Frækorn - 30.06.1903, Blaðsíða 4

Frækorn - 30.06.1903, Blaðsíða 4
84 FRÆKO RN. illt, sem hann gerði, þá gat hann aldrei iðrast þess, þvi' hefði hann haft tilfinn- ingu af illgerðum sínum, þá hefði hann ekki verið sæll. A endanum kom dauð- inn að honum óvörum, hann hafði ekki grun um, að hann væri nálægur; dauð- inn gat því ekki heldur vakið hann af sæludraumi sjálfselskunnar og svo dó hann, svo líkur illum anda, sem dauðleg- ur maður framast getur orðið. Ef nú svolátandi æfintýri er ekki til, þá ætti það að vera til, og víst er það, að mörg æfintýri eru svipuð þessu. Það er gömul reynsla, jafngömul mannkyninu, sem gengið hefur að erfðum frá kynslóð til kynslóðar, að sorgir og tár, sjúkdóm- ar og vonbrigði eru lífsins dýrmætustu hnoss, þaðan kemur hverjum einstökum manni og öllu mannkyninu andlegt afl og þroski. Það getur vel verið, að einhverjir vor á meðal séu svo styrkir, að þeir þoli svo stöðuga hamingju og meðlæti, að aldrei ami neitt að þeim. En mér er samt spurn: Hvað væri orðið úr oss fiestum, ef ekki væri — mér liggur við að segja, blessuð vonbrigðin, tárin, sorg- irnar, sjúkdómarnir og örvæntingin sjálf, sem lætur oss núa saman höndunum af angist og óska þess, að vér hefðum al- drei verið til ? En hvað vér værum þá fiestir heimskir og fáráðir, ómerkilegir og harðir í dómum, miskunnarlausir og blindir. En hvað vér værum þá flestir andlega dauðir! En satt er það, sem skáldin segja um gleðina, og þeim er svo tíðrætt um. Gleðin, þetta fagra og fjörgandi vor kær- leikans, felur í sér mikinn mátt til að opna augu manna, til að ljúka upp helgi- dómum náttúrunnar og gera manninn hæfari til að skilja það, sem fyrir augun ber, og njóta þess unaðar, sem náttúran veitir. Gleðin getur gefið hundraðfaldan þann unað, sem nýsprottið bjarkarlauf, fagur fjallatindur eða túnb’ettur veitir. Grasið verður svo miklu grænna; það ber meira á fuglakvakmu, sólskinið verð- ur hlýrra og bjartara. Þvi allt, sem í heiminum er, ber í rauninni sinn blæ afi því, hvers konar sál það er, sem býr á bak við augun. Við spörkum ragnandi frá oss steni, sem liggur á götu vorri ; en sá, sem elskar vísindi, getur út af sama steininum spunnið fagra og fróð- lega sögu um það, hvernig landið hafi orðið til, og skáldlyndum manni getur hann orðið efni í fjörugt kvæði. En samt sem áður eru það óræk sann- indi, að vonbrigðin geta lika orðið til þess, að opna augu vor og fylla oss andlegu fjöri, En það er sárt að verða fyrir þeim, og vcið getur, að vér getum aldrei gleymt þeirri sorgarsjón, er vér sáum allar þessar veslings vængskotnu og lemstruðu vonir vorar hoppa í kringum oss í dauðateygjunum. Þær voruþóbeztu börn sálar vorrar, þær voru aðalinnihald hennar. Til hvers eigum vér þá lengur að lifa, þegar úti er um þær? Til hvers er þá að reyna að halda lengur uppi höfðinu« ? Ekkert er til að vona á fram- ar og ekkert framundan oss til að horfa á ? Mikil blessuð sending væri dauðinn oss, ef hann þá kæmi í þeim svifum! En hann kemur ekki. Vér verðum að gera oss að góðu, að sjá um útför vona vorra, svo að volið og harmatölurnar, sem frá þeim stafa. spilli ekki því lofti, sem nágrannar vorir eiga að anda að sér. Ef til vill bregðum vér oss þá dauðþreyttir út í vorblíðu náttúrunnar síungrar og »setjumst þar undir vænan við« og látum sólina skína á vor þreyttu augu, eins og hún vill. En þá sprettum vér upp allt i einu. Guð hjálpi oss, hvað vér erum lítilsigldir ! segjum vér þá með sjálfum oss. Af því að oss hafa brugðist fáeinar hégóm- legar vonir, þá sitjum vér hér og mun- um ekki eftir dásamdarverkum drottins. Af því að lífið leikur ekki við oss, eins og við viljum, þá sitjum við hér og möglum á móti drottni himnanua og gerum oss að heimskingjum með því að neita oss um þann hinn margbreytta unað, sem enn sem fyrr stendur oss til boða. Nú sjáum vér allt betur en áður. Nú er náttúran miklu fegri, máttugri, blíðari, meðaumkunarsamari en nokkurntíma áð- ur, Alstaðar er hú.i full af lífi. langtum

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.