Breiðablik - 01.02.1912, Side 14
I42
BREIÐABLIK
vildi hann gera til að þóknast honum og
honum hepnaðist líka aS draga fram bát-
inn. Hann hjálpaði hinum ókunna að
stíga upp í og greip árar.
Cecco hló að sjálfum sér. ,,Hvað ertu
að hugsa? Legðu að minsta kosti eigi
út!“ sagði hann. ,, Hefir þú nokkuru sinni
séð annan eins öldugang? En seg hon-
um þá, að það sé ekki á nokkurs manns
valdi!“
En honum fanst hann ekki geta sagt
hinum ókunna manni, að það væri ófært.
Hann sat hægur í bátnum, eins og væri
hann að fara út til Lido eitthvert sumar-
kveld. Og Cecco tók að toga árar út til
San Giorgio Maggiore.
Það var óálitlegt;hvað eftir annað skol-
aði öldunum yfir þá. ,,Æ, hrópið í karl-
inn“, sagði Cecco hálfhátt við sjálfan sig,
„hrópið í karlinn, sem leggur út í annað
eins veður! Það er annars gætinn gam-
all fiskimaður, kallið í hann!“
Nú reis báturinn upp á feikna hæðir og
ók svo niður djúpa dali. Brimið af öld-
unum löðraði um Cecco; þær skunduðu
fram hjá honum eins og fælnir hestar, en
honum smáþokaði þó nær San Giorgio.
,,Fyrir hvern gerir þú alt þetta, leggur
bát og líf í sölur?“ sagði hann. ,,Þú
veizt þó ekki einu sinni, hvort hann muni
borga þér. Hann lítur eigi út eins og
herramaður. Hann er eigi betur búinn
en þú sjálfur“.
En þetta sagði hann einungistil að láta
ekki kjarkinn bila og þurfa ekki að blygð-
ast fyrir meinleysi sitt. Honum fanst
hann til neyddur alt að gera,sem mannin-
um í bátnum þóknaðist.
,,En ekki fer þú til San Giorgio með
neinu móti, asninn þinn!“ sagði hann.
,,Þar er vindstaðan enn verri en við
Rialco“.
í öllu falli lagði 'nann bátnum við hér
og hélt í bátinn meðan ókunni maðurinn
gekk áland.
Honum fanst, að hyggilegast væri nú
að yflrgefa bátinn og laumast á brott, en
hann gerði það ekki. Fyrr hefði hann
gengið í dauðann.en svíkja ókunna mann-
inn.
Hann sá hann ganga upp áeynaoginn
í San Giorgio kirkjuna. Skömmu síðar
kom hann aftur með brynjuklæddum
riddara.
,,Ró þú með okkur yfir til San Nicolo
in Lido!“ sagði ókunni maðurinn.
,,Þó það væri nú“, hugsaði Cecco,
,,því ekki til Lido?“ Úr því það var
lífsh iski að fara til San Giorgio, hví skyldi
þeir víla fyrir sér þenna spöl út til Lido?
Og Cecco varð hræddur við sjálfan sig,
af því hann hlýddi hinum ókunna manni
að leggja út í opinn dauðann, því hann
stýrði beina leið til Lido.
Nú er þeir voru tveir í bátnum,var erf-
iðið enn meira. Hann vissi eigi hvernig
hann myndi geta enzt. ,,Þú áttir þó enn
mörg ár eftir ólifuð“, sagði hann og tók
að ákæra sjálfan sig.
En undarlegast var, að hann alls eigi
var hryggur. Hann fann eigi til sorgar
vegna sona sinna eða nokkurs annars.
Og svo fyltist hann metnaði af að geta
komist áfram. ,,Gamli Cecco kann að
taka í ár“, sagði hann við sjálfan sig.
Þeir lögðu að við Lido og báðir ókunnu
mennirnir gengu á land. Þeir gengu upp
til San Nicolo in Lido og komu brátt
aftur með gamlan biskup, klæddan í
hen.pu og hökul, með bagal í hendi og
mítur á höfði.
,,Ró þú nú beint til hafs!“ sagði fyrsti
ókunni maðurinn.
Gamli Cecco fór að skjálfa. Átti hann
að róa út á hafið, þar sem synir hans
höfðu farist? Nú sagði hann eigi framar
neitt spaugsyrði við sjálfan sig. Hann
hugsaði eigi heldur eins mikið um storm-
inn og þá skelfingu að eiga að halda út á
gröf sonanna.
Þegar hann nú var að róa þangað,fann
hann að hann var að gefa meira en lífið
út fyrir ókunna manninn.
Þeir sátu allir þrír þögulir í bátnum,