Frækorn - 30.06.1903, Blaðsíða 13
94
FRÆKO RN.
hef dvalið við þá atburði, sem eg hata,
var eg að gera tilraunir að frelsa frá
gjaldþroti vin minn, sem eg elskaði eins
og bróður. Dæmið mig nú eftir gefi-
þótta yðar,<
Eunice reyndi enn bctur að leiða hon-
um tyiir sjþnir, að þau sjálf gætu ráðið
bót á þessari óhamingju, en það var á-
rangurslaust, engin sáttaumleitun megn-
aði að vekja hina horfnu ást á ný. Francis
og kona hans fundust aðeins einusinni,
þegar skilmálarnir áhrærandi eignir þeirra
voru undirskrifaðir. Þá hneigðu þau sig
aðeins kaldlega hvort fyrir öðru, og hve
mikill munur var það ekki nú og tneðan
þau elskuðu hvort annað. Francis skrif
aði nafn sitt á hið örlagaþrungna skjal,
og svo færði faðir ísabellu hana að borð-
inu. Ifun leit órólegum bænaraugum ti!
manns sins, en andlit hans leit út eins
meðaumkunarlaust og steinn; þar var
enga von að sjá. Hún tók pennann og
skrifaði nafn sitt, — fingur hennar og
svo hún öll saman varð magnþrota — og
hávaða'aust hneig hún niður á gólfið.
En um leið var hann horfinn. Nú var
alit um garð gengið.
Francis fór til Þýzkalands, og hin
unga kona, sem viljandi hafði gert sig
að ekkju, varð nú ein eftir. Hefði ísa-
bella ekki haft drenginn, sem vafði sig
um hals henni, mundi hún hafa gengið
frá vilinu. Hið skrautlega hús var lok-
að og hún flutti aftur til þess heimilis,
sem hún hafði farið frá sem Iiamíngju-
söm brúður. Þær frænkurnar fundust
enn þá annað slagið, eins og verið hafði,
og við að umgangast Eunice varð hún
smátt og smátt rólegri, skynsamari og
betri.
það var Iangt frá því, að æfiferiil Eunice
væri að öllu levti rósum stráður; í fyrst-
unni liélt hfin, að hún lítið mundi finna
til fátœktarinnar; en hún varð þess smátt
og sn.átt vör, að þeir finna talsvert til
þess, sem eru því óvanir, og að það er
þreytandi, að þurfa að miða allt niður
til þess að geta' keypt sem mest fyrir
litla peninga, en eftir því, sem lengur
leið, bar hún það betur og fann minna
til þess, og það hugggði hana mikið í
raunum hennar, hvað maður hennar unni
henni heitt sem elskulegri og góðri konu,og
ást þeirra óx dag frá degi. Eunice þurfti
samt ekki að búa við fátækt nema í tvö
ár. Samvizkan vaknaði hjá bróður Henrys,
hvers afbrot höfðu orðið til svo mikilla
óheilla. Hann veiktist, ög áður en hann
dó, sendi hann fyrverandi húsbónda sín-1
um þá peningaupphæð, sem hann hafði
stolið frá honum og svo fékk Henry þá
alveg borgað að fullu það, sem hann
hafði misst.
* *
*
Nú líða fjögur ár, þangað til vér heim-
sækjum Eunice aftur, Það er um sól-
stöðuleytið, og blómanganin frá garðin-
um lagði inn um opna gluggann og í
herbergið, þar sem Eunice sat. Býflug-
urnar suðuðu á milli blaða morbertrjanna,
og var eins og þær væru að lokka Lily
litlu frá stafrófsbókinni, til að setjast í
uppáhaldssætið sitt undir greinum þeirra.
Barnið hafði ekki augun af frænda sín-,
um, Sidney Lester, sem lék sér á milli
blómanna og Orð móður hennar megnuðu
ekki að draga athygli hennar að lestrin-
um, en til allrar hamíngju tók nú kennsl-
an enda, því gestur köm að húsinu. Lily
hljóp út, en hinn óvænti gestur kom inn,
og Eunice sá þar standa frammi fyrir
sér Francis Lester.
Hún hafði ekki séð hann frá því hann
skrifaði undir samninginn, og á þeim
tíma hafði hann breytst mikið. Hann
leit nú út eins og sá maður, sem er bú-
inn að eyða beztu árum æfi sinnar. hár
hans var ofurlítið farið að grána, og hann
var ekki eins eintrjáningslegur og áður.
Þegar hann talaði var rödd hans óvana-
lega blíð, en það hefur máske komið af
því, er hann sá, hversu Eunice varð;
hissa á að sjá hann. Hann sagðist hafa
komið til Englands í áríðandi erindagerð-
um, og svo ætla strax burtu aftur til
Ítalíu, en ekki viljað fara án þess að;
sjá frú Wolferston. Svo spurði hann
hana eftir syni sínum, og svo konu sinni,
og á meðan á því stóð, gekk hann að
glugganum, en þar mætti honum sú sjón,
sem kom honum til að hrökkva saman ;
hann sneri sér í skyndi við og ætlaði að
fara.
Eg afsaka, eg áleit, eg var búinn að