Frækorn - 30.06.1903, Blaðsíða 12

Frækorn - 30.06.1903, Blaðsíða 12
FRÆKORN. 93 til konu sinuar me^ gegnumþrengjandi augnaráði, og sagði svo lágt, að varla heyrðist: »Er þetti allt satt, Isabella?« Þótt Isabellu hefði orðið mikið á, datt henni ekki annað í hug, en að kannast við gjörðir sínar, og hún sagði því: »Það er fullkomlega satt.« Isabellu til mikillar undrunar sagði maður hennar ekki eitt einasta orð. Hann var niðurlútur og andlitsdrættirnir hreyf- ingarlausir, hann reyndi ekkert til að rétt- læta sig og ávítaði hana ekki heldur, og þessi þögn hans gramdist henni meir en allt annað; sú ró sem yfir henni hafði verið, hvarf nú allt í einu, og hún fékk mikinn ekka. »Eg hef orðið að þola það alltof lengi, og get ekki þolað það lengur,« sagði hún. Þú berð ekkert traust til mín, og því geturðu ekki elskað mig. Eg vil fara ti't þess, sem gjörir hvortveggja — til hins ástkæra föður mfns. Eg vil yfirgefa þig, við verðum að skilja. »Já, við verðum að skilja,« svaraði Francis í ísköldum málróm, svo að Isa- bella hrökk saman; svo stóð hann á fæt- ur og gekk hægt til dyranna, og þegar hann kom að dyrunum, var eins og hann gæti varla staðið, og hann þreyfaði eftir skránni eins og blindur maður; eftir eina mínútu lokuðust dyrnar, og hann var horf- inn. Kona hans sat hreyfingarlaus þar sem hún hafði verið, og tárin streymdu ekki lengur, og hún var svo kyrlát og hvít eins og marmaralíkneskja. Tengda- móðir hennar skammaði hana eins og hún gat, en það var eins og hún talaðivið lík, og svo gekk hún í burtu. Þegar þjón- arnir komu til að taka af borðinu fundu þeir húsmóður sína í sama stólnum álúta yfir borðinu og alveg meðvitundarlausa. Þá Eunice Wolferston vissi, hvað fyrir hafði komið með Isabellu, sleppti hún hugsununum um sitt eigið mótlæti ogfór að reyna til að hugga hana, I tvo daga vissu menn ekkert um hr. Francis — og alltaf á meðan lá hún með höfuðórum, og þótt hún álíti hann sann- ann að sök, var það ekkert í saman- burði við þá hugsun, að hann mundi taka hin áköfu orð hennar fyrir alvöru, og skilja við hana, En þessi ótti varð fljótt að hræðilegri vissu, því í bréfi til föður ísabellu sagði Francis, að hann vildi ekki framar koma til þess heimilis, þar sem kona hans ætti heima, og að allar eigur hennar og sumt af eignum hans, yrði sett á rentu og hún hefði það svo sér til framfaeris, en að þau framvegis yrðu að öllu leyti aðskilin, og hvernig sem faðir hennar bað hann að breyta öðru- vísi við hana, varð það alveg árangurs- laust. Hin óhamingjusama kona bað frænku sína að reyna til að telja honum hug- hvarf, því hann hefði ætíð borið mikla virðingu fyrir Eunice. Hún fór til hans og orð hennar hrærðu hann lítið eitt, eftir því sem heani sýndist, en hvernig sem hún lýsti sorg og hugarangri Isa- bellu, gagnaði það lítið. Hún talaði um barnið og þá sá hún varir hans titra. »Þér ætlið þó ekki að taka hann frá henni? vesalings Isabella þyldi varla svo stóra sorg í einu.« »Frú Wolferston, eg vil taki tillit til okkar beggja, eg ætla ekki að taka barnið frá móður sinni, þó mér þyki það hart að geta ekki venð hjá drhngnum mín- um.< Rödd hans skalf, og þó að Eunice fyndi, að sökin væri að sumu leyti hjá honum, gat hún þó ekkiannað en kennt í brjósti um hann. Francis hélt áfram: »þegar frú Lester og eg erum skilin, óska eg, ef það er mögulegt að heimurinn fái ehga vitneskju um það. Haldið því Ieyndu, en ef það er ekki hægt, þá segið hvaða helzt or- sök, senþér viljið, bara það kasti engri vanvirðu á orðstýr okkar eða mannorð.« »Það er ekki hætt við, að neinn hugsi slíkt um Isabellu,* svaraði Eunice. Og þér — ?« Francis stóð stoltlega á fætur. »Mig ekki heldur, frú Wolferstorí. En sú kona er ekki ve-ð fyrir útskýringar, sem á- reitir mann sinn með auðtrirðilegri tor- tryggni. En eg verð að segja það sjálfs mía vegna, og svo vil eg líka að þér fáið að vita það; að frænka yðar hefur skakkt fyrir sér. Eg hef aldrei gert svo lítið úr mér að taka þátt í eins svívirði- legum lesti og peningaspil er, og þær nætur, sem eg með sannarlegri sálarkvöl

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.