Alþýðublaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 13
Ársþing BÆR VERÐLAUN Bandalag æskulýðsfél. Reykja- víkur hélt ársþing sitt nýlega. Þar voru gerðar ýmsar breytingar á lög um dg Gfefnfc^krá samtakanna. Bygging æskulýðshallar virðist nú ekki tímabært viðfangsefni í bili þar eð hentugra þykir að .ireifa æskulýðsstarfsemi borgarinnar meira í hin ýmsu þéttbýlu og mann mörgu hverfi. íþróttasamböndin fylkja sér hins vegar ein um byggingu íþróttahúss ins í Laugaidalnum, sem jafnframt verður sýningarhöll verzlunarsam- taka og borgar.’inar yfirleitt. B.Æ.R. vill hins vegar sem heild leggja áherzlu á að efla samstarf ÚT er komin hjá Almenna bólta- félaginu önnur bók mánaðarins fyrir maímánuð, hin kunna rúss- yeska saga, Dagur í lífi ívans Denisovichs eftir Alexander Solz- henitsyn. Þýðandi er Steingrímur Sigurösson. Þessi saga, sem varð heims- fræg næstum sama daginn og hún birtist í fyrsta sinn, gerist í rúss- neskum fangabúðum á Stalinstím- anum. „Ekkert þessu líkt hefur nokkru sinni birzt í sovétbókmennt um,” bergmálaði í blöðum um all- an heim, en í Rússlandi seldist tímaritsheftið, þar sem sagan birt ist, upp á nokkrum dögum, og aðalpersóna sögunnar, Ivan Deni- sovichs, varð umræddasta persóna Sovétríkjanna. Bókin er 176 bls. að stærð. — Káputeikningu hefur Atli Már gert, prentun hefur Víkingsprent annazt, en Bókfel} bókbandið. og kynni hinna ýmsu aðildarfélaga með því að beita sér fyrir æsku lýðsdegi og jafnvel æskulyðsviku þar sem efnt yrði til samicbmu- halds, listkynninga og sýninga, sem túlkuðu sem bezt hugs jónir cg áhugamál unga fólksins á hverjum tíma. Auk þess yrði aukin og efld fyrir greiðsla um útvegun fræðsluþátta. fyrirlesara, kvikmynda og kyrr- mynda, sem orðið gætu starfsemi hinna ýmsu aðildarsamtaka að Jiði, og haldi nnámskeið fyrir verðandi foringja og forystumenn. Þing B.Æ.R. taldi nauðs.vnlegt að s‘jóm Worgarinnar notfærði sér sf>m bezt þessi samtök æsku- lýðsins og styrkti því frjálst fram tak B Æ.R. til virkrar þátttöku í starfsemi Æskulýðsráðs þess, sem nú starfar. Hér eru framréttar hendur unga fólksins sjálfs og á- húgasamra manna og kvenna, sem unnið hafa áratugum eaman að félagsmálum æskunnar í horginni og eru því reynslunni ríkari um allt, sem æskulýðsmál snertir. Taldi þing þetta einsætt, að Bandalagið nyti framvegi.s styrks frá borg og ríki til cflmgar~siarf-. semi sinni og fól verðandi stjórn að athuga um slíkan fjárhagsgrund völl i náinni framtíð. fíu hingað til hafa samtökin engan opinberart stuðning hlotið nema þá óheinlín- is, og hefur fjárþröng því mjög torveldað allt starf B.Æ.R. - Núverandi stjórn BÆ.R. er þannie skiouð: Sr. Árelíus Níe's- son formaður, S_r. Ólafur Skúlason ritari, Ingi B. Ársælsson féhirðir, Ólafur Pálsson varaformaður, Gísli Gunnarsson meðstj., Gullveig Sæmundsdóttir meðstj., Ragnar I Kjartansson meðstj. SKÓLASUT AÐ HALLORMSST AD Árný Skúladóttir. í síðasta jólablaði Æsknnnar, efndi blaðið og Flugfél’g ís’ands til spurningaþrautar. Spurningar í þrautinni voru alls 40 og var frest urinn til að svara þeim ú'runninn 1. maí sl. Alls bárust 386 svör, af þeim voru 146 rétt og var dregið um verðlaunin. Úrslit urðu þau, að Árný Skúladóttir Hlíðarbraut 9 Hafnarfirði hlaut fyrstu verðlaun sem er flugferð með vél fiugfélags íslands fram og aftur til Noregs og þriggja daga dvöl þar. Önnur verðlaun hlaut llelga Þórðardóttir Sauðanesi pr. Blöndu ós, flugferð fram og aftur á ein- hverri af flugleiðum FlugféJags ís- lands hér innanlands. Þriðju, fiórðu og fimmtu verðlaun sem voru peningar hlutu: Alrún Krist- mannsdóttir, Sundi Eskifirði, Guð jón Ingvarsson, Fögrubrekku 6 Kópavogi og Kristín Björg Hilm- arsdóttir, Rauðalæk 8 Reykjavík. Þessi Noregsför verður sú þriðja í röðinni, sem Æskan og Flugfél9g íslands gangast fyrir með börn til útlanda. Æskan er elzta og stærsta barnablað landsins og er nú gefin út í 11 þúsund eintökum. Ritstjóri hennar er Grímur Engil- berts. T ilkynnmg Húsmæðraskólanum að Hallorms stað var slitið 28. f.m. að viðstödd um um 150 gestum, auk nemcnda og starfsfólks skólans. Athöfnin hófst með guðsþjón- ustu og prédikaði sóknarpresturinn sr. Marinó Kristinsson. Forstóðu- kona skólans, Guðrún Ásgeirsdóttir flutti skólasUtaræði^. Lýsti hún starfsháttum skólans og afhenti nemendum prófskírteini. Jóhannes Stefánsson skólanefndarmaður flutti ávarp og Sigurður Blöndaí skógarvörður afhenti gjöf frá 20 ára nemendum, látlausan og íagr an kertastjaka með áletruninni: Til minningar um Sigrúnu P. Blöndal Hallormsstað. Að lokum var opnuð myndar’eg og fjölbreytt handavinnusýning, og gestir þágu rausnarlegar veitingar. í haust hófu 30 stúlkur nátn við skólann, og luku nú 14 próf- um yngri deildar, en 14 frá eldri déild, þar af tveir gagnfræðingar, sem luku prófi eftir eins árs nám við skólann. Hæstu einkunn við burtfararpróf eldri deildar hlaut Kristbjörg Jenný Sigurðardóttir, Húsey 9,32, næst varð Guðrún Ljós brá Björnsdóttir Ketilsstöðum Hjaltastaðaþinghá 8,98 — báðar gagnfræðinga.r — en þriðja í röð innj vafrð Kolbrún Vigfúsdóttir Borgarfelli Skaftártungu 8,59. Kol brún hafði stundað nára í tvo vet- ur við skólann. Af yngri deildar stúlkum hlaut Guðrún Sigurðar- dóttir Húsey hæstu einkunn 8,95, næst varð Guðlaug Kröyer ÍJnalæk með 8,50, þá Auður Jónsdóttir Múla Álftafirði með 8,48. Skólahættir voru með líku sniði og. áður. Nemeddur skiptust á heimsóknum vlð Eiðaskólanema, haldin var árshátíð og farið í styttri ferðir um nágrenni skólans, ýmsir gestir heimsóttu skólann m.a. námsstjóri húsmæðrastigsins Halldóra Eggertsdóttir og Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, sem sýndi skuggamyndir og flutti er- indi. Dvalarkostnaður eldri deildar stúlkna varð kr. 9900 skó.iaánð, en yngri deildar kr. 8900 og er þá handavinnuefni meðtalið. í orlofsleyfi Ásdísar Sveinsdótiur stýrði Guðrún Ásgeirsdóttir skói- anum. Aðrir fastir kennarar voru: Þórunn Þórhallsdóttir Egilsstöð- um, sem kenndi handavinnu og Marsibil Jónsdóttir Reykjavik, sem kenndi matreiðslu. Stundaken® arar þeir sömu og áður, Þórný Frið- riksdóttir og Sigurður Blöndal. Margar umsóknir um skólavist fyrir næsta ár hafa þegar borizf. Sumargistihús verður starfrækt á Hallormsstað í sumar. Þar verða a.m.k. þrjár orlofsvökur hús- mæðra og þegar hafa verið ákveðn- ir þar ýmsir fundir fjórðungssam- taka. • t ísafirði sagt upp ísafirði 29. aprfl. Iðnskóla ísaf jarðar var slitið 23. apríl sl. Skólastjórinn, Björgvin Sighvatsson, hélt ræðu við skóla- uppsögnina og afhenti nemendum bókaverðlaun fyíir námsárangur og störf í þágu skólans. í ræðu ! sinni gerði skólastjórinn grein fyr | ir skólastarfinu á vetriniun. i Skólinn var settur 9. janúar sl. í skólanum voru 27 nemendur. og tilheyra þeir samtaJs 11 iðngrein- i um. Undir próf gengu 23 nemend- ur. Þar af luku burtfaraprófi 11 og tilheyra þeir eftirfarandi iðngrein- um: 3 í netagerð, 2 bifvélavirkiar, 2 ljósmyndarar, 1 rafvirki, 1 mál- ari, 1 múrari og 1 nemandi i hár- greiðslu. Hæstu aðaleinkunn á burtfarar- prófi hlaut Árni Guðbjarnason raf- virki, ísafirði, 8,83, sem jafnframt var hæsta aðaleinkunn yfir skólann Hæstu aðaleinkunn í 2. bekk hlaut Ásgeir .Sigurðsson 8,69, og hæstu aðaleinkunn í 1. bekk hlaut Helgi Júlíusson 8,65. Framhald á 12. síðu. FRA YFIRKJORSTJORN VESTFJARÐAKJÖRDÆMIS Við kosningar til Alþingis, sem fram eiga að fara 9. júní 1963, verða eftirtaldir framboðslistar í kjöri í Vestf jarðak j ördæmi: A — listi Alþýðuflokksins: 1. Birgir Finnsson, alþingismaður, ísafirði. 2. Hjörtur Iljálmarsson, skólastjóri, Flateyri. 3. Ágúst Pétursson, skrifstofumaður, Patreksfirði. 4. Ósk Guðmundsdóttir, frú, Bolungarvík. 5. Pétur Sigurðsson, vélstjóri, ísafirði. 6. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri, Reykjavík. 7. Guðmundur Andrésson, rafvirki, Þingeyri. 8. Jens Hjörleifsson, verkamaður, Hnífsdal. 9. Kristján Þórðarson, bóndi, Breiðalæk, Barðastrandarhreppl. 10. Bjarni Friðriksson, verkamaður, Suðureyri. B — listi Framsóknarflokksins: 1. Hermann Jónasson, alþingismaður, Reykjavík. 2. Sigurvin Einarsson, alþingismaður, Saurbæ, Barðastrandar- sýslu. 3. Bjarni Guðbjörnsson, bankaútibússtjóri, ísafirði. 4. Halldór Kristjánsson, bóndi, Kirkjubóli, Önundarfirði. 5. Bogi Þórðarson, kaupfélagsstjóri, Patreksfirði. 6. Gunnlaugur Finnsson, bóndi, Hvilft, Önundarfirði. 7. Hafliði Ólafsson, bóndi, Ögri, Ögurhreppi. 8. Ólafur E. Ólafsson, kaupfélagsstjóri. KróksfjarðarnesL 9. Torfi Guðbrandsson, skólastjóri, Finnbogastöðum, Ámes- hreppi. 10. Ragnar Ásgeirsson, héraðslæknir, ísafirði. D — listi Sjálfstæðisflokksins: 1. Sigurður Bjarnason frá Vlgur, ritstjóri, Reykjavík. 2 Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastj., Reykjavik. 3. Matthias Bjamason, framkvæmdastjóri, ísafirði. 4. Ari Kristinsson, sýslumaður, Patreksfirði. 5. Kristján Jónsson, kennari, Hólmavik. 6. Einar Guðfinnsson, útgerðarmaður, Bolungarvík. 7. Rafn A. Pétursson, framkvæmdastjóri, Flateyri. 8. Aðalsteinn Aðalsteinsson, bóndi, Hvallátrum. 9. Andrés Ólafsson, prófastur, Hólmavik. 10. Marselíus Bemharðsson, skipasmíðimeistari, ísafirði. G — listi Alþýðubandalagsins: 1. Hannibal Valdimarsson, forseti Alþýðusambands íslands, Reykjavík. 2. Steingrímur Pálsson, umdæmisstjórl, Brú, Hrútafirði. 3. Ásgeir Svanbergsson, bóndi, Þúfum, N-ísafjarðarsýslu. 4. Ingi S. Jónsson, skrifstofumaður, Þingeyri. 5. Játvarður Jökull Júlíusson, bóndi, Miðjanesi, A-Barða- strandarsýslu. 6. Haraldur Guðmundsson, skipstjóri, ísafirði. 7. Davíð Davíðsson, bóndi, Sellátrum, V-Barðastrandarsýslu. 8. Guðsteinn Þengilsson, héraðslæknir, Suðureyri. 9. Páll Sólmundarson, sjómaður, Bolungarvilc. 10. Skúli Guðjónsson, bóndi, Ljótunnarstöðum, Hrútafirði. ísafirði, 9. maí 1963. í yfirkjörstjórn Vestfjarðakjördæmis: Högni Þórðarson Ólafur Guðjónsson Sigurður Kristjánsson Jónatan Eiuarsson ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 16. maí 1963 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.