Breiðablik - 01.02.1912, Blaðsíða 11
BREIÐABLIK
139
HRINGUR FISKIMANNSINS.
Eftir SELMU LAGERLÖF.
(Framhald)
Cecco hló, er hann sá fiskimennina,
hálfbog'na yfir árum, vinna eins og
væri þeir aS flýja rauðan dauðann. Sáu
þeir ekki, að þetta var að eins dálítið
vindkast? Þeir hefði mátt hinkra rólegir
við og láta Feneyja-konurnar kaupa allan
smokkfiskinn þeirra og krabbann.
Ekki skyldi hann draga bát sinn í naust,
þó stormurinn væri nú orðinn svo ákafur
að hver vanalegur maður myndi hafa tek-
ið hann til greina. Öldurnar lyftu þvotta-
brúnum upp og urpu á land upp, en
þvottakonurnarflýðuæpandiheim. Herra-
menn, er gengu fram og aftur mtð barða-
stóra hatta, urðu af með þá ofan í síkin,
og það var götustrákunum mikið fagnað-
arstarf að veiða þá upp aftur. Seglum
var svift frá möstrum,er sigldu svo loftið,
smá lækkandi, börnum blés um koll og
þvotturinn sem hékk á stögum í þröngu
hverfunum, • flaug í loft upp og féll til
jarðar langar leiðir brottu, allur rifinn og
táinn.
Cecco hló að storminum, sem etin lék
sér með alls konar léttings vöru. Storm-
ur, sem hræddi fugla og gerði strákapör
í grendinni! Nú vildi hann þó draga bát-
inn inn undir brúarboga, því þetta var þó
gola, sem ekki var að vita, upp á hvaða
ósóma kynni að taka.
Undir kveld fór Cecco að finnast að
gaman hefði verið að vera úti á hafi.
Prýðilega myndi hafa gertgið þar úti und-
an slíkum blæstri. En á landi var ömur-
legra. Hér brakaði í reykháfum, þök
tók í loft upp af naustum, risu uppáenda
og skelti svo niður. Þaksteinum rigndi
niður í síkin. Vindurinn skelti aftur hurð
um og gluggahlerum,æddi inn undir opn-
ar hallarsvalir og braut þar niður útskorna
skrautið.
Cecco var enn hinn öruggasti, samt fór
hann ekki heim að hátta. Hann gat eigi
farið heim með bátinn og þá var betra að
hinkra við og gæta hans. En er einhver
gekk fram hjá honum og sagði, að þetta
væri voða-veður, vildi hann ekki kannast
við það. Hann hafði verið úti í meira ó-
veðri í æsku.
,,Stormur“, sagði hann við sjálfan sig,
,,var hægt að kalla þetta storm? Og
menn skyldi nú halda, að hann hafi blás-
ið upp, er eg varp heiðurspeningnum í
San Marco. Eins og hann ætti yfir al-
mennilegum stormi að ráða!“
En er nótt kom.gjörðu stormur og haf
atlögu, svo að Feneyjar skulfu á grunni
sínum. Gradenigo hertogi og herrarnir
í ráðinu háa fóru í náttmyrkrinu inn í
San Marco til að biðja fyrir borginni.
Blysberar gengu á undan þeim og lögðu
blysin svo í storminum, að þau lágu flöt
eins og smáfánar. Stormurinn svifti svo
í hina þungu gullskrúðkápu hertogans,
að tveir menn urðu að halda henni niður.
Cecco fanst þetta hið furðulegasta, er
hann hefði séð. Gradenigo hertogigekk
sjálfur til kirkju fyrir þessa Ólundar golu!
Hver myndi úrræðin hafa orðið, ef komið
hefði stormur í lagi?
Öldurnar skullu viðstöðulaust upp að
stauragirðing strandarinnar. Nú í nátt-
myrkrinu var það líkast því, að skrímsli
með hvítum hausum hoppuðu upp úr
djúpinu og læstu sig með klóm og tönn-
um í stólpana til að reyna að rífa þá upp
frá ströndinni. Cecco tanst hann heyra
óarga blásturinn, er þau skullu niður
aftur. En það fór að fara skjálfti um
hann, er hann sá þau viðstöðulaust koma
upp aftur og rífa í stauragii ðinguna.