Frækorn - 30.06.1903, Blaðsíða 5

Frækorn - 30.06.1903, Blaðsíða 5
FRÆKORN. §5 æðra og fyllra lífi, en oss hafði í hug komið. Vér gleymum þessu lítilræði, sem vér höfum mist og verðum frá oss numdir, og beygjum aftur kné vor í anda fyrir hinu dásamlega lífi, sem all- staðar kemur í ljós, og sem vér höfð- um aldrei séð nema að utan. Nú hafa vonbrigðin opnað augu Vor fyrir því og fært oss nær því en áður, Það er eins og oss hafi verið boðið úr eldhúsinu, sem vér áður vorurn í, inn í dagstofu náttúrunnar sjálfrar. Þar situr hún sjálf og talar við oss eins og börn sín Og sjálfir verðum vér frjálslegri en áður, finnum betur til, og lifum meira í félagi v ð aðra, fyrir utan oss sjálfa. >Ei vitkast sá, sem verður aldrei hryggur, hvert vizkubarn á sorgarbrjóstum liggur*. Pað er sannmæli. Það borgar sig að missa af ?einní eða tveimur lítilfjörlegum vonum og geta fyrir það notið lífsins miklu betur en áður, geta haft meira yndi af grænni birkigrein eða fögrum sólskinb'etti og geta fundið fyllra líf bærast í æðum sín- um og anda, Og væri ekki til sjúkdómar og dauði, þá yrði þess skammt að bíða, að hver æti annan upp af hatri, illgirni og harð- ýðgi. Það er giöfin, sem gerirlífið svo, að hægt sé að lífa því. Það eru sjúk- dómarnir, sem valda því, að oss þykir nokkuð til heilsunnar koma. Það eru veikleikar manna, sem eru undirrót fram- fara og menntunar. Af sorgum og þján- ingum sprettur meðaumkun og líkn. Það er dauðinn, sen gerir lífið dýpst og hæst, það er dauðinn, sem veitir því dýrðlegustu von, sem breiðir yfir það hinn hreinasta og fegursta Ijóma. Upp úr gröfinni sprettur hin hreinasta lind kær- leikans, sem upp sprettur til eilífs lífs. Það eitt er vírt, að þessir »skuggar lífsins« hreinsa mannlegt líf, gera það öflugra, hefja það og göfga. Fyrir þeim sannleika verður hver maður að beygja sig, bæði guðleysinginn og sá, sem enga von hefur. Og et skuggarnir hafa þennan tilgang, og breytast í ljós aftur, þegar þeir hafá lokið æltunarverki sínu, ef það er til- gangur sorga og þjáninga, að fullkomná oss, ef það, sem fæst gegnum þær, líð- ur ekki undir lok í dauðanum, heldur verður einmitt ófölnanlegur ávöxtur þess jarðneska lífs, — já, þá segja öll guð- spjöllin satt, og þá benda allir fegurstú draumar mannkynsins í rétta átt, Og þá væri lífið óendanlega háleitt og heÞ lagt, dásamlegt og dýrðlegt. Og sjálf- ságt er það svo. Spurðu vorgrænt grás- ið og heiðbláan himininn, hvort það sé ekki. »A sorgarhafsbotni sannleiksperlan skín, þann sjó'nn máttukafa, efhún skal verða þín «. (Lauslega þýtt af Bjarna Jónssyni). @“gXs ®é5 fer® S Hve lengi—? Nokkur orð um fríkirkjumálið. —o — Hve lengi á að bfða þess, að alþing Islands geti veitt mönnum það frelsi og þau mannréttindi, sem hver einasti maður viðuikennir þó, að séu sjálfsögð?—■ Hvenær á að láta menn vera frjálsa í því, hvern þeir eiga að tilbiðja og hvernig þeir vilja dýika hann? — Hvenær tkyldi löggjafarþing þjóðarinnar sjá sér fært að gera enda á pvt ranglæti, sem á sérstað í kirkjttlegu tilliti, þar sem lög landsins gjöra alls ókristnum miinnum að skylda að styðja með fjárframlögum kirkju og trúarbrögð, sem þeir sumir hverjir í hjarta sínu og lífi afneita? Kristindórnurinn er byggður á grund- velli, sem aldrei getur samrýmst neinni þvingun. Kristur segir sjálfur um þann, sem ekki trúir, að hann vilji ekki beita valdi gegn honum, Hann segir: »Og þó einhver heyri mín orð og trúi ekki, þá dæmi eg hann samt ekki.« En ríkiskirkjan segir: »Ef einhver heyrir orð mín og trúir ekki, þá dæmi eg hann, og þar að aukí tek eg með valdi af honum borgun fyrir

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.