Alþýðublaðið - 18.05.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 18.05.1963, Blaðsíða 15
hefur verið af glæpamanni, sem lögreglan vill finna. Það er ekki liægt að skilja í því samoandi. Hver er yðar skýring?" Ég var sem óöast að ná mér. „Ég skýri það yfirleitt ekki'v sagði ég. „Ég hef aldrei heyrt þennan mann nefndan“. „Kannski hafið þér séð liann“. Hann tók umslag upp úr vasa sínum og upp úr því mynd. sem hann fleygði til mín yfir borð- ið. Ég var undirbúinn því versta, þegar ég horfði á myndina. Það var Ed Vasari, enginn efi á því. „Nei“, sagði ég. „Ég þekki hann ekki“. Keary teygði sig yfir borðið, tók myndina og stakk henni aft- ur í umslagið og umslaginu aft- ur í vasann. Feitir kjammarnir héldu áfratn að jórtra tyggi- gúmmíið, og hann hélt stöðugu á fram að stara á mig. „Hvers vegna hafði hann þá nafn yöar og heimilisfang í bíln um?“ „Ekki veit ég það. Kannski liefur eigandi bílsins þekkt mig. .Hver er hann“. „Hann þekkir yður ekki. Við erum búnir að spyrja hann.“ . „I’á er ég hræddur um, að ég geti ekki hjálpað yður“. Hann krosslagði fætuma og japlaði enn á gúmmíinu takt- fast. „Þér eruð að byggja brú, er það ekki?“ spurði hann að óvör um. „Það var mynd af yður í LIFE?“ „Já. Hvað kemur það þessu við?“ „Kannski hefur Mandon tekið nafn yðar upp úr tímaritinu. Var minnzt á heimilisfang yðar?“ „Nei.“ Hann mjakaði sér til í stóln- um og hvessti brúnir. „Dularfullt, finnst yður ekki? Mér geðjast ekki að dularfullum hlutum. Þeir gera það að verk- um, að skýrslur verða ekki nógu hreinlegar. Þér hafið ekki hug- mynd um, hvers vegna Mandon skyldi liafa nafn yðar og heimilis fang í bílnum?“ „Ekki hina minnstu." ! Hann tuggði stundarkorn og síðan yppti hann öxlum og stóð á. fætur. „Það hlýtur að vera einhver skýring, herra Halliday. Hugsið um það. Kannski munið þér eft- ir einhverju. Ef þér gerið það, hringið þá í mig. Við viljum ná í þennan náunga, og við ætlum t iílkinu i u nnMa IlIllSsíiIlll ! síað okkur að gera það. Það gæti ver ið eitthvert samband milli ykk- ar, sem þér hafið gleymt'*. „Kemur ekki til mála“, sagðl ég óg stóð upp. „Ég þekki hann ekki og hef aldrei séð hann“. „Jæja, allt í lagi. Þakka yður fyrir.“. Hann gekk fram að dyr- unum og stanzaði síðan. „Heil- mikil bnj, sem þér eruð að byggja." „Já.“ „Er það satt, að hún mundi kosta sex milljónir dollara?" „Já,“ Hann starði á mig og litlu augun voru aftur farin að kafa. „Ekki svo slæmt, ef maður get ur náð í það“, sagði hann. „Jæja, sælir, herra Halliday". Hann kinkaði kolli og -fór út. Ég fann kaldan svita á and- litinu, er ég horfði á dymar lok- ast hljóðlega að baki honum. ÁTTUNDI KAFLI I. Næstu tveir dagar voru dagar mikillar vinnu og spennu. Ég átti alltaf von á, að Rima hringdi eða að Los Angeles lögreglan kæmi og tæki mig fastan. En Sarita tók að minnsta kosti miklum framföram: eini ljósi punktur- inn á þessum tveim dögum. Svo var það á fimmtudags- morgun, cr við Ted Weston vor um að búa okkur undir að fara niður að brúarstæðinu, að Klara kom inn til að segja mér, að Keary væri að spyrja um mig aftur. Ég sagði Weston að fara á und an, og ég mundi koma á eftir, eins fljótt og ég gæti. Þegar hann var farinn, sagði ég Klöru að vísa Keary inn. Ég sat við skrifborðið, með allar taugar spenntar 'og meðvit andi um, að hjartað í bréf barð ist of hratt. Keary kom inn. Um leið og hann lokaði dyr- unum sagði ég: „Ég má ekki missa mikinn tíma, lögreglufor- ingi. Ég á að vera kominn nið- ur að brúnni. Hvað er það núna?“ En hann var maður, sem eng- inn gat fengið til að flýta sér. Hann kom stói-um líkamanum fyrir í hægindastólnum og ýtti hattinum aftur á hnakka. Síðan tók hann upp tyggigúmmístöng og byrjaði að taka utan af henni. „Það er þessi Mandon náungi", sagði hann. „Við vitum nú, að hann gekk undir öðru nafni1 Ed Vasari. Nokkurn tíma heyrt það nafn, lierra Halliday?" Ég hristi höfuðið. „Nei. Það nafn segir mér held ur ekki neitt". „Við skiljum' enn ekki hvers vegna nafn yðar og heimilisfang skyldi vera í bílnum, herra Halliday. Við höldum, að þó að þér þekkið ekki Mandon, þá hljóti hann einhvern tíma að hafa þekkt yður. Við komumst að því hvar hann hefur verið í felum: í litlum bungalow i Santa Barba. í húsinu fundum við ein- tak.i af LIFE með mynd af yður í Það var gerður hringur með blý anti utan um myndina. Það, og sú staðreynd, að nafn yðar og heimilisfang voru í bílnum, bend ir til, að hann hafi annað hvort þekkt yður eða haft áhuga á yð- ur, og við viljum komast að því af hverju." Hann gerði hlé á tuggunni til að geta betur star- að á mig. „Hvað haldið þér?“ „Ég skil jafnlítið í þessu og þið“, sagði ég. „Þér eruð vissir um að hafa allrei séð þennan mann? Viljið þér sjá myndina aftur?“ „Það er ekki nauðsynlegt. Ég hef aldrei séð hann áður". Hann klóraði sér í eyranu og hvessti brúnir. „Eins og ég sagði: Okkur geðj ast ekki að dularfullum hlutum, herra Halliday". Ég sagði ekkert. „Hafið þér heyrt minnzt á konu, sem heitir Rima Mars- hall,“ Jæja, þar kemur það, hugsaði ég. Ég hafði átt von á spuming unni, en samt fann ég kuldahroll fara um mig, Ég horfði beint á hann um leið og ég sagði: „Nei, ég þekkl hana ekki heldur. Hver er hún?“ „Vinkona Mandons", sagði Keary. „Þau bjuggu saman í bungalownum". Hann tuggði nú dálítið og aug un störðu svipbrigðalaust upp í loftið. Eftir langa þögn sagöi ég snöggt: „Ég sagði yður, að ég væri önnum kafinh. Er nokkuð annað?“ „Þessi kona hefur verið myrt“. Hjarta mitt stanzaði og tók síðan að slá æðislega. Ég veit að ég skipti litum. „Myrt?“ tókst mér að segja. „Hver hefur verið myrt?“ Hörð og rannsakandi augun sóttu inn í varnir mínar. „Rima Marshall. Við gengum um og sýndum mynd Mandons og í gærkvöldi fundum við konu, sem hafði hreinsað hjá þeim. Hugsa sér hlunk eins og Man- don með konu til að hreinsa. Hún bar kennsl á hann. Hún sagði okkur frá þessari Rimu Marshall, og liún gaf okkur heim ilisfangið á bungalownum, sem Mandon hafði falið sig í. Við fór um þangað. Mandon var hlaup- inn, en við fundum konuna." Hann vöðlaði tyggigúmmíinu uppi í sér. „Ekki eitt af falleg- ustu líkum, sem ég hef séð. Hún hafði verið höggvin til dauða með hníf. Lögreglulæknirinn sagði okkur, að hún hefði orðið fyrir þrjátíu og þrem hnífsstung um: tíu þeirra hefðu getað verið banvænar. Á borðinu var betta eintak af LIFE með hlýantsstrik umhverfis myndina af yður“. Ég sat grafkyrr með hendum ar krepptar undir borðinu. Svo að Wilbur hafði fundið hana; Og ég bar ábyrgðina! Ég fann köld- um svita slá út um mig. „Við erum sem sagt með tals- vert athyglisvert mál með hönd- um“ hélt Keary áfram. „Nú er- um við að velta því fyrir okkur, hvort hún muni hafa skilið bréf- miðann með nafninu yðar og heimilisfanginu á í bílnum. Hún hefði getað þekkt yður einhvem tíma. Kannizt þér nokkuð við nafnið?" „Nei.“ Hann tók umslag upp úr vas- anum. Úr umslaginu tók hann mynd og lagði hana á borðið. „Kannski kannizt þér við hana, þegar þér sjáið hana“. Ég leit á myndina og sneri mér fljótt frá. Það var hryllileg mynd. Rima lá í blóðpolli á gólfinu. Hún var nakin. Líkaminn var hræðilega stunginn, höggvinn og limlestur. „Þér þekkið hana ekki?“ spurði Keary með sinni harðýðg islegu löggurödd. *„Nei! Ég þekki hana ekki! Ég þekki ekki Mandon. Er það klárt?“ sagði ég. „Ég get ekki hjálpað yður Viljið þér nú vera svo góður að fara og leyfa mér að halda vinnu minni áfram?“ En hann var ekki maður, sem hægt var að kúga. Hann kom sér enn betur fyrir í stólnum um leið og hann sagði: „Þetta er morð- mál, herra Halliday. Þér eruð svo óheppinn að vera á einhvem hátt tengdur við það. Ilafið þér nokkum tfma verið í Santa Barba?“ Það var að mér komið að segja nei, en mér skildist á síðustu stundu, að einhver kynni að hafa borið kennsl á mig þar, og það gæti komið mér í alvarleg vand ræði að neita því. „Já, ég hef komið þangað", sagði ég. „Hvað um það?“ AtÞÝÐUBLAÐIÐ — 18. maí 1963 |,5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.