Breiðablik - 01.03.1911, Blaðsíða 5
BREIÐABLIK
149
g'arðyrkjuáhöld sín og skógeröar-tól. Til
hvorstveggja varði hann miklum tíma.
Þjónar voru fáir kring um búgarö hans.
Gestkvæmt var þar all-mjög og margur
ferðalangur rak sig á, aö gamli maðurinn
gráhærði, er hann hafði afhent hestinn
sinn, hafði enginn annar verið en hús-
bóndinn. Líkamlegt erfiði áleit hann boð-
ið í ritningunni. Dálítilli stund að minsta
kostí varði hann á hverjum degi til að
vrkja akur sinn eða nágrannanna, í sam-
vinnu við þá, sem hann efldi á allar lund-
ir, eða hann var að bjástra að gyrðingum,
gera að vegum og fella tré.
Margur gestur revndi að komast eftir,
hvernig þetta gengi og spurði frú Tolstoi.
,,Það er ef til vill ekkert að því fyrir hann
að vera bóndi”, svaraði hún þá. ,,En
fyrir hvern heilan dag, sem hann plægir,
liggur hann heila viku í rúmi. Hann væri
dáinn fyrir löngu, ef eg hefði ekki reynt
að koma í veg fyrir, að hann misbyði
heilsu sinni.” — Sagt er frá amerískum
ferðamanni, er lét bónda aka sér að sum-
arlagi til Jasnaya Poliana. Hann spurði
bóndann um skáldið og bóndi sagði alt,
sem hann vissi með mikilli lotningu og
fjálgleik. Þegar hann var búinn og kunni
eigi frá fleira að segja, varp hann öndu
og stildraði fram: ,,Já, það er víst um
það, hann veit, hvað er í hjörtum okkar
allra. ”
Síðustu ár hafa verið hörmungar ár í
stjórnarfarssögu RússlandS. Eigi hefir á
öðru gengið en fjárnámi, skattakröfum,
útlegðardómum og alls konar ofsóknum
og ofbeldi. Hvað eftir annað sagði Tolstoi
stjórninni til synda og er hann þá engum
líkari en spámönnum gamla testamentis-
ins, því hann lagði ekki fingur milli, en
gerði það með öllum þeim ástríðu-ákafa
og geðríki, er hann átti til. Hann var
eini maðurinn á Rússlandi, sem þorði til
fulls að segja meiningu sína. Enda hefði
engum haldist uppi nema honum, vegna
frægðar hans. Hann var ljósið mikla,
sem lýsti upp svartnættið rússneska í
augum heimsins. Það vissi keisarinn og
ráðgjafar hans.
í júlímánuði 1909 reit hann greinarkorn
eitt í blaðið Times á Englandi, þriggja
dálka langt, sem hann nefnir: Stjórn morð-
varganna. Hann lýsir þar fyrst með mik-
illi nákvæmni, hvernig menti sé teknir af
lífi hrönnum saman á Rússlandi og segir
svo: ,,Alt þetta er vandlega fyrirhugað
og framkvæmt af lærðum og upplýstum
höfðingjum landsins. Þeir haga því svo,
að þetta sé gert í dögun, heimullega, á sem
fæstra vitund, skifta svo ábyrgðinni fyrir
þetta ranglæti með þeim, sem valdir eru
að, svo hver þeirra geti smeygt ábyrgð af
sér. En eigi þetta að eins, heldur pynd-
ingar og ofbeldisverk, sem framin eru í
fangelsum, vígjum og glæpamanna stofr,-
unum, eigi vegna þess menn sé til þess
knúðir af augnabliks ástríðum og æsingi,
er stingi svefnþorn allri skynsemi, eins
og fyrir kemur í áflogum og hertvaði, held-
ur einmitt reknir til þess af skynsemi á-
stæðum og alls konar útreikningi, til að
svæfa tilfinningar. Þetta er svo skelfi-
legt vegna mannvonzkunnar, sem það
elur í öllum stéttum rússneskrar þjóðar.”
Kjarkurinn var óbilandi að segja það, sem
honum fanst. Margt verður á annan veg
á Rússlandi, er margir hafa eignast kjark-
inn hans.
Tolstoi vex mest í augum hamslaus á
girndarofsi á Rússlandi, sem stöðugt
komi til leiðar aftöku dæmdra fanga, til
þess með því móti að sösla undir sig eign-
ir þeirra. ,,Hræðileg eru þau morðverk
sjálf,” segir hann, ,,en enn þá skelfilegri
er siðferðisspillingin, sem berst eins og
pestkveikja út í þjóðlífið ’.
Stjórnin heldur því fram, að ekkert
annað sé unt til bragðs að taka, til að
halda uppreistarmönnum í skefjum. Tol-
stoi skoðar hryðjuverk þeirra vitfirring
eina og óvit á efsta stigi, en sýnir fram á,
að stjórnin sjálf geri sig seka í sömu
hryðjuverkum í sama rándýrs-tilgangi.
„Allar sprengingar uppreistarmanna og