Breiðablik - 01.11.1913, Side 12

Breiðablik - 01.11.1913, Side 12
92 BREIÐABLIK presti og'prestskonu,—bæði ung, nýgift til þess aö gjöra, fyrsta barnið í vögg- unni. Bæði höfðu þau verið í Kaup- mannahöfn, áður þau giftust. Þar höfðu þau verið við umræður um kristindóminn í íslen dingafélagi. Þar hafði hún heyrt kristindóminum andmælt af gáfuðum, ungum námsmönnum,eindregið ogóta pt. En þar hafði hún iíka heyrt hann, sem síð- ar varð maður hennar, tala máli kristin- dómsins af sannfæringarhita og réttsýni, sem gekk henni til hjarta. Hann sagði, að þeir liefði alt af verið að tala um það í kveld, hvernig trúarbrögð Jesú frá Nazaret hefði orðið í höndum mannanna. En þsir hefði, eins og mönnum hefði hætt svo við á öllum öldum, mist sjónar á því, hvað hann hefði sjálfur sagt um þau. Auðvitað hefði hann sagt margt um þau. En á það eitt skyldi bent nú, að hann hefói sagt, að sitt ríki væri ekki af þessum heimi. Það hefði nú ekki verið mikill vandi að sjá. Því að þegar hann hefði sagt þetta, heföi hann verið einmana og yfirgefinn af vinum sínum, hataður og fyrirlit- inn og smánaður af allri þjóðinni, og rétt að því komið, að valdhafarnir léti negla hann á kross. En mennirnir hefði gert hans ríki að þessa heíms ríki. Fyrir því væri svo í lófa lagið að fá höggstað á því, eins og hann hefði heyrt hér í kveld. Og að þegar svona hefði verið ástatt um hann, hefði hann fullyrt, að hann væri konungur. En í hverju hefði kon- ungstign hans verið fólgin ? Hann hefði sagt það sjálfur £ sömu andránni. Hún var fólgin í því að bera sannleikanum vitni. Þetta hafði þá verið það allra-síðasta, sem hann hefði brýnt fyrir mönnunum, áður en krossinn hefði verið lagður á herðar honum og hann heföi lagt af stað til lífláts, að æðsta konungstign manns- andans væri í því fólgin að bera sannleikan- um vitni. Þessu hefði kristnin að öllum jafn- aði gleymt; trúarbrögðin hefði þá að sjálf- sögðu orðið alt annað en kristindómur; og fyr- ir því væri ekki nema eðlilegt, að margir töl- uðu á líka leið, eins og hér hefði verið talað í kveld. Vitanlega væri kristindómurinn ofinn af fleiri þráðum. Kristur hefði verið víðsýn- asti andinn, sem nokkuru sinni hefði komið fram í þessum heimi. Og kenning hans hefði verið víðtækari en nokkur önnur kenning, sem þesari veröld hefði verið flutt. En þessi væri áreiðanlega mikill hluti uppistöðunnar : Að bera sannleikanum vitni, skilyrðislaust, og hverjar afleiðingar, sem það virtist hafa, og þó það færi með mann út á Golgata. Að elska sannleikann, hvar sem hann komi fram, og hvernig sem hann komi fram, elska hann æfin- lega og um alla hluti fram. Að virða sann- leiksþrá mannanna, þó að hún fari með þá út á aðrar götur en þær, sem maður sjálfur telji ráðlegt eða fýsilegt að ganga. En prestskonan skildi ekkert í því, aS sá skilningur á kristindóminum, sem bann hafði haldið fram svo sterklega í Kaup- mannahöfn, gerði svo lítið vart við sig í ræðum hans, það var eins og hann þyrði eklci að segja neitt nýtt, og ekki að láta vita af því, að hann færi með neitt nýtt. Hún hafði orðið þess vör, hvernig helztu mennirnir í söfnuðinum drógu dár að helgustu hugsjónum hans og hann þagað við. Nú kom atvik fyrir, sem gerði nýtt ólgurót í huga hennar. Það átti að segja barnakennaranum upp vist- inni, til þess að koma að einhverjum gæð- ingi sýslumannsins. En það átti að gera það undir yfirskini. Honum var gefið það að sök, að hann væri ekki nógu rétt- trúaður. Hann hefði sagt börnunum, að ritningin væri ekki öll guðs orð. “Eins og nokkur lifa'ndi maður á jarðríki gæti fært nokkur skynsamleg rök að því; að hún sé öll guðs orð !“ hugsaði prests- konan. Kennarinn var góður maður og guðrækinn. En áskorun var koniin um að reka hann til sóknarnefndar. Og prestskonan gat ekki til þess hugsað, að maðurinn hennar léti hafa sig til annars eins feikna ranglætis. Presturinn kemur heim af fundinum, þar sem útgert hefir verið um örlög kenn- arans. Hún gengur á mann sinn um, hvað gert hafi verið. Loks segir hann henni, að kennaraskifti verði. Húnkenn- ir honum um. Hún vill ekki heyra, að það sé fólkið, sem ræður þessu, heldur kaupmennirnir og sýslumaðurinn: “Þess- ir math&kar, vínsvelgir og guðiastarar“.‘ En honum, prestinum, er um að kenna. ,,Engum öðrum en þér, sem ert á sama máli og kennarinn, sem þið eruð að reka“. Hún vill ekki hlýðaá ,,allar við-

x

Breiðablik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.