Frækorn


Frækorn - 11.10.1907, Blaðsíða 11

Frækorn - 11.10.1907, Blaðsíða 11
FRÆKORN 319 Þvottakonan. »Mig langar til að láta þessa rúm- ábreiðu með óhreina fantaðinum í dag; það er engin þörf að þvo hana, en eg held nú, að eg gjöri það samt«. »Hversvegna viltu gjöra það María, ef þess þarf ekki ?< spurði móður systir hennar hægt en alvarlega . Hvers vegna? Þú veizt, að við höf- um svo lítinn þvott í dag, að Kristín lýkur við hann, í síðasta lagi klukkan eitt, og eg varð að borga henni jafn mikið og þó hún væri til kvölds, og svo — —«. »Bíddu við augnablik, kæra María,« sagði gamla konan blíðlega, — hugs- aðu þig um. Hugsaðu þér, að þú værir í hennar sporum, værir neydd til að standa yfir þvottabalanum 6 daga á viku til þess að komast af. Mund- ir þú þá ekki vera glöð, ef dagsverk- inu væri lokið áður en kvöld væri komi einstöku sinnum, svo þú gætir unnið stundarkorn fyrir sjálfa þig, eða eí þess væri kostur, að hvíla þig augna- bliki. Það er ervitt fyrir kvennmann að vinna sér brauð á þennan hátt. Sjáðu ekki eftir því, þótt Kristín hafi létta vinnu einn einasta dag. Retta er fjórði dagurinn í þessari viku, sem hún hefir farið á fætur fyrir birtu í þessu kalda veðri og ekki vinnan hæg, það vitum við. Lofaðu henni að fara um hádegi, ef hún verður búin þá. Legðu ábreiðuna aftur yfir rúmið og seztu hér niður; þá skal eg segja þér, hvernig fór fyrir vesalings þvottakonu einusinni, af því frúin, sem hún vann hjá, gjörði eins og þú ætlaðir að gjöra í dag til þess að lengja vinnutímann.« Oamla konan tók af sér gleraugun, þerraði tárin, sem höfðu komið fram í augu hennar og byrjaði með titr- andi málrómi sögu sína; Rað var nýgift kona, sem Anna hét. Hún var vel gift og henni leið vel. Fyrstu tíu árin féll enginn skuggi á lífsferil hennar. Heimilið var skemti- legt og aðlaðandi og maður hennar var jafnblíður og elskuverður og með- an þau voru trúlofuð. Honum gekk vel starf sitt. Pað jók ánægju þeirra, er þau eignuðust lítinn, Ijóshærðan dreng — eftirmynd föður síns, og unnu foreldrar hans honum hugást- um. En gleðidagarnir stóðu ekki alt- af yfir. Rað fór fyrir Önnu og mann- inum hennar eins og svo mörgum öðrum — einmitt þegar hamingjan stóð sem hæst, stóð ógæfan fyrir dyr- um. Pau urðu fyrir margskonar mót- læti og vonbrigðum maöurinn misti atvinnu sína, og þá var ekkert til að lifa af. Rau mistu samt ekki kjarkinn, heldur reyndu þau að ryðja sér braut í öðrum bæ. Pau voru frísk og glöð og unnu af kappi; eftir nokkurn tíma fór hagur þeirra að batna. En það varaði stutta stund, þar til mótlætið kom aftur. Maðurinn varð veikur og lá í rúminu, svo mánuðum skifti og dróst upp bæði af veikinni og jafn- framt af skorti á nauðsynlegu viður- væri og læknishjálp. Konan hans vann af öllum mætti og hafði öll spjót úti, sem hún gat, til að hafa ofan affyrir þeim, og loksins stóð hún — við þvottabalann. Mikil voru umskiftin, frá brúðkaups- deginum, þegar hún stóð skarti búin fyrir altarinu, og framtíðin brosti við henni. í vetrarhörkunum og skammdeginu fór hún altaf á fætur fyrir birtu til þess að berjast fyrir lífi sínu og sinna. Hún varð oft að brjótast gegnum snjóinn að eldhúsunum í húsunum þar sein hún þvoði ; og þegar inn var komið, var alt fult af myrkri og

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.