Alþýðublaðið - 08.05.1963, Síða 1

Alþýðublaðið - 08.05.1963, Síða 1
44. árg. — Miðvikudagur 8. maí 1963 — 102. tbl. Framburður Wood's við réttarhöldin í gær: Þessi mynd er tekin í Sakadómi Reykjavíkur í gær dag, skömmu eftir a"ö John Wood, togaraeigandi frá Aber deen, kom fyrlr réttinn að eigin ósk. Var þar tekin af hcnum skýrsla, þar sem hann skýrði frá málsatvikum, eða þeirri hlið málsins, sem að honum snýr. Hér er hann á myndinni aö skrifa nafn sitt heimilisfang, fæðingardag og fleirá. Til vinstri við hann situr Hilmar Foss, löggiltur dómtúlkur í ensku. Osló, 7. maí. (NTB). Flugslysanefndin (norska) hefur til þessa engar tæknilegar bilanir eða galla fundið, er skýrt geta orsakir þess, að íslenzka Vis- countflugvélin (Hrímfaxi) hrapaði til jarðár á Nesöya 14. apríl. í bráðahirgðaskýrslu, sem dreift var til blaða í dag, bendir nefndin á, að ekki hafi heldur komið í ljós neitt, sem sérstaklega óeðli- legt gæti talizt, í öðrum atvikum í sambandi við flugið. Ljóst þykir, að aðflugið hafi ver- ið alveg með eðlilegum hætti þar til örfáum sekúndum fyrir slysið, og flugvélin hafi þá skyndiiega tek ið slefnu til jarðar í 30-40 gráðu horn, segir í skýrslu nefndarinnar. Rannsókn á flugvélarhlutunum lieldur áfram í Fornebu, og hlutar af hreyflum og skrúfum verða rann sakaðir á rannsóknarstofum í Eng- landi. i VEÐURSKILYRBI SÆMILEG. Veðurskilyrðin þegar slysið átti sér stað, eru talin hafa verið sæmileg og tiltölulega venjuleg miðað við árstíma. Dálítil ísing settist á flugvélina á nokkrum hluta aðflugsins, segir nefndin. í flugslysanefndinni eiga sæti G. Halde ofursti, G. Nyhus, lög- reglustjóri, E. Tjensvoll undirof- ursti og M. Ulvatne ráðunautur, sem var ritari. Eíigin skýring á Hrímfaxaslysinu Nefndin leggur áherzlu á, að þar sem flugvélin gereyðilagðist sé hin tæknilega rannsókn mjög erf- ið. NAKVÆM RANNSOKN. r Að loknum rannsóknum á slys- staðnum voru mikilvægustu flug- vélarhíutarnir, m. a. hreyfill og skrúfur, fluttir til Fornebu þar sem nánari rannsókn fór fram. Að lok- um var öllum öðrum leifum flug- vélarinnar safnað saman og þær fluttar til Fornebu. Bæði enska slysaeftirlitið og ís- lenzk flugmálayfirvöld tóku þátt í rannsóknarstarfinu. Einnig hefur nefndin notið aðstoðar norskra og enskra tæknifræðinga, m. a. full- trúa ensTtu verksmiðjanna, sem smíðað höfðu flugvélina, hreyflana og skrúfurnar. RANNSOKN I Mihvood-málinu hélt áfram í Sakadómi Reykjavík- ur í gær. Kom þá m. a. fyrir rétt- inn Mr. John Wood, eigandi Mil- wood’s, en hann kom hingað til lands í fyrrakvöld. Aðalástæðurn- ar fyrir ltomu sinni hingað, og óskuin um að fá að koma fyrir dóminn, sagði hann vera þær, að hann teldi að hér gætti einhvers misskilnings, og í öðru lagi, að liann sem eigandi togarans, hefði verið í 6-700 mílna fjarlægð, er hið meinta brot á að hafa verið framið, og hann ekki haft á hendi stjórn skips eða skipstjóra. Hann kvaðst óska eftir því, að fá skipið í sínar hendur sem allra fyrst. Það væri búið að vera hér lengi, og lega þess kostaði um 200 pund á dag. Ef það myndi dragast lengur, að hann fengi skipið, myndi hann örugglega verða að hætta starfsemi sinni sem útgerðarmað Framh. á 5. síðu Smith er sauðþrár. LéynEskjöl úr vrnstri st|óminni: Framsókn vildi gengislækk- un, en kommar sovézkt lán ÞEGAR umræSurnar um viSreisnarráSstafanir ríkisstjórnarinnar í febrúar 1960 stóðu sem hæst og framsóknarmenn og kommúnistar réðust sem harðast gegn gengisfellinguni, sem þá var ráðgerð, opin- beraði Gylfi Þ. Gíslason nokkur leyniskjöl úr vinstri stjórninni, sem leiddu í Ijós, að Framsókn hafði vorið 1953 lagt fram tillögur um gengislækkun en kommúnistar vildu þá taka stórt rússneskt lán til þess að leysa efnahagsvanda okkar íslendinga. — Sjá PUNKTA bls. 5.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.