Frækorn


Frækorn - 11.10.1907, Blaðsíða 4

Frækorn - 11.10.1907, Blaðsíða 4
312 FRÆKORN Siðmenning fyr og nú. Það er mjög almenn skoðun nú á tímum, að fornþjóðirnar hafi verið jafn-heimskar og óupplýstar, og vér nú erum hygnir og mentaðir, að þær hafi verið eins ósiðaðar, og vér erum siðaðir, þær hafi verið eins gjörsneydd- ar menningu, og vér erum gagnsýrð- ir af henni. Þegar fjöldi manna lítur þannig á liðna tímann, þá á það ef- laust rót sína að rekja — þrátt fyrir vora viðurkendu mentun — bæði til vanþekkingar, og til þess, að menn ekki færa sér í nyt þá litlu mentun, sem þeir hafa; því flestir hafa þó heyrt svo mikið um afreksverk fyrri þjóða, að þeir skilja, að þau hafa út- heimt allmikla mentun og skarpskygni. »Pegar fyrir 4000 árum,« segir F. Bettex (í »Naturstudium og Kristen- domf) »voru Egyptar og Indverjar eins hraustir, ef ekki hraustari, eins hygn- ir og skynsamir og vér. Peir voru eins ríkir eða fátækir, hamingjusamir eða óhamingjusamir, guðhræddir eða óguðlegir; jafn rökfróðir er þeir töluðu, vitrir í ráðum, hraustir í stríði. Þeir nutu eins matar og drykkjar, höfðu fallega bústaði, hentugan klæðnað, auk þess skynsamleg lög, gott uppeldi, og fagra siðfræði. Peir keyptu og seldu, gróðursettu og bygðu, menn kvonguðust og konur giftust, þeir hötuðu og elskuðu, lifðu og dóu al- veg eins og vér. Og þegar vér les- um hin elstu rit um líf og fram- ferði manna á þeim tímum, þá geta menn undrandi sagt: »Það er alveg eins og hjá okkur.« Það væri rangt, að jafna saman á- standi Þjóðverja, Galla og Engilsaxa nú og þá, í menningarlegu tilliti. Eins og nú eru uppi viltir og ómenntaðir menn í Afríku, Nýja Sjálandi og Ástra- líu, samhliða mentun vorri, svo var mentunin á ýmsum stigum frá því fyrsta, ekki hvort eftir annað heldur samtíða. Mörgum öldum áður en Helvetíu-menn fóru að búa í bjálka- húsum — (þau héldust við í Evrópu til 750 — 1000 e. K.) — þá stóðu hall- irnar í Thebu og Memphis, Babylon Ninive, Tyrus og Karthago í blóma sínum, og báru vott um svo stórfeng- lega mentun, sem alls ekki stendur á baki mentun vorra tíma, heldur stóó miklu framar að list og skrauti. Að vísu voru hinir gömlu Þjóðverj- ar vafðir bjarnarfeldum, og bjuggu í kofum, sem varla voru betri heldur en kofar þeir, sem Nysjálandsbúar nú hafa, en þúsundumára áður höfðu Egyptar bygt pýramídana, geysistór goðahöf og skrautlegar hallir. Þeir höfðu þegar graíið stóran skurð við vatnið Moris. Þannig hafði Nebu- kadnesar bygt Babylon báðum megin við fljótið Eufrat; borgin var bygð í ferhyrning 10 milur umhverfis. í miðj- unni stóð Belústurninn, 600 fet að hæð, og hin gullna standmynd sólar- guðsins með tólf musterum umhverf- is, sem bygð voru fyrir hina ýmsu guði. Svo voru hengigarðarnir, og í þeim allskonar sjaldgæfar jurtir; garðarnir voru vökvaðir með stórum vélum til þess útbúnum. Skraut- legar hallir voru bygðar fram með fljótinu, mílu vegar út fyrir borgina. Þessi skrautlega höfuðborg ásamt hinum stóru ökrum, sem áttu að vera innbyggjendunum til viðurhalds, ef borgin yrði um setin, var meir en helmingi stærri ummáls (umhverfis) heldur en flæmið innan viggirðinganna við Paris, svo að skot hinna persn- esku umsátursmanna gátu ekkert mein gjört, auk þess var múrinn 50 álnir eða 100 fet á breidd! Þessi al-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.