Frækorn - 11.10.1907, Blaðsíða 6
3l4
FRÆKORN
að söngur þeirra og málaralist hefir j
staðið í hærra stigi heldur en hjá
oss. Meðal hinna 2000 ára gömlu,
vax og ryðleirs máluðu mynda frá
gröfunum í El. Fajum, finnast meðal
hinna mörgu ófullkomnu málverka
einnig meistaralegar myndir, þar á
meðal mannshöfuð eitt með gagn-
scejum, skörpum augum, sem jafnvel
Lenbach hefði ekki getað málað bet-
ur. Pegar hið gamla gríska kvæði
Appollós-lofsöngur, sem grafið var í
Delfi, var sýnt í Stuttgart, sagði mað-
ur um það, sem hafði þekkingu á
söng: »Áhrif söngsins eru djúp og
einkennileg, hátíðlegur, langdreginn
hljómir, sem minnir á harmasöng-
inn í hinni kaþólsku guðsþjónustu,
sam fyllir eyrað og laðar sál manns-
ins enn í dag til fjárgleiks með hin-
um lyftandi helgisiðablæ sínum. Lof-
söngur þessi gefur oss líka háa hug-
mynd um lista-gildi hinna forngrísku
söngva, og menn mega viðurkenna
dóm Reimanns, er hann segir: Sam-
söngurinn yfir höfuð að tala með
cithar og flautusöngnum, hin viðhafn-
armikla skrúðganga fyrir framan must-
erið í Delfi, og hinn gullglans-
andi helgidómnr — alt þetta hlýtur
að hafa haft ákaflega stórfengleg, dýrð
leg áhrif*. — Parísar sönglistarmenn
voru líka hrifnir, og fundu lagið a la
Wagner fegurri oghreinni. Auk þess
getum vér hugsað, að menn ekki hafi
fundið strax í þessum lofsöng App-
ollós hið bezta, sem sönglistin hefir
framleitt á þeim tíma. — Pað er óséð,
hvað eða hve mörg samskonar lista-
verk verða grafin upp frá 19. öld.
(Herold.)
Sjálfsþekking er móðir auðmyktar-
innar,
.JKœkur og rit
Fr. Hoffmann. Æska Mozarts. Theódór
Árnasonþýddi fyrir íslenzkan æskulýð.
— Gefið út á kostnað Unga íslands.
80 bls.-Rvík 1907.
Þetta er gott og eigulegt kver. Málið
laglegt og hreint. Þýðandinn er 17 ára
gamall unglingur, og má það gott heita,
að rita svo gott mál. Lesendur »Fræ-
korna« þekkja hann annars frá fyrri ár-
um: í 3. árg. »Frækorna« eru ýmsar þýð-
ingar eftir hann.
HAlg'dmur Jónsson: Sta/rófskver. 112
bls. Kostnaðarmaður: Sigurður Jónsson
(frá Álfhólum). Rvík 1907.
I formálanum segir höf. meðal annars:
»Með þessu stafrófskveri hefi eg ætlað
að bæta úr óvilja þeim og leiðindum,
sem stafrófskenslan hefir of oft haft í för
með sér. Eg ætlast til að barnið læri
að þekkja hvern staf um leið og það
skoðar myndina, og getur sá sem kenn-
ir, ráðið, hvar hann byrjar á stafrófinu.
Pað verður ætíð að haga sér nokkuð
eftir næmi barnsins. Eg h_fi þá trú, að
barnið opni kverið sitt glaðara í bragði
til þess að skoða myndirnar heldur en
eingöngu til þess, að læra að þekkja
stafmerkin. Myndirnar eru líka góður
texti í frásögu fyrir börnin«.
Kverið lítur vel út og verður líklega
börnunum kærkomið. Myndirnar hefðu
átt að vera betri, og er vonandi að þær
verði það, ef bókin kemur út í 2. útg.
Á bls. 92 er stafróf, sem á að sýna
gotneskt letur, og er það að vísu, að
minsta kosti fyrirsögnin. Það gagn, sem
slíkum leturbreytingum í stafrófskverum
er ætlað að gera, hlýtur að vera að
kenna barninu að lesa bækur með »gömlu
prenti«, »fraktúru«-letur, sem kallað er,
eða þá »gotneskt« letur,« En í þessu