Frækorn - 30.06.1903, Blaðsíða 11
fyi FRÆKORN.
heima. Frú Lester þrýsti saman vörun-
um í reiði; en hún var varla komin inn
í herbergi sitt, þegar Francis kom inn.
»Þú kemur reint!« sagði kona hans.
Hann svaraði ekki.
»Hvar hefur þú verið?«
»Ekki þar, Isabella, sem þú hefðir haft
gaman af að vei a.«
»Eg afsaka herra Francis Lester,«
sagði Isabella og reyndi að vera róleg,
þótt hún skylfi ákallega. »Eg hef rétt
til að viia, hvert þú ferð, og hvað þú að-
hefst -— það er réttur konunnar.«
»Við skulum ekki tala um þetta, eg
skifti mér aldrei af því, hvað þúgjörir.«
»Af því þú veist, að það er ekkeit
vont. Eg hef ekkert að dylja en það
hefur þú.«
»Hvernig veistu það?«
»A! eg sé, að eg hef haft rétt« hróp-
aði hún, er hún sá, hve mikil áhrifþetta
hafði á hann. A eg að segja þér, hvað
eg álít — og hvað heimurinn heldur? —
Að þú gangir á spilahús.«
»Heimurinn lýgur,« sagði Franc's ákaf-
ur, en varð strax rólegur aftur.
»Með yðar leyfi bíð eg yður nú góða
nótt, frú Les(er.«
»Svaraðu mér Francis,« sagði kona
hans í mikilli geðshræringu. »Hvcit ferð
þú á kvöldin, og í hvaða erindum? þú
vciður að segja það.«
»Kei,« svaraði hann, »það þarf ekki að
svala forvitni ógöfugrar tortrygginnar konu.
Góða nótt.«
ísabella hallaði höfði sínu á sófapúð-
ann og grét lengi; áður enn dagaði hafði
hún afráðið, hvernig hún skyldi fara að.
»Eg veið að (á að vita það,« sagði
hin óhamingjuscma kona, cr hún hugs-
aði umáfoimiitt. »Eg vil vita, hvert hann
fer, hvað sem það kostar; hann skal fá
að sjá, að eg er honum jafnsnjöll enn-
þá«.
Tveimur dögum seinna sat herra
Francis Lester, kona hans og móðir, við
matborðið; í það sinni var þar enginn
annar gestur, og var það óvanalegt, því
gestum var Oft boðið til miðdegisverðar
til þess að minka leiðindin á heimilinu
þá stundina. Illa er það heimili ástatt,
þar sem svona gengur;
E'rú Lester sat mjög þögul hjá manni
sínum við annan enda borðsins. Þjón-
arnir gengu hægt og þeyjandi framhjá,
og fólkið við borðið talaði aðeins orð og
orð á stangli og svo varð aftur þögn.
Þegar þeir voru farnir sem þjónað höfðu
fyrir borðum, ætlaði Francis að fara að
tala við konu sína og var dálítið blíðari
í máli en vanalega, cn hún svaraði hon-
um engu, svo hann sneri samtalinu að
móður sinni. þau töluðu lítið eitt saman,
og svo stóð gamla frú Lester upp frá
borðinu.
Þótt Isabella hefði verið föl áður, föln-
aði hún nú cnn þá meir, um leið og hún
sagði: »Aður en við göngum burtu, þarf
eg að tala dálítið við þig, Francis.«
Francis Ieit upp, og móðir hans sagði
napurlega: »Ætli það sé ekki réttast af
mér að láta ykkur vera ein?«
»Eins og þér viljið, en ætli Francis
þyki það ekki nýstárlegt og óþægilegt
að hlusta svo á konu sína að móðir hans
sé ekki viðstödd.«
»Hvað á þetta allt að þýða« sagði
maður hennar kuldalega.
»Bara það, að eg er búin að komast
að því, sem þú ekki vildir segja mér.
Eg veit, hvar og hvernig þú eyðir þeim
kvöldum, sem þér þykir kona þín oflítil-
mótleg til þess að vera með þér. Það
er annars heldur fa'Iegt af þér, Francis
að sóa bæði eigum þínum og konu þinnar
á spilahúsi.«
Francis stökk upp frá borðinu. »Það
er lýgi« hrópaði hann, og æðarnar þiútn-
uðu á cnni hans, eins og þær ætluðu að
springa.
»Þrð er sitt,« :agði Isahella, » cg hef
komist að því.«
»Hvernig? ef eg má spyrja.«
»Það sagði maður m.ér, sem sá þig
ganp a inn I húsið.«
»Og eg get sagt þér, Francis, hvernig
hún hefur fengið þessa upplýsingu« sagði
móðir hans. »Eg sé nú hversvegna frú
Lester bæði í gær og í dag þurfti svo
mikið að tala við gamla þjóninn hans
föður sfns, cg til hvers hún hefur haft
hann. Hún hefur látið hann njcsna um
þig-«
Francis kreppti ósjálfrátt hnefana, leit