Breiðablik - 01.11.1913, Qupperneq 10

Breiðablik - 01.11.1913, Qupperneq 10
9o BREIÐABLIK hugsanastrauminum, og sé álíka vel vak- andi og aSrar, þar sem um velferðarmál mannkynsins er að ræSa. 1. Mörgum er minnisstæS skáldsagan enska: R o b e r t Elsmere,1 2) sem út kom á Englandi fyrir 25 árum, og' vakti svo mikla eftirtekt. Hún var eftir eina hina gáfuSustu konu, sem uppi er, Mrs. H u m p h r e y W a r d. Gladstone gamla fanst svo mikiS til um bókina, að hann reit um hana langan og afar-vandaSan ritdóm íNineteenth Centur y2). Bókin var um trúarbrögðin. Hún var eins konar forboSi og undanfari þeirrar hreyfingar á því svæSi, er síSan hefir átt sér stað, og svo miklum tíSindum hefir þótt sæta. Bókin varð þegar stærsta umtalsefniS í hinum mentaSa heimi. Á fimm mánuðum var hún sjö sinnum gefin út í þrem bindum, og í Ameríku kom bún út í ótal ódýrum útgáfum. Hún var þýdd á öll belztu tungumál NorSurálfu, og um hana birtust langar ritgerSir í lærðum tímaritum á meginlandinu, og víðs vegar um hinn mentaða heim. R o- bert Elsmere þykir meS ágætustu skáldsögum enskra bókmenta. Prestur- inn, Robert Elsmere, er nýi tíminn og hin nýja trú. Eu konan bans er gamli tíminn og gamall rétt-trúnaður, þröng- sýnn og umburSarlaus. Ut af hinum nýja skilningi prestsins á kristindóminum og trúaratriBunum, verður barátta mikil milli þeirra hjóna, svo að þanþol kær- leiksbandsins milli þeirra reynist, unz aS því er komiS aS bresti. Lýsing þessarr- ar baráttu þykir bæSi sönn og skáldleg meS afbrigSum. Samt var þaS hin ná- kvæma lýsing þeirrar hreyfingar, sem þá nefndist hin hær.ri k r i t i k, og áhrif hennar á trúarhugmyndirnar, sem aflaBi 1) Mrs. Humphrey Ward: Robert Elsmere. London 1888, i—iii vols. 2) W. E. Gladstone: Robert Elsmere and the Battle of Belief. May 1888. bókinni mestrar frægSar. Bókin bafSt meiri áhrif hvar sem hún var lesin, og miklu víðtækari, en nokkurt vísindarit hefSi getaS haft. Út af henni risu á- greiningsumræSur um aðalatriSi kristin- dómsins og hiS feikna starf, sem manns- andinn var að vinna á sviSi trúarbragS- anna, og sogaSi um leiS til sín áhuga al- mennings. Robert Elsmere er saga þessarra 2^ ára, sögS fyrirfram. Barátt- an andlega, sem bókin lýsir svo fyrirtaks vel, aS því er til þeirra prestshjónanna kemur, hefir veriS barátta, er síSan hefir átt sér stað í mannfélögum, söfnuðum, kirkjudeildum. Bvlting hefir fram kom- iö í hugum manna í trúarefnum, sviplík þeirri byltingu sem fram kom á siðbótar- öldinni, jafn-mikil og markverS. Nú hefir þessi merka skáldkona, sem er bróöurdóttir skáldsins Matthew A r n o 1 d, og nú 62 ára gömul, ritaS aöra sögu, sem er aS vekja álíka eftirtekt í hinum enska heimi og hin eldril). Hún er um annan prest og þá breytingu trúar- hugmyndanna, sem fram kemur hjá hon- um sjálfum, og hann flytur söfnuöum sín- um. Hann er aS lokum kæröur á kirkju- þingi og fundinn sekur. En bókin endar meö, aS samin er bænarskrá til parla- mentsins, um breytingu á trúarjátningum kirkjunnar, sem fajr undirskriftir svo feiknamiklar, aS alt kemst í uppnám. 2. Skáldsagnahöfundum stjórþjóðanna skilst, hve stórmerkir atburðir eru aö gerast meö mönnum á trúmálasviðinu. Hið sama og í Norðurálfu á sér staB bér í Ameríku. Eyrir nokkurum árumkomút skáldsaga í Bandaríkjum, sem sagt er að hafi veriS lesin svo að segja af hverju mannsbarni í landinu, eftir höf. H a r o I d B e 1 1 W r i g h t, um sama efni, og þótti afar mikiö til koma2). En nú í sumar kom 1) Mrs. Humphrey Ward: The Case of Richard Meynell, 1913. 2) Harold Bell Wright: The Cc^lling of Dan Mathews.

x

Breiðablik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.