Frækorn - 15.10.1903, Síða 12

Frækorn - 15.10.1903, Síða 12
140 FRÆKORN. Krists og friðþægingu hans fyrir syndir mann- anna. Samkvæmt kenningu Christian Science hefur kvöl Krists á krossinum verið tómur hugarburður, og kvölin, sem olli því að sveiti hans varð sem blóðdroþar, verið einungis vegna ófullkomleika hugsunar hans. Sjálf hefur Mrs. Eddy sagt: „Hefði vizkan stjórnað öllum hugsunum Jesú, þá hefði hann aldrei spáð um dauða sinn og með því flýtt fyrir honum eða orsakað hann". Það má ekki gleyma því, að í nýja testamentinu er jafnan talað um sárs- aukann og bölið sem virkileika, sem mæti mönnunum hér í lífi fyrir guðlegt tilstilli í þeim tilgangi, að knýja menn til yfirbótar og helgunar. Christan Science á að vera byggð á biblíunni, en kemur þó hvarvetna í bága við kenningar biblíunnar, nema svo, að biblían sé útskýrð á þann veg, að ekkert vit verði í henni. Bent hefur líka verið á, að þessi „vísindi" komi hættulega nærri því, að drýgja syndina á móti heilögum anda, sem ekki verður fyrirgefin, með því þau tileinka sér heilagan anda, og láta því heilagan anda bera ábyrgðina af þeirri syndsamlegu heimsku, sem leynist undir klæða- faldi kenningarinnar um, að til sé ekkert brot, synd eða sekt. Sérstakiega hafa líka þeir, sem ritað hafa gegn Christian Science, sýnt fram á, hversu sú kenning leiðir til hræsninnar. Hræsni er það, að sýnast annað en það, sem er. Þegar líkaminn þolir ekki við fyrir kvölum, verður maður að segja: „Það er engin kvöl til". Þó líkið liggi á börunum fyrir augum manns, verður maður að segja: „Það erenginn dauði til." Á bls. 296 í bók Mrs. Eddy (Science and Health) stendur: „Ef blekkingin segir: eg hefi tapað minninu, þá verður þú að mót- mæla því. Enginn hæfifeiki tapast." „Efbarnið grætur og segir: Eg meiddi mig, verður móðirin að bera það oían í barnið, og það enda þó blcðið streymi úr sárinu, og segja: Hvaða heimska! Þú hefur ekki meítt þig, þú bara ímyndar þér það." (Sjá bls. 336). „Sjón, heyrn og öll skilningarvit eru eilíf og geta ekki bilað", segir á bls. 418, sem þá þýðir, að blindur maður verður að standa á því fastara en fót- unum, að hann sé ekki blindur, og heyrnar- laus maður uppástanda, að hann heyri. — Á bls. 541 stendur: „Maðurinn getur ekki glatað heilagleikanum, og þó hann syndgi verður hann að fullyrða, að engin synd sé til." Qetur nokkur hlutur skapað hræsnina, ef ekki þetta? Þegar maður fer að telja sjálfum sér og öðrum trú um það, sem hann veít að er ósatt, og fer að lifa samkvæmt því, þá verður hann ósjálfrátt að hinum aumasta hræsnara. Quðfræðiskennari einn, dr. Dixon, staðhæfir í ný útkominni ritgjörð, að hjá „hinum full- komnustu" Chr. Sci. sé ekki hvatt til hjóna- bandsins, og að Mrs. Eddy kenni, að konur geti nú á dögum orðið barnshafandi fyrir heilagan anda, eins og María mey, og að til séu konur í Massachusetts, sem fullyrði, að þær hafi alið börn á þann hátt. Læknar og heilbrigðisstjórnir eiga í miklu stríði við Christian Scientists. Mrs. Eddy kennir, „að óþarft sé að þvo líkamann eða þurka, í þe'm tilgangi að hreinsa burtu óheilnæma út- dömpun líkamans." Hún segir enn fremur: „Að þvo tingbarnið daglega er ekkert náttúrlegra eða nauðsynlegra heldur en það væri, að taka fiskinn daglega upp úr vatninu og velta honum í forinni." Dr, Burton hefur samið þessar sjö ákærur á hendur Christian Science kenningunni: „(1) Hún þykist'vera kristileg, en er íraun- inni heiðin. Hann tilfærir orð eftir Pundita Ramabai, þar sem hún segist kannast við Chr. Scri. sem sams konar speki, sem kennd hafi verið á ættjörðu sinni, Indlandi, í 4,000 ár. (2) Hún þykist vera trúin, sem Jesú Kristur kenudi, en segist þó hafa verið fyrst uppgötvuð af konu fyrir 35 árum. (3) Hún þykist vera vísindaleg, en mótmælir þó fyrstu meginreglum vísindinna.

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.