Frækorn - 30.06.1903, Blaðsíða 2

Frækorn - 30.06.1903, Blaðsíða 2
82 FRÆKO RN. þess. Það sumar ritaði hann í »Skuld«, blað Jóns Olafssonar, þá á Eskifirði, á- gæta bindindisritgjörð, er hann nefndi : »Herhvöt gegn þjóðfjanda, óviniguðs og mannac. Síðan ritaði hann árlega bind- indisritgjörðir, sem »Skuld« flutti. Það er enginn vafi á þvi, að bindindisritgjörðir þessar hafa valdið því, að bindindisfélög voru þá stofnuð víða um land. Bindind- isfélagið á Norðfirði óx og dafnaði, fyrir dugnað hans og áhuga, og fékk hann í það marga góða drengi, einnig margar konur. Síðan komu upp bindindisfélög í nærsveitunum, og kom hann á innbyrð- is félagsskap millum þeirra þannig, að haldnir voru, stundum á ári hverju, að- albindindisfundir fyrir öll félögin,og mættu þar fulltrúar allra félaganna og fleiri bindindismenn. Var þar rætt bindindis- málið frá ýmsum hliðum, borin saman lög félaganna o. fl. Hann skrifaðist á við mörg bindindisfélög hér á landi og jafnvel einnig erlendis, t. d. »Det norske totalafholdsselskab« og útvegaði hann nokkur eintök af blaði þess. »Menneske- vennen« (er út kemur í Kristjaníu) og studdi að útbreiðslu þessa blaðs í kring um sig. Einnig skrifaðist hann á við bindindisfélag í Færeyjum. Það liggur í augum uppi, að hann hlaut að verja allmiklum tíma og fé til allrar þessarar bindindisstarfsemi sinnar, og var hann þó fátækur maður. Seinustu árin reit hann hina ágætu bók sína: »Bindindisfræði«. Sýnir bók sú ljóslega, bæði hve mikinn áhuga hann hafði á málefni þessu, og líka fróðleik hans um bindindi, bæði hér á landi og úti um heiminn á öllum öldum. Þá er bók þessi var fullritin, sendi hann hana til yfirlesturs séra Daníeli Halldórssyni, þrófasti á Hólmum í Reyðarfirði, merk- um manni og lærðum vel, og lauk hann lofsorði á hana. A Laufási hélt séra Magnús bindind- isstarfsemi sinni áfram með engu minni ábuga né fylgi en áður. Þannig veitti hann bindindisféJagi ( sveit sinni forstöðu, og um tíma var hann sjálfur meðlimur einnar goodtemplarastúku á Akureyri. í Laúfási skrifaði hann einnig bindindis- ritgjörðir eins og áður. Sumar þeirra komu í blöðin, en sumar gaf hann út sérstakar. Mjög lét hann sér umhugað um bind- indisfélagið í Norðfirði, þótt hann væri farinn þaðan, og tók sér mjög nærri, ef hann hafði grun um, að því hnignaði. Því mun seint verða með orðum lýst, hve mikið Island á þessum dygga syni sínum að þakka fyrir bindindisstarfsemi hans. Og með réttu munu íslenzkir bindindismenn halda minning hans í heiðri. Séra Magnús var sannur trúmaður og guðhræddur af hjarta, enginn fordildar- maður né hræsnari, einarður og blátt áfram, siðavandur mjög, bæði við sjálfan sig og aðra. /• D. "<j) Það er ómögulegt. Pað er ómögulegt að guð geti logið. Heb. 6, 18. Opinb. 19, 9. Pað er ómögulegt að nokkur maður geti inn gengið í guðs ríki án endur- fæðingar. Jóh. 3, 5-7. Matt. 18, 3. Pað er ómögu/egt, að nokkur maður geti trúað á drottinn Jesúm og orðið glataður. Mark. 16, 16. Jóh. 3, 16. Ef. 2, 8. Hver er mesta konan í heimi ? 200 skólakennarakonur héldu nýlega fund í Atlanta Mo., Norðurameríku. Skóla- umsjónarmaðurinn setti fram ofangreinda spurningu, og mörg svör komu; þetta var verðlaunað: »Eginkona sú, sem sjálf tilreiðir mat- inn á heimili sínu, þvær fötin og strau- ar, og auk þess elur upp stóran hóp af drengjum og stúlkum til nýtra meðlima mannfélagsins — og samt fær tíma til að efla sálargáfur sínar, — hún er mesta konan í heimi.«

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.