Frækorn


Frækorn - 11.10.1907, Blaðsíða 5

Frækorn - 11.10.1907, Blaðsíða 5
FRÆKORN 313 heims-borg var því bygð hyggilegar og langt um stórfenglegri heldur en ný-tízku-borgirnar Lúndúnaborg, Paris, Berlín og Wien, sem yzt í jöðrunum eru að eins Ijótar, óreglulegar borg- ir. Og ef vér lesum frásögu Hero- dots um Babýlon, þá geta menn skil- ið þessi orð Nebukadnesars : »Er þetta ekki sú hin mikla Babelsborg, sem eg hefi byggja látið með mínum veldis- styrk til konungsaðseturs og minni tign til frægðar.« Dan. 4, 30. Gallar lifðu að vísu í fornöld á íkornum og hrossakjöti; en það var löngu fyrir þeirra tíma, að Assverus konungur, sem ríkti yfír 127 löndum, frá Indlandi alt til Mórlands, hélt veizlu í 180 daga fyrir höfðingja og þá vold- ugustu í landinu, og þar eftir hélt hann veizlu í sjö daga fyrir alt fólkið í höfuðborg sinni. »Par héngu hvít, blá og græn tjöld, bundin saman með dýrmætu líni og skarlatssnúrum, fest í silfurhringa á marmarastólpum; bekkirnir voru úr gulli og silfri, en gólfið var lagt með rauðum, bláum, hvítum og svörtum marmarasteinum, í alls háttar gullkerum voru drykkirn- ir inn bornir, og vín konungsins, og að engum var haldið, hve mikið hver skyldi drekka, því konungurinn hafði boðið öllum frammistöðumönnum í sínu húsi, að láta hvern gjöra eftir eigin vild. Esterarbók 1, 4 — 8. Slík veizla getur þó án efa jafnast við hinar dýrustu hirðveizlur, sem nú eru haldnar, já, stendur þeim miklu fram- ar að skrauti og stórfengi, eins og hinir geysimiklu útgröfnu kastalar og goðahallir í Ninive og Khorsbad frá tímum Senakeribs, Asúr-Banipals og Sargons með nálægt 70 sölum, tekur langt fram hinum oddborgaralegu höf- uðborgum nútímans. Par sem höfuðborg Frakklands stendur nú, á árbökkum Seine, var að vísu 1000 árum fyrir Krist mýr- lendur, þéttvaxinn skógur, sem var heimkynni hreindýra, bjarndýra, villi- uxa og villimanna, sem höfðu stein- axir að vopnum; en hundrað árum áður, fann hinn kinverski stjörnufræð- ingur Eshen-kong halla sólbrautarinnar — 23° 54’ 2”. (Núverandi 23° 27’ 22”.) Og 600 árum áður má sjá af töflum Sargons konungs og Arganas, að í Ninive var opinbert bókasafn, þar sem menn gátu fengið vísindabækur og töflur og athuganir um jarðstjörn- una Dilbat eða Istar (Venus). — Flammarion, Les etoiles, bls. 759. J. Menant, Ninive og Babylon, bls. 141. Englendingar, sem nú eru svo voldugir, voru á dögum Hengists og Hosars enn þá ósiðuð þjóð, er sigldi um höfin á bátum sínum (»curraghs«), er búnir voru til úr pílviðar- fléttum og hrosshúðir strengdar þar utan yfir; en jafnvel 700 árum áður var hin mikla Tyrus drotning hafsins, og kaupmenn þeirrar borgar bjuggu í konunglegum höllum, ogvoruengu síður en menn nú á dögum. Hin skrautbúnu skip þeirra sigldu yfir höfin, sóttu svo mikið silfur til Spán- ar að þeir bjuggu til akkeri úr því; þeir sóttu tin til Englands, raf til Königsberg, apa og páfugla til Ind- <ands. Undir forustu Hannós sigldu þeir kringum Afríku og uppgötvuðu gorillana 25000 árum áður en nökk- ur þeirra var fluttur tii Berlínar. Pessi þjóð varekki sú einasta. Grikk- ir voru meistarar í húsagerðarlist, og það er alkunnugt, hve mjög þeir stóðu oss framar í myndasmiði. Enn þá eru garðar vorir og hallir skreytt með myndastyttum þeirra. Nú á síð- ari tímum hefir líka verið viðurkent,

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.