu líkara, en þeir skoðuðusigGrikki og menningarfrömuði, er þeir breiddu úr sér á klettasætunum í leikhúsinu þeirra gamla, og mændu inn á hið fegursta al- sýni milli leiksviðsins tveggja, hrörlegu súlna. Fátækir voru þeir, en ekki ágjarnir; þeir býttu út aftur allri þeirri ánægju, er þeir fengu. Þeir voru eigi sparir á fagn- aðarlátum og létu eigi þreytast að klappa lof í lófa. Þeir, sem fram komu, fóru út aftur með mikla auðlegð af viðurkenn- ingu. Einhver fór fram á, að enska signorin- an kæmi fram. Öll fagnaðarlætin væri hennar vegna. Sjálf ætti hún að standa augliti til auglitis frammi fyrir þeim og njóta. Og þeir töluðu um, hve töfrandi það yrði, hvílíka hrifning og eldmóð það mvndi hafa í för með sér. Bendingin féll henni vel í geð. Hún lét þegar tilleiðast. Hún hafði sungið í æsku, og því er svo farið með enskar konur, að þær eru aldrei ragar við að syngja. Við annað tækifæri myndi hún eigi hafa gert það. En nú var hún fjör- ug og glöð, og nú ætlaði hún að syngja fyrir þenna mannhóp, sem elskaði hana. Hún var síðust á skemtiskránni. Hugs- ið yðurnú, hve stórmerkur viðburður það var að koma fram í svo gömlu leikhúsi. Hér var Antigone kviksett. Hér var Ifigeniu fórnað. Og hér kom enska sign- orinan fram, til að láta veita sér alls kon- ar lotningu. Um leið og hún sýndi sig, beljuðu fagn- aðarópin um hana. Það var tráðkað í jörðu, eins og ætti að traðka hana sund- ur henni til heiðurs. Það var líka dýrleg stumd. Þarna stóð hún með Etnu að baki sér og Mið- jarðarhafið eins og skrauttjald til hliðar Fvrir framan hana breiddi fátæktin, sem nú var buguð, úr sér á grasigrónum bekkjum, og henni fanst, að alt Diamante lægi nú henni fyrir fótum. Hún kaus sér Bellini, okkar eigiun Bellini. Hún vildi líka vera ástúðleg og þess vegna söng hún Bellini, sem fædd- ur er hér undir Etna, — Bellini, sem þeir kunnu utan að, tón fyrir tón. Vitaskuld, ó signore, vitaskuld kunni hún ekki að syngja. Hún hafði að eins gengið frarn á sviðið til að taka við lófa- klappinu. Hún hafði komið þangað, að eins til þess, að kærleikur fólksins lengi afrás. En röddin var veik og fölsk. Og áheyrendur þektu hverja einustu nótu. Já, þessi mandólindeikari frá Neapel— hann var sá fyrsti, er skældi sig í fram- an og tók undir, eins fölskum rómi og

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.