Frækorn - 11.10.1907, Blaðsíða 12
320
FRÆKORN
reyk. íJar varð hún að þvo allan
daginn í sterkju-hita og ólofti og að
því loknu fara út í gaddfrosti til að
hengja línið upp. Regar hún hafði
veitt móttöku hinni lágu borgun fyrir
dagsverkið, varð hún aftur að brjót-
ast gegnum snjóinn heim að hinu
kalda og dimma heimili sínu. Mað-
urinn hennar gat hvorki lagt í ofn-
inn eða kveikt á lampanum — svo
veikur var hann. Hún bar oft kvíða
fyrir því, að hún mundi koma of seint
heim á kvöldin.
Rað var einusinni einn kaldan vetr-
armorgun, þegar hún var að búa til
morgunmatinn og taka til í herberg-
inu, áður en hún færi að heiman, að
maðurinn hennar bað hana að koma
að rúminu til sín.
»Anna« sagði hanri í hálfum hljóð-
um, »eg vildi þú gætir komið heim
í fyrra lagi í kvöld ; reyndu að koma
áður en dimt er orðið«.
»Eg skal reyna«, svaraði hún þreytu-
lega.
»Mig langar að sjá þig við dags-
birtyna«.
»Er þér að versna?« spurði hún
eins og með kvíða, um leið og hún
tók á lífæðinni.
»Nei, ekki held eg það, en mig
langar enn einu sinni að sjá andlit
þitt við Ijós sólarinnar*.
Hana langaði að mega sitja við
rúmið hans, unz sólin rynni upp og
skini inn um litla glugganTi, en hún
mátti ekki tefja lengur. Hún varð að
yfirgefa hann og fara til vinnu sinn-
ar, því þarfirnar kölluðu. En ekki var
annað upp á að hlaupa en það litla,
sem hún fékk fyrir vinnu sína.
Pegar hún kom þangað sem hún
átti að þvo, beið hún áhyggjufull eft-
ir þvottinum. Gleðibros fór um var-
ir hennar, þegar hún sá, að þvotturinn
var ekki meiri en það, að hún gæti
hæglega verið búin að þvo kl. tvö,
og máske fyr, ef hún hefði hraðann
á borði. Ástin og kvíðinn juku henni
nýjan kraft og dug. Þegar klukkan
var lítið yfir eitt, var hún búin að
hengja allan þvottinn upp til þerris.
En rétt í því hún ætlaði að hella
skólpinu úr þvottakerinu, kom hús-
móðirin með tvær rúmábreiður og
mælti:
»Af því þér hafið svo lítið að þvo
í dag, langar mig til að þessi tvö
stykki gætu verið með«.
Petta jók henni sára hrygð, svo hún
gat ekki varist gráti. Hún duldi sorg
sína, sem bezt hún gat, og fór aftur
að vinna af miklu kappi. Regar hún
lagði af stað heimleiðis var klukkan
orðin liálf fjögur. — Einni stund of
seint. — Gamla konan komst svo við,
að hún varó að hætta sögunni.
• Einum tíma of seintN hélt hún
áfram eftir langa þögn. »Maður henn-
ar var ríú rétt í andlátinu. Hann gat
aðeins með veikum mætti mælt nokk-
ur orð við konu sína til að láta henni
í Ijósi, hve hjartanlega hann hefði þráð
að sjá hana, en gæti það nú ekki,
því myrkur dauðans legðist umhverf-
is sig. Um stund lét hún hann hall-
ast upp að brjósti sér — svo fékk
hann hvíld.
»Maria, ó María«, — það var svo
mikil alvara í orðum gömlu konunn-
ar, að þau gengu til hjartans. »Vertu
góð og meðaumkunarsöm við þvotta-
konuna þína. Settu henni ekki of
langan vinnutíma. Gerðu henni yfir
höfuð sem léttast fyrir. Fáar konur
mundu ganga daglega að slíku verki,
sem hún, nema neyð ræki á eftir
þeim. Engin kona mun á brúðkaups-
degi sínum hugsa til að hafa ofan af
fyrir sér á þenna hátt. Það máttu