Frækorn - 30.06.1903, Blaðsíða 6
86
FRÆKORN.
það, að egtali tii hans það, sem hann trúir
ekki og vill ekki heyra. Hann getur ekki
un flúið mig. Jafnvel þó hann vilji segja
skilið við mig, þá læt eg bann samt ekki
vera óáreittann. Annaðhvort skal hann
tilheyra mér og borga mér nauðugur vilj-
ugur, eða skal hann vera neyddur til að
tjlheyra og borga einhverri annari kirkju.
Dæmast og þvingast skal hann; og vilji
hann engri kirkju tilheyra og enga trú
játa, þá skal hann þó borga mér gjöld,
eins og þó hann heyrði mér tih«
A þessu himinhrópandi ranglæti lifir
þjóð- eða ríkiskirkjan. Og svo undrast
menn yfir þvþ hversu dauft trúarlífiðer!
Eins og það væri ekki eðlilegasta afleið -
ingin!
Fríkirkjan hér á landi er í raunog veru
engin fríkirkja— vegna laganna. Ekkilítil
tilfinning er fyrir því meðal manna, að
kiikjufyrirkomulagið þurfi lagfæringa við.
Ut at þvf eru sprottin þau »Lög um
utanþjóðkirkjumenn«, sem fríkirkjurnar
hér eiga við að búa. En gallinn er á
þeim iögum, að þau eru bygð á hinum
sama ranga grundvélli og þjóðkirkjan.
- Þjóðkirkjuprincipið er undirstaða þeirra,
sem kemur fram í því, að sá, sem vill
vera laus við kirkju (þjóðkirkjuna), verð-
ur að ganga inn í aðra (hina svo nefndu
»fríkirkju.«) Með því móti getur hann
komist af með lægri gjöld til kirkju*,
þar sem »fríkírkjan« , er ekki fullt eins
ákveðin í því efni. En hverjar afleiðingar
hefur þetta? -r-. Vantrúaðir, áhugalausir
og stundum kristindómslausir menn hóp-
ast saman í »fríkirkjusöfnuðunum« —
auðvitað af eigingjörnum hvötum. Hver
sem nú vill hugsanokkuð út íþað, hvað
slíkt fyrirkomulag hefur í för með sér
fy.rir fríkirkjuna sjálfa, hlvtur að sjá, að
þetta er og verður henni dauðmeinlegt
eitur. Fyrirkomulagið á henni er slíkt,
að fullt eins hætt er við, að hún verði
gagnsýrð af veraldleika og mannaboðum
og kenningum eins og ríkiskirkjan, því
* Eriðja veginum, að segja sig úr þjóðkirkju
án þess að segja sig inn í aðra kirkju, er
ekki til neins að fylgja, að minnsta kosti ekki
í peningalegu tilliti, þar sem gjöldin verða
hérumbil eins til þjóðkirkjunnar eftir sem
áður.
í rauninni er »fríkirkjan« ekkert annáð
en ríkiskirkja no. 2. Hún er studd af
ríkinu: lög ríkisins verða til þess að
rnynda hana og reka í hana fjöldann af
meðlimum hennar. Hún verður Iíka að
Iúta ríkinu fyrir þennan stuðning: Hún
verður að hafa fyrirkomulag sitt þannig,
að ríkið (stjórnin eða konungur) geti sam-
þykkt það og sett innsigli sitt á hana.
Prestar verða að fá merki ríkisins á sig,
annars er allt þeirra starf talið ónýtt af
ríkisstjórninni, hversu gott sem það ann-
ars kann að vera. — í einu orði: »Frí- ■
kirkjan«.er. aðeins ríkiskirkja no. 2. Naín
hennar er því ósatt. — Og sjálf saga
»fríkirkju«-hreyfingarinnar íslenzku er ein
óræk sönnun fyrir þessu.
Fríkirkja er aðeins sú kirkja, sem er
ríkinu óháð, kitkja, sem lifir af krafti og
áhuga, frjálsrar trúar, án stuðnings ríkis
og stjórnar. Hún getur verið til í
landi, þar sem sli'k lög eru og iiér á landi,
en þá verður hún að heyja stn'ð gegn
lögum ríkisins, og gangast ekki uiidir >
þau að þvf leyti, sem þau stríð'a. gegn i
frelsisprirícipinu. En blómgast igetur
getur frjáls kirkja aðeins í frjálsu landipí
þar sem ríkið ekki géngur yfir sín tak-.t
mörk, sem séu, að setja reglur í borgara-: '
legu tiliti, en láta trúarmálefni öll af-
skiftalaus, af því að þau heyra undir ,af-
stöðu manna til guðs.
Að þessu vonum vér, að frelsisstarf-
semi landsmanna miði. Sigur þessa máls
hlýtur að koma. Og eins víst er það, að
hann mun verða heillaríkur viðburður ín
sögu þjóðarinnar og leiða með sér ómæl-.
anlega blessnn fyrir land og lýð, fyrir
ríki og kirkju. Þá fyrst er kirkjan orðin
»frjáls.«
Menn spyrja í nafni réttlætis og sann-
leka, í nafni vonar um framfarir og frelsi;
Hve nær mun sá dagur renna upp?
■... H) W.
— Menn geta rætt með miklum áhuga
um pólitík í fleiri klukkutíma í röð, án
þess að finna til þreytu, en að sitja einn
klukkutíma undir heyrn guðs orðs, er r
þeim ekki hægt. Eru þeir kristnir?