Frækorn - 11.10.1907, Blaðsíða 3
FRÆKORN
311
með því að þeir kenna þá lærdóma, sem
eru manna boðorð.« Matt. 15, 9.
1 náð sinni hefir guð séð í gegnum
fingur við vanvizkunnar tíðir, en þegar
þekkingin á sannleikanum verður mönn-
unutn Ijósari, þá verður það líka heilög
skylda þeirra að aðhyllast Ijósið ogfylgja
því.
}Cinum megin.
Zacharias Topelius, einn hinn merk-
ustu manna Finna, segir þetta um
eilífa glötun:
Margir kristnir mæla á móti því, að
hegningin í vonda staðnum geti orðið
eilíf, óendanleg, og álíta, sökum kær-
leika guðs, að eilíf glötun mundi eyði-
leggja sælu allra hinna. Já, guð er kær-
leikur, en hvernig fær hann sameinað
með sér alla þá, sem ekki vilja? Guð
hefði ekki getað frelsað djöfulinn án þess
að afneitað aðalskilyrði persónulegleikans,
hinum frjálsa vilja. Vér getum eigi
sneytt hjá hinum greinilegu orðum Krists
um »eldinn, sem ekki verður slöktur, og
orminn, sem ekki deyr.«
Ein von verður eftir. Orðið ajonios.
sem oft kemur fyrir í ritningunni, og
Lúther þýddi: eih'fur, táknar í grískum
fornritum langt tímabil, sem annað tíma-
bil kemur á eftir. Boðskapur Kristsnær
yfir tímann, er fer á undan dóminum.
Tíminn hverfur, þá er Kristur hefur feng-
ið alt vald föðurnum I hendur, og þá
verður guð alt og alt guð. Pá hefir hið
illa ekkert rúm, þar af leiðandi þjáningar
eigi heldur- Djöfullinn og allir forhert-
ir verða algjörlega afmáðir; það er það,
sem ritningin nefnir hinn annan dauða.
Hinn fyrri dauði er einungis ný mynd
hinnar persónulegu tilveru.
F*ú, sem kvartar um gagnstæði hinnar
eilífu útskúfunar og hins líknsama kær-
leika drottins, þú, sem hneykslast á tvenn-
ing góðs og ills, beyg þig fyrir hinum
óendanlega vísdómi, er sameinar réttlæti
og heilagleika guðs við miskunsemi hans
og náð, og sviftir engan syndara voninni
um uppreisn, ef hann einungis sjálfur
vill!
*
* *
Hvílíkt djúp í alheimsdóminum, er
Kristur leiðir oss f Ijós í Matt. 24.! Það
er eigi nefnd nein sérstök yfirsjón hjá
hinum glötuðu, einungis skortur á ár-
vekni: heldur ekki nein sérstök dygð hjá
hinum hólpnu, einungis uppfylling á
boðorði kærleikans. Pegar leitað er að
insta kjarna þessara dóma, þá eru þeir
einungis öðrum megin: eigingjörn vantrú,
hinum megin: sjálfsafneitandi trú. Stefna
sálarinnar frá guði eða til hans er það,
er gjörir út um dóminn. Og hinn ann-
ar dauði, eilíf afmáun, er náð, veitt hin-
um vonarlausa. Rannig fylgir náðin oss
til hins síðasta. Hvers framar fáum vér
krafist af guði kærleikans? Náð í lífinu.
náð í dauðanum, náð í dóminum, alt,
alt réttlæti, líkn og náð!
(G. L. þýddi.)
Voltaire og John Fletcher.
Guðsafneitarinn alræmdi, Voltaire, heim-
sótti England og kyntist enska prestinum
John Fletcher, en hann var einhver hinn
mesti trúmaður og lifði í anda Krists,
bað stöðugt og var manna bezt kunnug-
ur heilagri ritningu. Petta hefði þau á-
hrif á Voltaire, að hann sagði um Fletch-
er: »Hann er sönn ímynd Jesú Krists.«
— Heilagt líf hefir meira sönnunargildi
gegn afneituninni heldur en margar og
skarpar röksemdir.
Christian Herald,