Alþýðublaðið - 16.05.1963, Síða 15

Alþýðublaðið - 16.05.1963, Síða 15
Ég var kominn mjög nálægt því að gera það, þegar dyrunum var hrundið upp og Jack, Weston og tveir verktakar komu inn. Þegar ég heilsaði mönnunum leit ég á borðklukkuna og sá, að hún var kortér 'yfir ellelu. Eg hafði enn tíma til að aðvara Eimu í hádeginu. En það vildi svo til, að fundur inn með verktökunum varð svo flókinn, að Jack stakk upp á, að við borðuðum hádegisverö sam- a nog reyndum að útkljá máiin yfir matnum. „Heyri5 hið, þið skuluð fara á undan“, - 'Si ég. „Ég þarf að liringja oy, kem svo á eftir ykk- ur“. , Þegar þeir voru farnir, kveikti ég mér í sígarettu og starði á símann. Ef ég aðvaraði Rimu um, að Wilbur væri á leiðinni, mundi hún hverfa. Ég mundi sennilega aldrei finna hana aft- ur. Hún mundi halda áfram að kúga út úr mér fé, og ef ég borg aði ekki, færi ég í fangelsi, en umhugsunin um Wilbur sitjancii í lestinni, sem sífellt nálgaðist hana, varð til þess að mér rann kalt vatn milli skinns og hör- unds. Þessi áætlun öll saman var eins og kasta upp peningi. Kór ónan — og hún dæi. Talan — og ég færi í tukthús. Því ekki að útkljá málið þannig strax? Ég tók pening upp úr vasa mínum og fleygði honum hátt upp í loft. Ég heyrði hann falla á gólfið við hliðina á mér. Nokkur augnablik sat ég þarna og leit ekki niður, en síðan tók ég á, hallaði mér Jram og leit á peninginn. Kórónan sneri uppi. Jæja, þannig var það þá. Ég gat þvegið hcndur mínar af á- byrgðinni. Nú gat ég látið mál- ið hafa sinn gang. Ég stóð á fæt ur, drap í sigarettunni og gekk áleiðis fram að dyrunum. Þá stanzaði ég. Atburðirnir frá Rusty's bar kom upp í huga mér. Ég sá Wil bur aftur fyrir mér með hnífinn í hendinni. Ég sá Rimu hnipra sig saman í básnum með opinn munninn, og ég heyrði aftur óp hennar. Ég lieyrði líka neglur hennar kióra í vegginn. Ég gat ekki gert henni þetta. Ég varð að aðvara hana. Ég gekk aftur að skrifborð- inu, tók upp símann og hringdi á landssímann. Ég bað um síma númer Rimu. Fálkiiih hlnðsölii sín5; Ég beið og hlustaði á suðið í símavírunum. Stúlkan sagði: „Það svarar enginn. Er einhver við?“ „Ég held það. Gjörið svo vel að hringja aftur“. Það varð önnur löng bið, síð- an sagði stúlkan: „Mér þykir það leitt, en það svarar enginn í númerinu". Ég þakkaði henni fyrir og lagði símtólið á. Hið augljósa hafði gerzt: Vas- ari hafði flúið, og Rima farið með honum. II. En ég lét ekki við svo búið sitja. Það var auðvitað hugsan- legt, að Rima hefði skroppið frá og mundi koma heim síðar. Þris var sinnum þennan dag, þegar Weston skrapp frá, hringdi ég, en það var ekkert svar. Loks komst ég að þeirri nið- urstöðu, að hún væri farin, cg þessi fáránlega fjarstýrða morð áætlun mín hefði mistekizt. Mér iétti og ég gladdist. Nú yrði ég að búa mig undir vand- ræði. Efir sex daga mundi Rima ætlast til að fá þjátíu þúsund dollara greidda inn í bankareikn inginn sinn. Ég ætlaði ekki að borga. Ilvað mundi hún gera? Fara tií lögrcglunnar? Ég gat ekki hætt á neitt. Ég varð að reikna með, að hún færi til lög- reglunnar, og ég yrði á næst- unni handtekinn fyrir morð. Ég varð nú að gera ráðstafan ir í sambandi við framtíð Saritu. Ég hringdi til Mathisons borg- arstjóra og spurði, hvort ég mætti líta inn hjá honum eftir kvöldverð. Hann vildi, að ég borðaði kvöldverð hjá sér, en ég afsak- aði mig. Ég var ekki i skapi til slíks. Helen og Mathison sátu við eldinn, þegar ég kom, og þau tóku mér mjög vel. Ég sagði þeim frá væntanlegum uppskurði á Saritu. Mathison sagði strax: „Hvem ig ertu staddur fjárhagslega, Jeff? Þetta gæti orðið dýrt. Þú veizt hvernig okkur er við Sar- itu. Við lítum á hana, eins og okkar eigin dóttur“. „Já“, sagði ég. „Það eru eng in vandræði með peninga. Ég get séð um það, en það lítur svo út sem hún muni þurfa á mikilli hjúkrun og umönnun að halda næstu árin. Hún hefur engan til að styðjast við nema mig. Éf eitthvað kæmi fyrir mig, mundi hún standa ein uppi.“ „Auðvitað ekki“, sagði Mat- son. „Var ég ekki að segja rétt íð an, að við litum á hana elns og dóttur okkar. Ef eitthvað kæmi fyrir þig, flytti hún hingað. En hvað á allt þetta annars að þýða? Hvað er iíklegt að komi fyrir þig?“ „Ég veit hvernig honum líð- ur“, tók Helen fram í. „Maður veit aldrei. Það er rétt hjá hon- um að hafa áhyggjur“. Hún brosti til mín. „Við litum eftir henni, Jeff: það er loforð. og brosti og klappaði mér á h i íd- létt. Þegar ég ók heimleiðis fann ég í fyrsta sinn síðan Rima byrj- aði að kúga fé út úr mér til hug arliægðar. Næsta morgun fór ég til heilsu hælisins. Zimmerman sagði mér, að Saritu væri enn að fara fram. „Ég vil ekki gefa yður of mikl ar vonir, herra Halliday", sagði hann, „en það er hugsanlegt — að vísu ekki mikill möguleiki — en möguleiki þó, að hún geti gengið aftur.“ Hann fylgdi mér inn til Sar- itu. Hún var mjög föl og Util að sjá í fljiikx.lrúminu. Hún var með meðvitund og þekkti mig, en hún hafði ekki mátt til að tala við mig. Mér var leyft að standa við rúmið og horfa á hana í nokkr- ar mínútur, og á þeim mínút- um krystallaðist allt það, sem hún táknaði fyrir mig. Ég gladdist j’fir því, að áætl un mín um að ryðja Rimu úr vegi hafði farið út um þúfur. Ég vissi, að ég hefði ekki getað liorft á Saritu, eins og ég gerði nú, ef ég hefði verið sekur um morð. Við Jack eyddum öllum sunnu deginum og mánudeginum á brú arstæðinu. Við liöfðum rekizt á ótraust jarðlag og urðum að kanna livernig við gætum ráðið bót á því. Á þriðjudagskvöld vorum við búnir að leysa þann vanda. Á mið vikudag og fimmtudag var mik ið að gera á skrifstofunni. Mér tókst að komast út á hælið á hverju kvöldi til að skiptast á brosum við Saritu. Hún gat enn ekki talað, en hún þekkti mig þó að minnsta kosti. Á föstudag, daginn sem ég átti að borga Rimu, hringdi Zimmer man um tíu leytið. Hann sagði, að Goodyear væri hjá honum, og þeir hefði rannsakað Saritu. SMURI BRAUÐ Snittur. Pantið tímanlega til fcrming- anna. Opið frá kl. 9-23.30 Síml 16012 Brauðstofan Vesturgötu 25. „Við höfum ákveðið að bíða ekki, herra Halliday. Við gerum uppskurðinn á morgun". Ég sagðist mundu koma. Ég hringdi til Mathisons og sagði honum þetta. Hann sagðist ekkl mundu geta komið, en Helen mundi bíða með mér. Um kvöldið fór ég að heim- sækja Saritu og í fyrsta sinn tókst henni að segja nokkur orð. Sigurgeir Sigurlénsson;; i‘ hæstaréttarlögmaður i Málf lutningsskrif stofa óðtnsgötu 4.Sími 11048. . er ryðvöm. ■>&&m M RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA ^ KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 & CO- P.O. BOX 1S8Ó - MWCJAVllC GRANNARNIR ,t __Skal samt horfa í sjónvarpið, þótt þau setji mig í skammakrókinn,, r ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 16. maí 1963 J[5 Í-4*.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.