Frækorn - 30.06.1903, Blaðsíða 9
90
FRÆKORN.
Ólík heimili.
Frásaga handa nngum konum, eftr Miss Muioch.
Niðurl.
Þegar hún fór að hugsa um þetta, kenndi
hún í brjósti um ísabellu, og þótt hún
hefði ekki verið búin að heyra frásögn
hennar, var sáhálfur tími, sem hún hlust-
aði á samtal þeirra með sárri hlnttekningu
nægilegur til þess að fullvissa hana um,
að hún væri stödd á sannkölluðu heimili
óánægjunnar. Hún stóð á fætur og bjó
sig tii brottferðar, því hún þóttist sjá, að
hún gæti ekki talað meira við Isabellu í
þetta sinn; en er hún kvaddi frænkusína
í forstofunni, gafst henni tækifæri til að
hvisla: »ísabella, þegar eg giftist, sagði
vinkona mín við mig, sem var hyggin og
hreinskilin: »gáðu að því, að fyrsta ósam-
þykkjan komi aldrei á milli ykkar!« Eg
hef farið eftir því; við Hcnry höfum al-
drei verið ósátt. Eisku vina mín, hvað
sem það kostar, þá gerðu enda á sundur-
lyndinu og láttu ekki annað eins koma
fyrir. Guð blessi þig og hjálpi þér, og
líði þér ætíð sem bezt!«
Hinn vitri Salomon segir: Að byrja
deilu er líkt og að opna íyrir uppsprettu,
því þegar hún brýst áfram, rífur hún allt
upp og eyðileggur það, sem fyrirverður.
ísabella var samt svo hyggin, að hún
fylgdi ráðum frænku sinnar, og gerði
enda á ósamþykkjunni, eins og kona, sem
elskar og er elskuð, æfinlega getur gert,
þegar hún vill, og þó að Francis hefði
marga góða mannkosti, var mikill vandi
að lynda við hann. Hugsunarhættir hans
og venjur voru orðnar svo rótgrónar,
áður en hann gifti sig, að kona hans
varð að vera eins og hann vildi, því það
var ekki til þess hugsandi, að hann færi
eftir því, sem hún vildi. Hann elskaði
ísabellu mjög mikið, en líklega af því
þeirra var svo mikill aldursmunur, um-
gekkst hann hana frekar eins og eitthvert
leikfang heldur en sinn jafningja. Eftir
að silkifjötrar ástarinnar voru slitnir, vildi
hann vcra fullkomlega einráður, og að
láta hann verða varan við nokkra óánægju,
var ekki til annars en að missa öll áhrif
hann. Isabella hafði með réttu kallað
hann sérlundaðan, því hinn sami eginleiki
sem gerði hann ákveðinn í hinum góðu
áformum hans, fylgdi honum einnig, þeg-
ar hann hafði rangt fyrir sér. Og að
setja sig upp á móti honum var aðeins
til þess að styrkja hans járnvilja. Þó
var hann maður með mikilsháttar megin-
reglum og góðum tifinningum, en mað-
ur varð að vera glaðvær og góðlyndur til
þess hann væri skemmtilegur á heimili, en
ekki að hrinda honum frá sér með nöldri
og ávítunum.
Nú látum vér líða eitt ár, þangað til
vér athugum aftur þessi tvö heimili, á
þeim tíma hafa konurnar báðar komist í
móðurstöðuna. Erfingi Francis Lesters
var meðtekin með sérlega mikilli gleði og
lagður í siiki og æðardún, en barn Hen-
rys Wolferston var lagt við brjóst móð-
sinnar, þar sem hún grét gleðitárum, og
var það engu síður velkomið. Lífið var
orðið mjög þægilegt fyrir þeim Henry
Og Eunice, gíeðibikar þeirra var fullur; en
mikilli blessun fylgir líka óhamingja, einn-
ig hjá þeim hyggnasta, og þess vegna var
það máske gott, að óhamingjuský dró
saman yfir höfði þeirra, áður en margir
mánuðir voru liðnir frá því þau eignuð-
ust það barn, sem hafði orðið þeim til
svo mikillar gleði. Eunice sat heima og
beið eftir manni sínum (því hann fór á
hverjum morgni til borgarinnar og kom
aftur á kvöldin) og Lily litla var sofandi
— barnið Lovinía, en þau kölluðu hana
Lily — og líktist líka hreinni lilju, einlcum
þegar hún var sofandi.
Henry kom dálítið seinna heim, heldur
en hann var vanur; hann var fólur í and-
liti og augnaráðið óslöðugt, en hann heils-
aði konu sinni eins alúðlega og hann
var vanur og máske en þá innilegar; þó
sá Eunice, að eitthvað amaði að honum,
og hún beið eftir því, að hann segði henni
frá því, hvað fyrir hefði komið, en þetta
kvöld var hann óvanalega þögull. Eunice
spurði hann nokkurra lauslegra spurninga
en hann svaraði þeim svo stuttlega, að
hún sá, að það var ekki til neins; hún
fór þess vegna að tala um Lily cg skírn-
ina, því hún hafði verið að sauma skírnar-
kjólinn handa henni.
»Líttu á Henry — heldurðu hún verði