Breiðablik - 01.03.1911, Blaðsíða 7

Breiðablik - 01.03.1911, Blaðsíða 7
BREIÐABLIK FÓLKSTAL DAVÍÐS KONUNGS. Flestum er minnisstæð frásagfan um fólkstalib í ísrael á dögum Davíðs kon- ungs, sem sagt er frá í annarri Samúels- elsbók (24'-2s). Þar er sagt, að reiði Jahve hafi enn upptendrast gegn ísrael, án þess bent sé á nokkura ástæðu. Til þess að hegna lýðnum, egndi hann Davíð konung til að telja ísrael og Júda. Sam- kvætnt þessarri þrýstingu frá Jahve, læt ur hann framkvæma fólkstalið, þó hers- höfðingjar hans sé því andstæðir. Fólkið var 800,000 talsins í ísrael, en 500,000 í Júda. Fyrri Kronikubók og sjötíumanna- þýðingin gríska lætur tölur þessar vera enn hærri og ólíklegri. Að fólkstalinu loknu, sló samvizkan Davíð fyrir þetta, sem hann þó hafði gert samkvæmt skipan guðs. Honum fanst hann hafa framið stór-synd. Enda sendi guð spámanninn Gað til Divíðs og setti honum þrjá kosti, ef har.n vildi afplána synd sína, og mátti hann kjósa um og taka þann, er honum þætti bærilegastur: Að þriggja ára hungur kæmi yfir landið, að konungurinn vrði að fara áflótta í þrjá mánuði fyriróvinum sínum, eða að þriggja daga drepsótt geisaði í landinu. Þetta voru kostirnir, sem Davíð átti um að velja. Hann kaus drepsóttina. Hún stóð skemst yfir. Mesti annatími ársins stóð yfir, hveitiuppskeran. Og það dó ekki færra en sjötíu þúsundir manns, leit helzt út fyrir, að alt fólkið ætlaði að hrynja niður. En er morðengillinn ætlaði að ráðast á Jerúsalem, varð guði hughvarf, eftir frásögninni. Hann igraðist og bann- aði englinum að halda morðinu lengur áfram. Hann var þá staddur hjá þreski- velli Arovna Jebúsíta. Þenna þreskvöll keypti Davíð að eiganda fyrir 50 sikla silf- urs. Telst mönnum svo til, að það jafn- gddi 125 krónum eða svo sem 40 dölum í vorum peningum, þó meiri nauðsynjar 151 hafi sjálsagt verið hægt að fá fyrir þessa upphæð þá, en nú væri. Lengi hefir saga þessi verið ásteyting- arsteinn og biblíuskýrendur ráðalausir með hana. Fyrst á guð að þrýsta Davíð til að telja fólkið og hann hlýðir. Svo verður guð honum stór-reiður fyrir að hafa hlýtt og lætur hann skilja, að hér sé um brot svo stórt að ræða, að stórkostleg og hrydlileg hegning liggi við. Eigi kemur sú hegningsamt niður á konunginum sjálf- um, heldur á lýðnum, algerega saklaus- um. Sjötíu þúsund saklausra manna eru látnir strádeyja, af því konungurinn hafði látið undan áeggjan drottins. Og engum manni hefir tekist að gera grein fyrir, hví þetta fólkstal var svo glæpsamleg stjórn- arathöfn. Vandræðin verða ekkert minni, er frá- sögn þessi er borin saman við frásögn um sama atburð í Kronikubókum. Þar er sagt, að Satan hafi komið Davíð konungi til að telja, en eigi guð. Tölurnar eru þar alt aðrar: í ísrael voru ein miljón Og hundrað þúsundir vopnaðra manna, í stað 800,000 (lKr21s), eftir þeirri frásögn. Hafi nú guð sjálfur stílað frá- sögn beggja höfunda, hví lætur hann þeim segjast svo ólíkt frá, þar sem um svo stórvægilegt atriði í stjórn hans á högum lýðsins er að ræða? Engum lifandi manni, er heldur því fram, að guð hafi sjálfur sagt frá atburði þessum, tekst nokkurn tíma með nokkurri skýringu að ryðja þessum ógurlega áseytingarsteini úr leið trúaðs manns. Sagan verður fyrst skiljanleg með því að gera sér fullkomna grein fyrir, að hér eru mannlegir rithöfundar að skýra fyrir sér og öðrum viðburði sögunnar og þess- ir menn eru háðir barnalegum hugsunar- hætti þeirrar tíðar, er þeir voru uppi á. Eða vér getum sagt, að hér sé þjóðarand- inn starfandi. Hann er hér í þjóðsögn- um og munnmælum, er hnoðast hafa ut- an um sannsögulega viðburði, að leitast við að skýra þessa atburði fyrir sér.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.