Alþýðublaðið - 18.05.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.05.1963, Blaðsíða 4
GYLFI Þ. GÍSLASON SKRIFAR UM ENGINN íslezkur stjórnmála- flokkur liefur áður hegðað' sér jafn ábyrgðarlaust í stjórnar- andstöðu og Framsóknarflokk- urinn hefur gert nú á liessu kjörtímabili. Skrif blaða hans hafa verið ofstækisfyllrl og raka lausari en skrif kommúnista- blaðanna, og er þá sannarlega langt til jafnað. Það er nú al- mennt liaft á orði, að menn viti yfirlcitt ekki, hvort þeir hafi Tímann eða Þjóðviljann £ höndunum. Snemma á kjörtímabilinu urðu framsóknarmenn frægir fyrir það, að lýsa ástandinu á íslandi sem móðuharðindum af mannavöldum. Þeir spáðu at- vinnuleysi og sulti. Þeir sögðu stjórnarstefnuna nmndu leiða til minnkandi framkvæmda og og nefndu hana þess vegna sam dráttarstefnu. Kommúnistar tóku undir þetta alltsaman. Að einu leyti reyndu þeir að ganga Icngra en framsóknarmenn í fordæmingu á verkum ríkis- stjórnarinnar. Þeir sögðu lífs- kjörin fara ^íversnandi og vinnuþrælkun vera orðna óbæri lega. Skrif Tímans um móðu- harðindi og samdrátt hafa síðan bergmálað í Þjóðviljanum, og skrif Þjóðviljans um kjara- skerðinga og vinnuþrælkun bergmálað í Tímanum. Úr þessu hefur orðið hávær tví- söngur, Tímans og Þjóðviljans um eymd og volæði, harðindi og hörmungar á Islandi og svo líkar hafa raddirnar verið, að erfitt hefur verið að greina, hvað úr hvorum barkanum kom. En í raun og veru er það furðulegt, að slíkt volæðisvæl skuli borið á borð fyrir ís- lendinga, einmitt nú, þegar kosningar fara í hönd. Það er áreiðanlega þýðingar- laust að birta viliandi tölu- raðir og línurit um kaupgjalds- mál, í því skyni að reyna að fá menn til þess að trúa því, að kjör þjóðarinnar séu sí- fellt að versna, þegar það er augljóst, að kjör alls almcnn- ings í landinu hafa aldrei verið betri en þau eru einmitt nú, Atvinna hefur aldrei vcrið öruggari né meiri, tekjur manna hafa aldrei verið hærri, og þótt verðlag hafi því miður hækkað mikið, þá hefur verðlagshækk- unin sem betur fer ekki farið fram úr tckjuaukningunni að viðbættri aukningu trygginga- bótanna, ef Iitið er til laun- þeganna sem heildar, heldur er tekjuaukningin meiri cn verðlagshækkunin. Við blöð stjórnarandstöðunn- ar starfa menn, sem ekki hafa komizt til æðri skiluings á kaupgjaldsmálum en að trúa því, að það eina sem skipti máli fyrir launþega, sé, hvað um það stendur í kaupgjalds- samningum, hvað skuli vera lág- markskaup á klukkustund. En launþegarnir sjálfir vita auð- vitað, að það sem máli skiptir, er, hvað þeir hafa í raunveru- legar tekjur á viku, mánuði og ári miðað við þann tírna, sem þeir þurfa að vinna fyrir kaupinu. Allir vita, að verð- lag er nú miklu hærra en það var t.d. árið 1958. Það sézt í hverri . búð, hagstofan birtir- upplýsingar um verðbreyting- arnar mánaðarlega, og svo cr auðvitað ekki sparað að auglýsa og undirstrika verðhækkanirnar í blöðum stjórnarandstöðunnar. En það er eliki aðeins yerðlag- ið, sem hefur hækkað, kauptaxt arnir liafa hækkað og tckjurn- ar hafa hækkað ennþá meira. Um kauptaxtana liggja fyrir opinberar upplýsingar. Þeir eru birtsr. Um tekjurnar eru hins Vegar ekki til neinar reglu legar skýrslur. Þær eru einka- mál hvers og eins. Undanfarin ár hefur þó ver- ið gerð athugun á atvinnutekj- um kvæntra verkamanna, sjó- manna og iðnaðarmanna. Ef borin eru saman árin 19G2 og 1958, kemur í ljós, að aukn- ing teknanna er 10% meiri en hækkun verðlagsins á sama tíma. Þetta þýðir, að lífskjör þessara stétta hafi í fyrra ver- ið um það bil 10% betri en þau voru 1958 og hafi þannig batnað um 2-3% á ári að með- altali undanfarin ár. Er þetta í fullu samræmi við það, scm vitað er um aukningu þjóðar- teknanna. Það er fjarstæða að halda því fram, að vinnudag- urinn liafi lengst um 10% hvað þá meira síðan 1958, þannig að lífskjörin séu nú ekki bctri en þá hvað þá verri. Sú yfir- vinna, sem nú er yfirieitt imn- in, var komin- til skjalanna þá. Bæði Tíminn og Þjóðviljinn hafa oftar en cinu sinni vitnað í ýmsar ræður, sem ég fluttl, þegar atvinnuleysi gerði hér alvarlega vart við sig fyrir rúm um áratug. Þá hafði verið gerð tilraun til þess að efla við- skiptafrelsi og auka vörufram- boð. í því sambandi benti ég á, að ekki væri nóg, að vö l i- framboð í búðum ykist, ef tekjur manna - minnkuðu sam- tímis vegna atvinnuleysis. Nú hefur hvort tveggja verið að gerast, að vöruframboð je viirv úrval hefur verið að aukast og tekjur manna að vaxa. Það hef- ur verið stefna ríkisstjórnar- innar, að- verðlag þyrfti ekki að hækka. Hún hefur þvi mlður ekki fengið því ráðið. A valda- tíma hennar hefur stjórnmála- andstæðingum hennar tvívegis tekizt að knýja fram almenna hækkun kaupgjalds, sem verið hefur meiri en aukniugu þjóð- arframleiðslunnar svaraði. — Þess vegna hefur það ekki ver- ið á valdi ríkisstjórnarinnar að koma í veg fyrir almennar verðhækkanir, sem hún hefur þó talið mjög óæskilegar og eru í algjöru ósamræmi við þá stefnu, sem ríkisstjómin hef- ur viljað fylgja. En það hefur tekizt að koma í veg fyrir það, að almennar verðliækkanir hafi orðið meiri en tekjuaukningin hjá launastéttum almennt. — Tekjuaukningin hefur sem bet- ur fer þvert á móti orðið nokkru meiri heldur en al- menna verðhækkunin. Þess vegna eru lífskjörin í dag eins og þau eru. Ilins vegar má full yrða, að þau gætu verið enn betri, ef ekki hefði komið t’I víxlhækkunar kaupgjalds og verðlags, sem því miður hefnr tvívegis átt sér stað á valde- tíma núverandi ríkisstjórnar. Það mun lengi verða brosað að þeim, sem töluðu um móðu- harðindi af mannavöldum, sam- drátt og hörmungar á árunum eftir 1960. Og það er alveg sama, hversu mikið kommún- istar tala um kjaraskcrðingu, vinnuþrælkun og eymd. AHur almenningur á íslandi sér og finnur, að nú er hér blómlegt atvinnulíf, fjárhagur þjóðar- innar er traustur. Ef við kunn- um fótum okkar forráð, þá bíð- ur okkar björt framtíð i þessu landi. Minningarorð: GUÐMUNDUR ÓLAFSSON FÁIR munu þeir Reykvíkingar, sem ekki sóttu „Völlinn“ meira eða minna á bernsku, og æskuár- um sínum. Og allir, sem þangað komu, hlutu að kynnast Guðmundi Ólafssyni eitthvað, annað. hvort persónulega eða í sjón. Hann var einn af frumherjum íslenzkrar lcnattspymu, einn af forystumönn um Knattspymufélags Reykjavík- ur í áratugi og þjálfari og dómari um langan aldur. Það var út af fyrir sig ærið verkefni að vera lífið og sálin í stóm iþróttafélagi. En Guðmundur var alltaf meira en KR-ingur, þótt það sé ekkert { lítið í sjáifu sér. Hann var knatt- | spyrnunnar maður. Við, sem vor-1 um í öðrum félögum, töldum hann með einum eða öðrum hætti haf- inn yfir félög og félagakeppi. Siík ur maður var Guðmundur Ólafs- son í augum þeirra unglinga, sem fengu kynni af honum, jafnvel þótt lausleg væru. Síðar kynntist ég Guðmundi Ólafssyni með öðmm hætti. Ég leigði hjá honum íbúð í nýbyggðu húsi- hans við Garðastræti 13 A, er ég stofnaði heimili, og bjó þar í níu ár. Þá komst ég fljótlega að raun um, að elcki var aðeins, að Guðmundur væri meira en KR- ingur, eins og okkur strákunum hafði fundizt, heldur að hann var meira en knattspyrnufrömuður, og var þá verk hans á því sviði ærið ævistarf. Guðmundur var harðgreindur maður og vel fróð- ur. Og hann var hreinskiptinn og Igóðviljaður, svo að af bar. Ég minnist þess ekki, að hafa heyrt Guðmund hallmæla manni, og heyrði ég hann þó oft segja frá á- greiningl, bæði ágreiningi sínum við aðra menn og deilum annarra. Honum virtist gefið að öðlast skjótt yfirsýn yfir ólík sjónarmið, og lionum veittlst auðvelt að varð veita jafnaðargeð og rósemi. Auð vitað hefur það verið þetta, sem gerði liann að góðum knattspyrnu dómara. Auk þess lét enginn sér detta í hug, að hann gæti verið hlutdrægur. Mér vitanlega sóttist Guðmund ur Ólafsson aldrei eftir frama eða viðurkenningu fyrir störf sin. Hann taldi sér áreiðanlega full- launað, er hánn sá starf sitt bera járangur og aðra hafa gagn og gam an af verkum hans. Væri betur, að þeir væru miklu fleiri, er að þessu leyti væri líkt farlð og Guð mundi Ólafssyni. Hann var í þeim efnum ekki aðeins ungum mönn- um, heldur öllum mönnum góð fyrirmynd. Ég mun ávallt telja Guðmund Ólafsson í hópi merkari manna, er ég hefi kynnzt. Gylfi Þ. Gíslason. að vera einskonar kveðja til hans og innilegt þakklæti fyrir vináttu hans og tryggð um áratuga skeið. Guðmundur lieitinn var óvenju legur maður, hver sem honum kj’nntist og ávann sér vináttu hans varð aðnjótandi trygglyndi hans og lijálpsemi. sem ekki átti sinn iika. Orðheldni og fórnfýsi var honum í blóð borin, í fáum orðum eagt: góður drengur sem aldrei mátti vamm sitt vita. Guðmundur fórnaði Knatt- spyrnufélagi Reykjavíkur tuttugu árum af ævi sinni, með þjálfun ungra manna í knattspyrnu. Það starf leysti hann af hendi með hinni mestu prýði sem alþekkt er og þeim þó kunnugast, sem nutu handleiðslu hans og þjálfunar. Geta menn gjört sér í hugar- lund hversu miklu Guðmundur offraði fyrir þessa unglingastarf- semj, þegar þess er gætt, oð hann innti þetta hlutverk af hendi um tuttugu ára skeið, án nokkurrar endurgreiðslu, nema þakklætis fé Einangrunargler i Framleitt einungis úr úrvals eleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega- Korkiðjan h.f. Skúlagötu 57. — Sfmi 23200. ! '4 18. maí 1963 — ALbÝÐUBLAÐIÐ t ÞEGAR ég frétti andlát vinar míns Guðmundar Ólafssonar skó- smlðs og knattspymuþjálfara K.R. um mörg ár, brá mér mikið, þrátt fyrir það þó við kunningjar hans og vinir hefðum getað búizt við því, að það bæri að á hverri stundu, vegna veikinda, sem láðu honum síðustu árin. Þessi fátæk- legu orð, sem hér verða sögð, eiga GUÐMUNDUR OLAFSSON lagsins og ungu mannanna, sem kennslunnar nutu. Hann var dular. að eðlisfari, en þó viðkvæmur og lijartahlýr og mátti aldrei aumt sjá án þess að bæta úr því eftir beztu getu. Á unga aldri, eða aðeins tíu ára að aldri, varð Guðmundur fyrir því slysi að fótbrotna svo illa að hann bar þess aldrei bætur alla ævl. {Var hann bæklaður og haltur af |þeim orsökum sem bagaði hann mjög. Enginn skal þó halda að bækl- un þessi yrði þess valdandi að Guðmundur legði árar í skaut, heldur hélt hann ótrauður áfram að settum mörkum, lék með félagi sínu K.R. sem markvörður og gat sér góðan orðstír meðal anuars með því að vera með í að vinna "tvö' mót sama sumarið. Geta allir hugsað sér hvílík þrekraun þetta var, þegar þess er gætt, að Guðmundur þurfti áð ur að nota hækju vegna fótbrots- ins en tll þess að geta stundað hnattspyrnuna bjó hann sér til leð urhólk, spennti hann um hné sér tll að rétta fótinn og leitast þann- ig við að gera hann hæfan til knattspymunnar, varð hann að endurtaka þetta í þrjár vikur, herða ólarnar á hverju kvöldi og þola kvalir er ollu honum svita- Framh. á 13. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.